Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 40
160
NYJAR KVÖLDVOKUR.
Ameríku, og þegar til Evrópu kom, kyntist
hann þar tilraunum manna til þess að koma
skeytum með rafurmagni. Á hermleiðinni bar
þetta í tal meðal farþegjanna, og. ásetti hann
sér þá úr því að verja sér nú að öllu til þéss
að finna upp rafskeytatæki. Hripaði hann þeg-
ar upp teikningar af tækjunum og sýndi skip-
stjóra og einhverjum af farþegjunum. Oat hann
síðar sannað, að svo hefði verið, og fyrsta
vinnandi sýnishorn hans hefði verið gert eftir
teikningum þeim, er hann gerði á skipinu. En
einn af farþegjunum, Jackson nokkur frá Boston,
hélt því þá fram, að Morse hefði stolið hug-
myndinni frá sér. Og þegar Arago sýndi tæki
Morses í háskólanum í París 1838, sendi Jack-
son háskólanum bréf, og stóð í því meðal annars:
»Mér til mestu raunar heyri eg sagt, að
prófessor Samuel B. Morse hafi eignað sér raf-
segul-fréttatæki, sem eg hef fundið upp. Eg
lýsti tækjum mínum nákvæmlega fyrir honum,
þegar við vorum samferða sem farþegjar á skip-
inu »Sul!y« á Ieið til Ameríku í október 1832.
Mér finst lítið tilkoma þess heiðurs sem fransk-
ir lærdómsmenn hafa sýnt hr. Morse ófyrirsynju,
af því að uppgötvun sú, sem hann hefur lagt
fyrir þá, er algjörlega mín eign.«
Pað er allsendis ómögulegt að segja hér
hvað sannast er. Otrúlegt virðist að Morse hafi
verið svo ósvífinn, bæði að stela hugmynd Jack-
sons, setja hana fram og eigna sér hana á sjálfu
skipinu, þar sem Jackson var með og hefði
verið innan handar að vita um það. En aftur
á móti er ólíklegt í hæsta lagi, að Jackson færi
að slengja fram kæru þessari, ef enginn fótur
hefði verið fyrir henni. Líklegast virðist, að þeir
hafi talað saman um þetta, og Morse hafi náð
einhverjum bendingum, er komu honum á rek-
spölinn, án þess að sagt verði að hann hafi
stolið hugmynd jacksons. Hvernig sem í þessu
hefur legið, þá er eitt víst, að málið var betur
komið í höndum Morses en Jacksons.
Þegar Morse komst á þessa niðurstöðu,
kom gersamleg breyting á alla lífsstefnu hans.
Málaralistin, sem áður hafði verið eitt og alt
fyrir honum, varð nú að lúta í lægra haldi, og
enda tafði hann, því að nú var ritsíminn orð-
inn aðalumhugsunarefnið.
Skömmu eftir að hann kom heim 1832 var
Morse gerður að prófessor í listasögu í New
York; það var annríkisverk mikið og gaf lítið
í aðra hönd. Hann gat því lítið sint uppgötv-
un sinni, og ekki gat hann komið upp sýnis-
horni, þó óvönduðu, fyr en þrem árum síðar,
og svo liðu þó um tvö ár, að hann gat ekki
gert það svo úr garði, að það væri sýnandi.
Árið 1837 ritaði stjórnin umburðarbréf til
ýmsra merkra manna og bað þá að láta í Ijósi
skoðanir sfnar um það, hvort gagnlegt mundi
vera að koma upp skeytalínum. Reyndar var
nú víst meining stjórnarinnar að nota fréttafleygi
þann, er áður var notaður, og var fólginn í
merkjum, sem sáust með ákveðnu millibili. En
þetta varð til þess að ýta undir Morse að herða
sig nú við tilraunir sínar. 1. september kom
út í blöðunum í New York frétt frá Pýzkalandi
um það, að Steinholt nokkur hefði sent hraðskeyti
á 5 kilómetra langri tilraunastöð í grend við Mún-
chen. Herti það svo á Morse, að hann sýndi
þegar tæki sín daginn eftir í háskólanum, þó
að ófullkomin væru. Skeytasendingin heppnað-
ist með 500 metra þræði. en tækin voru mjög
óvönduð, og flestir ætluðu þetta einskonar leik-
föng en annað ekki. En eigi er viðlit að lýsa
þeim tækjum hér. Varð því Morse að taka sig
til og sannfæra heiminn um að tækin hans og
síminn væri meira en nafnið tómt, væri hent-
US* og gagnlegt fréttaburðartæki. í desember
1837 sneri hann sér til þingsins í Washington
um styrk. Máli hans var vísað til verzlunar-
málanefndarinnar, og tók hún liðlega í það, en
aldrei kom það samt fyrir þingið.
Svo fór hann til Evrópu í maí 1838 til
þess að koma máli þessu á leið. En þá höfðu
þeir Cook og Wheatstone komið á nálaskeyta-
færum sínum við járnbrautirnar, og gat Morse
því ekkert einkaleyfi fengið; cg eins var á
Frakklandi. En talsvert bætti það úr, að vís-
indafélögin á Englandi og Frakklandi gerðu
mikið úr uppgötvun hans, en það gaf ekkert í aðra
hönd. Og svo hvarf hann heim aftur vonlítill