Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 43
BÓKMENTIR 163 maður var síðan leiddur að tilfæringunum, og þaðan sendi hann nafn sitt út, sem kveðju til allra bæja í Ameríku. Rá var Morse áttræður. Tíu mánuðum eftir hátíðahöld þessi dó hann 2. apríl 1872 eftir stutta legu. Daginn sem hann var grafinn, var hver einasta ritsíma- stöð um alla Norður-Ameríku prýdd sorgarein- kennum. Árið 1866 var fyrsti sæsími lagður yfir At- landshafið, sem dugði, eftir marg ítrekaðar til- raunir, sem mistókust. Og 40 árum síðar náði s'minn að bera uppfindingu Morses alla leið UPP til íslands og uin endilangt landið, þrátt tyrir alla mótspyrnu frá pólitísku flokksfylgi. Qg honum er það að þakka, að við gétum nú fylgst með stórmælum þeim er gerast erlendis. /• /- Bókmentir. A. Besant: Lífsstiginn. S. Kr. Pétursson þýddi. Rvík. 1916. Fyrir rúmum 40 árum myndaðist félag það er kallar sig Guðspekisfélag, og var aðalhöf- undur þess og stofnandi rússnesk tignarkona, híelena P. Blavatsky að nafni, og með henni Var enskur ofursti, sem Olcott hét. Félagið var stofnað 1875 í Nýju Jórvík, en færði síðan stöðvar sínar austur til Indlands og hefur haft Þar aðalsetur sitt síðan. Eftir dauða þeirra ^isvatsky og Olcotts hefur staðið fyrir því ensk k°na, Annie Besant að nafni, jafnframúrskarandj k°na að gáfum og mannkostum. Hefur hún r'tað fádæmin öll af ritum, bæði um hin þyngstu eimspekileg efni og svo í léttari stíl um sams- °nar efni. Svo hefur hún haldið fjölda fyrir- 'estra, flesta í alþýðlegum stíl, um guðspeki, a teosofíu, sem húnerkölluð á útlendu máli, vakið mikla eftirtekt á sér og sínu máli um "'in mentaða heim. f’egar félag þetta var stofnað, sat efnishygg- Jan í hásæti, og lagði undir sig allar menta- stefnur, vísindi, listir og skáldskap, viðskifti öll og félagslíf eitraðist af henni. Alt andlegt líf kendu menn að væri aðeins samspil af taugum og alt félagslíf snerist að því að berjast fyrir krónum, ná í sem mest af þeim, með hverju móti sem varð. Og frá henni má rekja ætt kaup- eða verzlunarhringanna, sem nú um lengri eða skemri tíma hafa ofþjakað mönnum með ósvífinni upphækkun á verði ýmsra nauðsynja- vara, sem gera mönnum lífið erfitt, en raka auðnum saman á hendur einstakra manna. Önnur lífsskoðun komst þá ekki að; kirkjan og prestarnir stóðu ráðalaus frammi fyrir þessu; rétttrúnaðurinn hafði ekki nógu lifandi orð til að yfirbuga þetta. Það varð að vera eitthvað nýtt, sem kæmi fram til þess að vekja aftur trúna á hið andlega líf.' Pað þurfti að skapa nýja lífsskoðun. Og þá lífsskoðun tók guð- spekin að sér að skapa. Petta virðist nú ef til vill vera að reisa sér hurðarás um ðxl. En samt hefur það heppnast, þó undarlegt kunni að þykja. Efnishyggjan stendur þeim manni nærri, sem lætur tóm tví- sýn veraldargæði, völd, auð, mannvirðingar, lífsnautnir o. s. frv. taka upp allan tíman fyrir sér. Hann hefur engan tíma til að hugsa um annað; og sumum finst þeir enga þörf hafa á því. Þeim er þessi takmarkaði stundarheimur nógur eins og hann er — um stundarsakir. Gagnvart þessum andlega dauða reis guðspek- in. Hún reis öndverð á móti annari hliðinni af grundvallarkenningu Darwíns, að alt lífið væri eintóm barátta fyrir tilverunni, og sá sterk- ari hefði ætíð sigurinn, án tillits til þess, hvort það vœri ilt eða gott. En að hinni hliðinni sneri hún sér, að í allri tilverunni væri sífeld- ur þroski fram á við, og að því leyti væri barátta, að hið góða ætti í sífeldu stríði við hið illa. Og að höfuðmarkmiði sínu gerði hún það, að berjast fyrir því, að koma inn hjá mann- kyninu þeirri trú, að það væri, eða að minsta kosti ætti að vera, eitt samfelt bræðralag án til- lits til nokkurs annars en þess eins að það væru menn. En samhliða þessu setti hún guð og 21

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.