Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 28
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Þegar honum hafði orðið það ljóst, að það var ekki Hilda, sem var trúlofuð, hafði hann orðið svo gagntekinn af sælu- þrunginni hamingjukennd, að hann blátt áfram gleymdi að hugsa skynsamlega. Hún var þá á Vesturlandi — jæja gott, svo færi hann þangað líka. — Vesturland- ið var ferðamannaland. — Og var ekki skriðjökullinn heima hjá henni eitthvað af því fegursta, sem Vesturland hafði til sýnis? Var því ekki eðlilegt, að hann legði leið sína þangað til að sjá hann — og þá var ekkert eðlilegra, en að hann kæmi við á sýslumannssetrinu og heilsaði upp á Hildu, úr því hann á annað borð var á þeim slóðum? Honum hafði virzt allt saman svo blátt áfram — þangað til rétt núna. Það hafði verið ætlun hans að fara með bílnum yfir fjallið morguninn eftir. Hann var fyrir löngu búinn að panta sæti — frammí hjá bílstjóranum — svo að hann gæti haft gát á öllum þeim, sem færu fram hjá. Maður gat aldrei vitað. Hún gæti verið, hvar sem vera vildi, hinum megin fjallsins. En nú sat hann og hugsaði sig um. Þegar hann nú hitti hana aftur — hvað þá? Myndi henni skiljast, að það væri ást, sem knúði hann áfram til hennar? Myndi hún ekki líta á hann eins og bráð- ókunnugan og segja: Ég þekki yður ekk- ert. Hún myndi ef til vill alls ekki þekkja hann aftur, þau sem höfðu aðeins hitzt tvisvar-þrisvar sinnum. Þetta var allt saman hlægilegt. Hann var hlægilegur — hann dr. med. Páll Kaas. Að vera að eltast við ævintýri. Ævin- týri! Hafði hann virkilega ságt annað eins og: ævintýrið mitt! Og að verða ástfanginn í lítilli stúlku með gulan hrokkinkoll og blá augu — lítilli stúlku, sem ef til vill lék sér ennþá að brúðum. Hann stóð upp, sló öskuna úr pípu sinni og fór svo ofan og sagði lausu bílsætinu til Vesturlands. „Jæja — þá er þrví lokið“, sagði hann hálfhátt — en hann fann greinilega, að hann var að skrökva að sjálfum sér. Daginn eftir ók hann upp eftir Guð- brandsdal. Því eitthvað varð hann að fara. Hann sat frammí hjá bílstjóranum, af hreinni tilviljun — því hér var ekkL eftir neinu að líta. Það var ákaflega heitt í veðri. Hann sat og lygndi augunum og dorm- aði og dreymdi. Og draumarnir gengu óboðnar leiðir. Þá! — hann rétti úr sér — nei, þetta var enginn draumur! Á barðinu hægra megin við brautina stóð Hilda — hún studdist við hrífu, og við hliðina á henni stóð stór mjólkurbrúsi. ------Hann stóð augnablik og horfði á eftir bílnum, sem þaut áfram frá honum og ferðakofforti hans. — Svo skákaði hann koffortinu á vegbrúnina, lagði frakkann ofan á það og gekk hratt upp til Hildu. „Þér hérna!“ Hilda varð svo hissa, að hún greip andann á lofti. „Já — og þér hérna líka“, sagði hann og hló. „Hvert — hvert eruð þér að fara?“ „Hingað“. „Hingað?“ „Já, hingaÖ. Ætlið þér ekki að rétta mér höndina?" „Jú, auðvitað“. Hilda hló órólega, skipti svo hrífunni úr hægri hendi yfir í vinstri — og mundi svo allt í einu eftir verka- fólkinu, sem beið neðra. „Æ, fólkið — ég verð — viljið þér af- saka mig ofurlitla stund. Eg verð að fara ofan á engjar með drykk handa sláttu- fólkinu. Ef þér hafið ætlað yður að spjalla dálítið við mig, áður en þér haldið áfram, þá kem ég rétt strax aftur“. „Eg held ekki áfram. Eg sagðist ætla. hingað".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.