Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 18
12 NÝJAR KVÖLDVÖKUR um — hamingjan má vita, hvar og með hverjum“, sagði hann gremjulega. — „Hvar og með hverjum“, endurtók frú Hauss. „Gerirðu henni nú ekki rangt til?“ Erlingur hoppaði ofan af eldhússborð- inu. Hann reikaði fram og aftur um gólf- ið í hinu litla eldhúsi. „Jú — það geri ég“, játaði hann hrein- skilnislega. „Hún reynir aldrei að dylja, hvorki hvar hún hafi verið, né með hverj- um. Litla stúlkan mín er ærleg og hrein- skilnin sjálf, en —“ „Litla stúlkan þín. — Já, Erlingur, þú verður að muna, að hún er bara lítil stúlka. — Nú veltur allt á þér. En það þarf bæði mikla þolinmæði og ást. — Og þú hefir ekki mikið af hvorugu þessu“, sagði frú Hauss stillilega. „Mamma!“ „Erlingur!“ „Hvernig geturðu sagt —“ „Æ góði Erlingur — ég hefi séð ykkur saman — öll þrjú“. „Mamma — þú hefðir ekki átt að segja það — sem ég vil ekki einu sinni hugsa“. „Ég kenni í brjósti um barnið — hún elskar þig“. „Elskar! Veit Hilda nokkuð, hvað það er að elska? Heldurðu? Ef Hilda vissi það — heldurðu þá, að ég hefði svo mikið sem litið á aðra?“ Hann hló sárt. „Til hvers erum við annars að tala um þótta, mamma mín. — Hún er nú einu sinni stúlkan mín litla og mun alltaf verða það — og ég ætti máske að líta inn til þeirra núna. Hún er ef til vill heima.“ „Og ef ekki?“ „Þá er Aníta heima“. „Það er hún vafalaust“. „Mamma — það er eitthvað í málrómn- um þínum —“. „Fyrirgefðu, drengurinn minn. — En mér þykir svo vænt um Hildu litlu. — Hún er ung og hugsunarlaus. Þú ert full- þroska maður og ættir að vera umburðar- lyndur“. „Elsku góða mamma mín — ég skal vera svo góður við litlu stúlkuna hugsun- arlausu — bless á meðan“. Hann bretti frakkakraganum alveg upp og gekk hægt gegnum Hallargarðinn. Það snjóaði, og hráslaga-vindur þeytti þung- um snjóflyksunum framan í hann. Hann skeytti því engu. — Hann var að hugsa um móður sína. — Hvernig hafði hún komizt að þessu? Og honum varð hugsað til baka, fyrsta inndæla mánuðinn, er þau Hilda fóru af einni skemmtuninni á aðra. — Hún þráði alltaf meira og meira. Hvernig honum smámsaman fór að leið- ast þetta. — Hann hafði allan hugann við starf sitt. Hann gat setið lengi og spjallað um það. Vildi gjarnan mæta skilningi og samúð í þeim efnum. Og hann gerði það líka. Hjá Anítu. Hilda geispaði — og ruggaði sér fram og aftur í litla ruggustólnum sínum. Eða þá sat hún á borð-brúninni og spilaði hljóm- syrpur úr öllu mögulegu, og spjallaði samtímis við Möllu frænku — um allt mögulegt. Og hvað hún gat verið elsku- leg, þegar hún fleygði sér um hálsinn á honum og bað hann svo innilega um að tala ekki um viðskiftamál. Hvernig hafði það eiginlega atvikast, að hann smám- saman hallaðist að Anítu. — Já, sá sem gæti nú leyst úr því. Jæja. Hann var nú karlmaður. Og átti vilja. Og hann var trúlofaður Hildu. — — Hann rétti ósjálf- rátt úr sér og gekk síðan rösklega upp eftir í áttina til Skógvegarins. — Hilda var ekki heima — en Aníta sat inni við sauma, sagði Malla frænka. Hálfri stundu eftir að Erlingur var far- inn að heiman, var hringt að dyrum hjá frú Hauss. Fyrir utan stóð Hilda rjóð og brosandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.