Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 39
SAMUEL MORSE. 159 •ð frásögn minni, en hann lypli upp höfði niínu aftur og horfði beint framan í mig, Hann beinlínis skellihló. »Og þér ætluðuð að hefnast á öllu lífi mínu tyrir fáein ógætnisorð af munni ungs spjátrungs? Eg var svo hrifinn af fyrstu frægð minni í þá daga, að eg býst við eg hafi lítið hugsað um annað.« »En mér gramdist voðalega,« hélt eg áfram, 'það sem þér sögðuð um mig. Orð yðar höfðu sært hégómagirni mína, og þau létu í eyrum mér iengi á eftir, og Dolly — Dolly Craven sagði fyrir skömmu.að þér fyrirlituð migennþá.« Hann hló. t*á hlýtur orðið fyrirlitning að vera ný þýð- ing á orðinu ást,« sagði hann og kysti mig hvað eftir annað. »Eg skil ekki í að nokkur geti sagt, að honan mín sé ein af þessum hversdagslegu,« hvíslaði hann....... En eg lét hann ekki fá glófana aftur. ‘Eg ætla að halda þeim framvegis,« sagði eS- »Hefðurðu ekki gleymt þeim, mundi eg aldrei hafa séð þig framar!« Samuel Morse. t*að má Iíklega til sanns vegar færa, að Þegar litið er á hinar stórfenglegustu uppgötv- anir heimsins, frá því mönnum fyrst duttu þær 1 hug( og þangað til þær voru orðnar nothæf- að með öllu, að engin þeirra sé öll eins manns eign. En þó má það einna frekast segja um r|tsíniann, að hann sé margra manna verk. fyrstan má telja H. C. Örsted, sem fyrstur manna fann rafsegulmagnið og lagði því und- ■rstöðuna. Margir urðu til að reyna að nota Þennan kraft í þessa átt, en engum tókst að 8era það svo, að hentugt yrði til nota að fullu, nema Samuel Morse. Hann kom ritsímanum 1 Það lag, að hann varð nothæfur til þess að hera hið ritaða orð manna og landa á milli, og má því vel heita uppfinnandi hans. Hann var svo þrautseigur að fylgja máli sínu fram um mörg ár, að hann má vel heita því nafni, þó að hann eigi alls ekki uppgötvunina éinn. Skal hér nú setja ágrip af æfi hans, því að fróðlegt er fyrir hverja þjóð, sem á ritsima, að vita dálítið um sögu hans. Samuel Morse er fæddur 27. apríl 1791 við Charlestown í Massachusetts og var faðir hans þar prestur. Drengurinn var fjörugur og vel gefinn og gefinn fyrir bóklestur og teikn- ingar. Hann fór í skóla og lagði þegar stund á raffræði og efnafræði, en þó mest á teikningu og málverk, og fékk svo mikið orð á sig sem málari, að hann var sendur til Evrópu er hann var tvítugur, að fullkomna sig í þeirri list. Fékk hann hinar beztu viðtökur í Lundúnum af fræg- um málara þar, Benjamín West, og náði þar fljótlega miklu áliti sem efnilegur málari og myndasmiður. En þá kallaði faðir ,hans hann heim aftur. Þegar hann kom til Boston 1815, var flog- ið þangað á undan honum að hann væri efni í ágætan málara. En fáir eða engir urðu til að kaupa slór málverk eða eftirmyndir, og varð hann því að sætta sig við að hafa ofanaf fyrir sér með því að mála andlitsmyndir af fólki í Nýja Englandi og víðar. En þá var ekki Ijós- myndagerð fundin, svo að hann fékk góða at- vinnu, því að margir vildu eiga myndir af sér. Fyrst framan af fékk hann ekki nema 60 kr. fyrir hverja mynd, en brátt hækkuðu þær í verði, svo hann setti hverja mynd ferfalt hærra, og gat málað fjórar myndir á viku. Fénaðist honum brátt, svo hann gat kvongast 1818. En kona hans andaðist frá honum og þrem börnum 1825. Morse var þá fluttur til Nýju Jórvíkur og myndaði þar þegar flokk yngri málara, sem risu upp á móti einstrengishætti gömlu málar- anna í listinni. Hann kom á sambandi meðal þeirra, og var forseti þess sambands um 16 ár. Árin 1829 — 32 var hann í Evrópu og skoð- aði málverkasöfn. En þá fór aftur að vakna með honum hinn gamli áhugi hans á rafmagnsfræð- inni. Hann hafði heyrt fyrirlestra um það í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.