Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 46

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 46
166 NYJAR KVÓLDVOKUR. einhver verður til að heyra það, muna það, segja frá því og forða því svo frá glötun. En svo er annar fjársjóður, sem vér íslend- ingar eigum, sem ekki er minna virði, og það því fremur, sem útlendar þjóðir eiga lítið til af því. Það eru lausavísurnar og vísnabotn- arnir. Pað eru og hafa verið undarlega marg- ir íslendingar hagorðir, og það vel hagorðir, og það er ótæmandi sjóður af lausavísum til á vörum þjóðarinnar; að vísu er margt af því Iélegt og einskivirði, en margar lausavísur eru til meinskáldlegar og smellnar, bæði að formi, hugsun og orðfæri. Og þegar hagyrðingarnir hafa leitt saman hesta sína að gera bragraunir eða hafa botnað vísur hver fyrir öðrum, hafa oft komið fram hrein snildarverk í smáum stíl. Petta var gaman þjóðarinnar á fyrri tímum, á meðan hún hafði úr fáu að moða, bæði að kasta fram vísum um hvað eina, kveðast á í rökkrunum og skanderast, sem kallað var, og segja frá vísum og vísubotnum og tildrögum il þeirra. En nú er öðru máli að gegna. Karlarnir og einkum kerlingarnar, sem kunnu ósköpin öll af þessu, eru tiú óðum að deyja og fara í gröfina, og það sem verra er, sög- urnar og vísurnar með þeim. Og unga fólkið hefur ekki lært það. Pað eru nú orðnar svo margar götur að fara, að afla sér skemtunar, að þessar hinar gömlu eru orðnar úreltar; og svo vilja menn gleyma þeim; fara heldur nýjar þjóðbrautir en gömlu göturnar. Pær grasgróa og hverfa, og öll sú »rómantík« er þeim var samfara. Nú er þjóðin orðin svo »mentuð«, að menn eru hættir að kasta fram lausavísum að mestu; það er ekki nógu móðins fínt; heldur þá gefa út kvæðabók, þar sem hver tekur upp eftir öðrum og þynnir þá út Steingrím og Matthías, Einar Ben. og Stefán G. En þó menn geri þetta nú, en liafi hætt við lausavísurnar, þá þarf ekki fyrir það að snara hinu eldra fyrir borð. Pað er blábert ræktarleysi við þjóð sína og æltjörð að varpa slíku á glæ og ofurselja það gleymskunni. Pað er þegar alt of margt af slíku týnt og tröllum gefið, og því öll þörf að bjarga því sem eftir er. Menn safna forn- gripum, merkum og ómerkum, í fornmenjasafn landsins, og er það góðra gjalda vert, enda er það safn þegar orðið afarmerkilegt fyrir menn- ingarsögu landsins. Og þó var of seint byrj- að að safna þeim. Flest það bezta og ágætasta var þá þegar komið út úr landinu fyrir lítið verð, svo sem Valþjófsstaðakirkjuhurðin, Grund- arstólarnir, fjöldi af fornu, listilega gerðu kven- silfri o. m. fl., sem flækist nú í söfnum ytra, oft einstakra manna. Pá hafði enginn vit á að meta þetta. Dýrindislistaverk af kvensilfri var selt eftir vigt móti útlendum aurum, en listin einskis metin. Sumt var brætt upp til annara smíða. Pað má ekki fara eins með andlégu fjársjóðina. Pjóðsögum og þjóðlögum, þulum og gátum og nokkru af fornum kvæðum hefur verið safnað og það gefið út. Pað er þó varð- veitt frá eyðingunni, sem í þeim söfnum er. en smásögurnar, skrítlurnar og lausavísurnar með sínum atvikum, sem að þeim standa, bíða enn sinnar lausnarstundar. Og alt er þó þetta mikils virði, því að auk þess að það er oft aðdáanlega gaman að smellinni skrítlu og hnittinni lausavísu eða heppilegum vísubotni, getur oft í hvorutveggja verið fólgið mikilsvarðandi sönnunargagn fyrir einu og öðru atriði í menningarsögu landsins, ef menn vita frá hvaða tíma sagan eða vísan er. Pað eru nú vinsamleg tilmæli Kvöldvakanna til allra þeirra, er smásögur eða skrítlur kunna frá fyrri tímum eða síðari, hvort sem er um nafngreinda menn eða ekki, eða lausavísur eða vísubotna, sem eitthvað er við, og þeir vita al- vik að, að skrifa það upp sem réttast og sann- ast sem þeir kunna, og senda það til Pórhalls prentara Bjarnarsonar eða undirritaðs. Munu þá Kvv. smásaman birta það af þessu, sem þeim þykir þess vert og gjalda ritlaun fyrir það sem prentað verður. Ef sögurnar eru um nafngreinda menn, mun allrar varúðar gætt með að leyna nöfnunum í þeim sögum, er prentaðar yrðu, einkum ef þær eru um núlifandi menn, eða ná- komna menn núlifandi mönnum, enda þótt varla yrðu prentaðar sögur, sem á nokkurn hátt gætu orðið þeim til niðrunar, er við sögurnar eða

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.