Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 38
146 NYJAR KVÖLDVÓKUR. eg gremjulega. »Er það vegna þess að eghef talað við yður, gengið með yður og dansað við yður, að þér fáið þessa hugmynd, að eg muni vilja giítast yður? Menn eru svo dæma- laust barnalegir nú á tímum,« sagði eg og brost' dapurlega og leit inn í eldinn. En glóðin úr arninum virtist eins og óljós bjarmi vegna glýju, sem kom í augu mín. »Líklega erum við það,« sagði hann lágt, og tók húfu sína af borðinu. »En annars þætti mér gaman að vita, hvernig við eigum að átta okkur á því, hvort kona ann manni í raun og veru, eða ekki, fyrst til eru svona góðar eftir- stælingar. En annars skiljum við ekki kven- þjóðina.« Svo .fór hann út, án þess svo mikið sem að líta á mig, og fyrirlitningarblærinn í rödd hans hljómaði fyrir eyrum mínum. __ Og alt í einu sá eg um seinan, að eg hafði mist hann; hann var farinn og kom ekki aptur — og litlar líkur voru til þess, að eg sæi hann nokkurntíma framar, en um leið fann eg, hversu miklu eg hafði kastað frá mér, og alt kom þetta af barnalegu, heimskulegu heiti. Þvílíkt flón! Og nú fyrst hann var farinn, var of seint að kalla á hann aftur, hann myndi ekki anza, ekki skilja mig og því síður trúa mér. Eg sá tvo glófa á borðinn. Pað voru glóf- arnir hans, sem hann hafði fleygt þar þegar hann kom inn fullur vonar og eftirvæntingar. Eg tók þá upp, þrýsti þeim upp að vörum mínum, grúfði mig svo ofan í þá og brast í grát. Eg veitti því enga eftirtekt, að dyrnar opn- uðust, þangað til eg sá út undan mér, að Ralph Carruthers stóð hjá mér. Hann starði undrandi á mig, þar sem eg sat döpur og tárvot. »Eg — eg kom til að sækja glófana mína,« sagði hann hikandi. Eg leit niður fyrir mig, á glófana, sem eg hélt ennþá á, og glitruðu tárdroparnir á dá- dýrsskinninu. »Komuð þér eftir þeim?« sagði eg og kom lát á mig; »eg býst við þeir séu þetta,« en eg reyndi þó ekki að rétta honum þá. »Já,« sagði hann blátt áfrarn, »þetta eru glófarnir mínir, sem þér hafið vætt með tár- um yðar.« Augu hans urðu blíðleg og röddin þýð, þegar hann tók aftur til máls. »Pví eruð þér að gráta, Cicely? Er það vegna þess þér getið ekki elskað mig, af því að yður þykir fyrir að þurfa að gjöra mig ó- gæfusaman? En eg var ranglátur gagnvart yð- ur. Viljið þér fyrirgefa mér harðyrði mín?« »Pað er ekki af því,« stamaðieg; »eg græt — af því að — af því að — « »Af því að?« endurtók hann þolinmóðlega. »Af því að eg elska yður.« Augu hans leiftruðu að nýju. »Pér elskið mig?« hrópaði hann og stökk fram á gólfið, — »en samt segist þér ekki vilja giftast mér?« »Eg — eg ætla að giftast yður,« sagði eg með sundurslitnum orðum oggrúfði mig ofan í glófana hans. Hann gekk til mín, lyfti upp höfði mínu og horfði beint framan í mig. Pað var engin von til undanfærslu, því handlegginn hafði hann lagt um herðar mér. »CiceIy,« sagði hann alvarlegur, »hvað á þetta að þýða? Petta er enginn leikur heldur bláber alvara. Pað ræður gæfu eða ógæfu minni, og þó farið þér svo gálauslega með þetta mál, að þér segið já í öðru orðinu en nei í hinu.« Eg reyndi að slíta mig lausa en hann hélt mér fast. »Eg var heimskingi,« sagði eg snöktandi, »eg ætlaði að hefna mín á yður, með því að fá yður til að unna mér og fyrirlíta yður svo. En þegar þér komuð inn áðan, hafði eg ein- mitt komist að raun um að hefndin er alt ann- að en sæt — « Hann virtist vera steinhissa. »En því vilduð þér hefna yðar á mér? Hvað hafði eg þá gjört fyrir mér?« Eg þurfti langan tíma til að segja frá því, og það hljómaði svo einkennilega, heimskulega í eyrum mínum, þar sem eg stóð frammi fyrir honum. Eg leit niður fyrir mig, þegar eg hafði lok-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.