Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 42
162
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
Járnbrautin bar fregnina til enda símalínunnar
og var síðan símuð þaðan til Washington. Regar
járnbrautarfarþegjarnir komu til Washington
varð þeim heldur flent við, að fregnin skyldi
vera komin á undan þeim. Skömmu eftir að
línan var opnuð, kusu þeir í Baltemore Silas
Wright í Washington varaforseta Bandamanna,
en Wright sendi óðara aftur hraðskeyti, að hann
gæti ekki tekið við tigninni. Ringmenn efuðust
stórlega um að þetta fljóta svar væri á nokkru
viti bygt og ákváðu að bíða »áreiðanlegra« frétta.
Margt var í vandræðum framan af með lín-
una og erfitt að fá menn til að nota hana svo
að hún bæri sig. Yfirpóstmeistarinn var einn
af þeim, sem höfðu reynt að gera málið hlægi-
legt áður í þinginu, enda var hann nú ein-
dregið á móti inálinu, eða að ríkið skifti sér nokk-
uð af þessum uppástungum Moses. Hann sagði
í skýrslu sinni um tilraunirnar, að »símalínan á
milli Baltemore og Washington® hefði ekki
sannfært hann um, »að tekjurnar mundunokk-
urn tíma mæta útgjöldunum með neinum að-
gengilegum skeytataxta.«
En það var Morse fremur til happs, að
stjórnin vildi ekki sinna uppástungu hans. Fé-
lag var myndað, »Magnetic Telegraph Com-
pany«, sem tók að sér einkaleyfin, og nú fór
ritsímanum að ganga vel og fékk miklar tekj-
ur, þrátt fyrir hrakspár yfirpóstmeistarans.
Eg þegar það sýndi sig, að síminn var þarf-
legt verkfæri og bar sig vel, fóru ýmsir að koma
upp símum án þess að skeyta nokkuð um for-
réttindi Morses, og lenti hann af því í mörg-
um og flóknum málaferlum. Reyndu þá óvinir
hans að svifta hann heiðrinum af uppgötvun
hans; hafði hann mikla skapraun af þessum á-
sökunum og málavafstri. Má víða sjá í bréfum
hans hvað hann tók það nærri sér, að menn
skyldu ekki unna honum sannmælis og verka-
launa hans, eftir svo margra ára stríð og bar-
áttu.
Morse vann málin að síðustu. En margir,
sem ritað hafa sögu ritsfmans, hafa hallað sög-
unni á hann, og enda sagt, að hann hafi ekki
neitt í honum átt. f*að er að vísu víst, að hann
á ekki hugmyndina einn frá upphafi; en það
er líka víst, að hann hefur komið ritsímanum
í það lag, að annað eins gott hefur ekki kom-
ið síðan, og þessvegna eru nú ritsímar eftir
hans lagi nú orðið eins og net um öll menn-
ingarlöndin, Pað væru þá loftskeytin, er tækju
honum fram, ef nokkuð væri.
Áður en tilraunalínan var bygð hafði Morse
líka dottið í hug að leggja síma í vatni. Kvöld-
ið þ. 18, okt. 1842 Iagði hann síma í vatni
við Nýju Jorvík og daginn eftir stóð í »New
York Herald« að tilraun yrði gerð með skeyta-
sendingar eftir vatnssíma þessum. En þegar
Morse fór að starfa við símann um morgun-
inn slitnaði sambandið alt í einu. Rað sann-
aðist síðar, að skipsakkeri hafði krækt í símann
og hafði hann dregist með akkerinu upp á skip-
ið, og þótti skipsfólkinu kaðall þessi furðu-
undarlegur. F*eir reyndu að draga hann upp, en
komust aldrei að neinum enda, skeltu því part
úr honum og létu hitt eiga sig. Af þessu má
ráða, að lítið varð úr tilraun Mores, enda var
mikið hlegið að henni. En hann varð ekki
uppnæmur fyrir það. Það er til bréf frá hon-
um ritað árið eftir, þar sem hann heldur því
fram, að það sé hægt að leggja síma alla leið
þvert yfir Atlandshafið. Og honum átti að
auðnast að lifa það að sjá hugmynd sína rætast.
Upp frá þessu fékk Morse heiður og við-
urkenningu frá Ameríku og mörgum öðrum
löndum. Árið 1871 var honum reist líkneski í
þjóðgarðinum mikla í New York, og var lagt
fé til þess frá símafólki um öll Bandaríkin.
Það var afhjúpað 10. júní með mikilli viðhöfn.
Voru þar viðstaddir sendiherrar úr öllum
Bandalagsríkjunum og nýlendum Breta. í veizlu
um kvöldið, sem haldin var í »The Academy
of Music* var gestunum tilkynt, að hraðskeyta-
tól það sem þar væri, stæði nú í sambandi við
10,000 hraðskeytatól í Ameríku, og svo sendi
ung símamær, Miss Cornell, eftirfylgjandi skeyti
til þeirra allra: „Kveðja og þökk til hrað-
skeytabrœðrafélagsins um heim allan. Dýrð sé
guði i upphæðum, friður á jörðu og velþókn-
un með mönnum." Hinn gamli uppfindinga-