Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 47

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 47
DIÓGENES OG TILSVÖR HANS 167 vísumar væru riðnir. Kunnugt er það að vísu af kvæðabókum okkar sumum, að menn hafa ekki verið svo sýtingssamir með það, að láta nöfn manna flakka, en samt viljum vér slá þenn- an varnagla, til þess að það verði ekki því til fyrirstöðu að sögurnar yrðu sendar. Við viljum bæði óska og vona, að menn bregðist vel við þessari málaleitun vorri, og það svo, að í næsta árgangi ritsins gæti orðið ákveðinn bálkur þessa efnis í hverju hefti. fónas fónasson, kennari. Diógenes og tilsvör hans. Diógenes var grískur heimspekingur, sem Var uppi á dögum Alexanders mikla. Ganga margar sögur af hnittni hans í svörum og fyndnis- 0rðum, og skal hér getið nokkurra þeirra: — Einhverju sinni sá hann ungan mann vera að hend grjóti í trékross. Þá varð honum að 0rði við piltinn: »Pað er auðséð, að þarna 'endirðu á endanum.« ~~ Oðru sinni var maður nokkur að ræða Utn það, hvernig væri á himnum og fór um Nð mörgum orðum. »Rétt er nú það,« sagði ^■ógenes, »hvenær komst þú ofan af himnum?« ~~ Einhverju sinni heyrði hann mann segja að það væri ilt að lifa. »Rað er ekki ilt að *ifa,« sagði hann þá, »en það er ilt að lifa illa.« ~~ Hann sagði að vísindin væru stilling ung- um m°nnum, huggun hinum gömlu, auðlegð hinum snauðu og prýði hinna auðugu. ~ Einusinni var hann að halda tölu um al- varleg málefni, og nærfelt enginn kom til að iusta á hann. Þá tók hann upp á þvf að §arga eftir einum fuglinum eftirannan; flyktist Pá að honum fjöldi fólks. Hóf hann þá ræðu sina og snupraði þá vægðarlaust fyrir það, að þeir flyktust að þegar einber hégómi væri á Seiði, en alvarleg sannindi vildu þeir hvorki sjá né heyra. *“• Einhverju sinni var hann spurður, hvar íGrikklandi hann hefði séð efnilegasta karlmenn. »Karlmenn reyndar hvergi,« sagði hann, »en drengi hef eg séð í Spörtu.« — Öðru sinni sá hann 'bogmann sem var að skjóta í mark, en var klaufi og hæfði ekki. Diógenes settist þá hjá markinu ogsagði: »Þetta geri eg til til þess að hann hitti mig ekki.« Hann hélt sér væri hvergi óhætt nema þar. — Einusinni bað hann mann að gefa sér skilding og sagði um leið: »Ef þú hefur gefið öðrum þá gefðu mér Iíka. Ef þú hefur engum gefið, þá byrjaðu á mér.« — Einu sinni hljóp frá honum þræll, sem hann átti. Menn réðu honum til að láta leita þrælsins, en þá svaraði hann: »Rað væri meira en hlægilegt, ef hann getur lifað án mín, að eg ætti ekki að geta lifað án hans.« Legsteinninn. Einhverntíma fyrir löngu var uppi í Pól- landi greifafrú nokkur, er hafði orðið orðlögð um alt fyrir harðneskju sína og vonzku. Sér- staklega gengu margar sögur af því, hvað hún var vond við bændur þá, er undir hana voru gefnir; féfletti hún þá miskunarlaust og lét refsa þeim grimmilega, hvað lítið sem út af bar. Þegar hún dó, arfleiddi hún klaustur það, er veitti henni syndalausn fyrir dauðann, að öllum eignum sínum. Klaustrið vildi sýna þakkláts- semi sína í einhverju, og lét reisa henni dýr- indislegstein, steyptan úr eyri á leiði hennar í kirkjugarðinum. Var þar á rituð afarlöng og íburðarmikil grafskrift, og þess svo sem getið, að hin hásæla greifafrú hefði gefið klaustrinu allar eignir sínar, og væri nú inngengin til þeirrar eilífu sælu. Nóttina eftir sló eldingu niður í legsteininn og bræddi hann allan og skemdi, svo að nærfelt ekkert var eftir af graf- skriftinni, nema einstökustafir á stangli. En ef stafir þessir voru lesnir saman eftir röð, mátli fá út úr þeim orðin: *Hún er fordœmd«. »Sagan er sönn,« segir Heinrich v. Kleist

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.