Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 45

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 45
SMÁSÖOUR OG LAUSAVÍSUR 165 sjónarmiði þröngsýninnar og bókstafstrúarinnar. Menn verða að kunna að dæma, þegar eitthvert mál er rætt eða rifið niður. Og það getur eng- inn nema að hann hafi kynt sér báðar hliðar til hlítar. Og það eitt vil eg segja, að holl- ari og skynsamlegri uppbyggingu og andlegan fróðleik veitir »Lífstiginn« hverjum manni en »Tákn tímanna*, sem einhver sunnlenzkur kaupa- sendill hefur verið að reynaað troða inn á hvert einasta heimili hér í vor. Málið á »Lífsstiganum« er ágætt og mörg nýyrði heppileg; helzt mætti geta þess, að orð- ið »innsæi« gefi ekki góða hugmynd um það, sem kallað er iniuitlon-, það er öllu heldur held- ur hugsæi, eða sá mátlur andans að geta séð andleg sannindi, þannig að hömlur þær, er lík- amleikinn gerir, standi þar ekki á milli. Orðið er úr latínu, myndað af intueor, sem þýðir að horfa á. Einar Helgason: Rósir. Rvík. 1916. Kver þetta er kenslubók í blómarækt, eink- uni innanhúss, og er þar fyrst almenn leiðbein- •ng um ýmsar tegundir moldar og áburðarteg- undir, sem eiga við blóm, og síðan almennar leiðbeiningar um blómrækt yfir höfuð. Svo er talinn upp mesti fjöldi stofublóma og skraut- jnrta, og fyrirsagnir um meðferð þeirra, hverr- ar tegundar fyrir sig. Leiðbeiningar þessar eru allar léttar og Ijósar og ætti hver maður, sem hefur hug á þessu máli, að prýða hús sín blóm- ntn, að geta það eftir þessu kveri. Einar Helgason á miklar þakkir skilið af landsmönnum fyrir þessi tvö síðustu rit sín, Bjarkir og Rósir, og áhuga þann, sem hann hefur á því að fá menn til ao prýða heimili S|n. Það hafa því miður fáir hugmynd um bað, ijvað fegurð bæði utan húss og innan styður að því, að göfga og fegra hugsunarhátt manna. Og tré í kringum hús og blóm með- fram veggjunum og í pottum innan húss er vafalaust ódýrasta híbýlaprýðin sem hægt er að fá. Hún kostar lítið annað en stundarvinnu við og við, þegar menn mundu ef til vill ann- ars eyða tímanum til lítils eða einskis. Og gleðin sem hún veitir er sönn og hrein og vekur göfugar tilfinningar í brjósti manns. /• /• Smásögur og Iausavísur. Eitt af því marga, sem vanrækt hefur verið hér á landi, og það tilfinnanlega umfram það, sem gerzt hefur erlendis, er að safna saman smásögum, skrítlum og fyndnissvörum, sem geymst hafa hér manna á milli á vörum þjóðarinnar. Utlendar þjóðir eiga til stór söfn af slíku, og útlend skemtiblöð hafa oft og ein- att dálítinn kafla í hverju blaði af slíkum smá- sögum. Oft eru þær að vísu lélegar og fyndn- in ærið bragðdauf, en altaf hittast við og við smellnar sögur og hnittileg tilsvör, sem eru bæði skarpleg ag hlægileg, stundum viturleg og vekjandi, og geta að minsta kosti verið til gamans um stundar sakir. Stundum hafa komið einhverjar af þessum smásögum út í íslenzkum blöðum og tímarit- um, en bæði hefur það verið ærið strjált og oft ekki vel valið. Eg veit heldur ekki til þess að nein af hinum betri smásögusöfnum séu hér neinstaðar til, svo að menn hafa orðið að sætta sig við hrafl það, sem er að fá í útlendum blöðum, »111. Fam.-Journal« o. fl. Nú er eitt sem er víst: íslendingar eru ekk- ert heimskari eða ófyndnari en annað fólk, og það gengur hér manna á milli heilmikill forði af slíkum smásögum, bæði alment og einkum þó af nafngreindum mönnum, bæði eldri og yngri. Margar þessar smásögur og fyndnis- svör eru auðvitað lítils virði, en margt af því er líka svo smellið og skrítið, að það stendur alls ekki á baki því bezta, sem finst í útlend- um söfnum. Mörgum manni hrýtur oft óafvit- andi meinfyndið svar af vörum, sem óðara gleymist, en oft vill þó svo heppilcga til, að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.