Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 7
Björgvin Guðmundsson: Um leikritið Fróðá. Ekkert ætti að vera íslenzku þjóðinni meira gleði- efni en vel unnin einstaklingsafrek á hvaða sviði sem er, og þó alveg sérstaklega á sviði vísinda, lista og bókmennta. Það er nú einu sm'M svo, að við höfum enga að- stöðu til að vekja á okkur heimsathygli fyrir risa- vaxin mannvirki eða annað slíkt, sem stórveldin hafa tök á að framkvæma. En á andlega sviðinu er þessu háttað á annan veg. Þrátt fyrir fólksfæðina höfum við ekki einungis rétt til, — heldur eigum við blátt áfram að láta okkur dreyma andlega stórveld- isdrauma. Að við getum verið þess megnug, þrátt fyrir allt, að leggja veröldinni til andleg verðmæti á borð við stórþjóðirnar, svo heimurinn líti upp til vor sem menningarþjóðar, jafnframt því að slík þjóðstefna hlýtur að gera þjóðina að andlegum aðli í orðsins beztu merkingu. Hver þjóð verður stærst í því, sem hún dýrkar mest, því að einstaklingurinn sækist ætíð mest eftir því, sem aflar honum trausts og álits. Helgasta gæfa þjóðanna er því það, að dýrka lífræn og nytsöm verðmæti. Og það er að mínum dómi lífs- spursmál fyrir okkur að vakna til með- vitundar og áhuga fyrir framanskráðum menningargreinum, svo skapast geti jarð- vegur fyrir sérgáfaða einstaklinga, til að spretta upp úr og dafna í. Og það því fremur, sem hér er um að ræða þau verð- mæti, sem við erum líklegust til að fram- leiða. En, því miður, hafa tilraunir okkar í þá átt, að skapa slíkan jarðveg farið mjög í handaskolum að svo komnu. Við höfum varið of fjár í námsstyrki, en ekki hugsað út í, að skapa lífsskilyrði eða markað fyrir lista- eða vísindamanninn að náminu loknu, sem þó var aðalatriðið. Sama er um skáldastyrkina að segja, að þeir koma að sáralitlum notum, meðan N.-Kv. XXXII. árg, 1,—3. h. Jóhann Frímann. hugsunarháttur þjóðarinnar er óbreyttur, því fá eða engin skáld hafa skap til að yrkja æfina út, enda þó þeim sé borgað fyrir það af opinberu fé, ef þau hafa jafn- framt vitneskju um, að enginn vilji líta við því, sem þau yrkja. Þetta styrkja- brask minnir því helzt á bónda, sem sáir í garðinn sinn að vorinu, en hlúir svo ekki frekar að honum yfir sumarið né hirðir uppskeruna að haustinu. Það, sem leggja þarf áherzlu á í þessu sambandi, er að vekja hókmenntalegan áhuga þjóðar- innar sjálfrar, og er það einkum hlutverk blaðanna og skólanna. En ef dæma skal af dvínandi bóka- og listhneigð an. Qnn- ings þrátt fyrir stór-auknar blaðaútgafur og skólagöngur, freistast maður til að l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.