Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 42
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Hann var ekki í burtu nema fáeinar mín- útur og kom svo aftur með vatnsbelg. Díana hikaði augnablik og datt í hug, hvað ef til vill kynni að vera í belgnum, en þó aðeins augnablik. Hún var alltof þjáð af þorsta til þess, að hún gæti leyft sér að vera drykkjarvönd eða sýna nokk- urn tepruskap. Hún greip því rösklega einn bollann, sem hafði oltið að fótum hennar, skolaði hann vandlega og drakk svo úr honum. Vatnið var volgt og hálf- gert ýldubragð að því, en hún var of þyrst til þess að skeyta neitt um það. Og' þó það væri volgt, svalaði það hinum brennandi þorsta og hressti hana ofurlítið. Núbíu-svertinginn fór svo burt aftur, og konan ein var eftir og bograði við glóðar- kerið. Díana gekk aftur yfir að fleti sínu og fleygði sér örmagna niður í koddana. Viðburðir þessara síðustu mínútna höfðu reynt miklu meir á hana, heldur en hún eiginlega hafði gert sér í hugarlund. Hún skalf og riðaði á fótunum, og henni þótti afar vænt um að geta setzt niður En nú var hún ekki framar vitund niðurbeygð og kjarklaus! Það hafði endurvakið sjálfstraust hennar og aukið henni sið- ferðilegt þrek, að hún var líkamlega sterkari en konan þarna, og að stóri Nú- bíu-svertinginn hafði orðið að hlýða vilja hennar. Hún var í hræðilegum kringumstæðum -— raunverulega ægilegum — en vonin lifði þó enn í brjósti hennar. Síðan hún hafði raknað við aftur úr rotinu, hafði hún ekki séð aðra en konuna og Núbíu- svertingjann, og gat það verið vottur þess, að Ibrahim Ómair væri fjarverandi. Henni þótti ósennilegt, þó henni dytti það í hug sem snöggvast, að hann af ásettu ráði væri að draga tímann, áður en hann kæmi til að líta eftir fanga sínum, í því skyni að valda henni því meiri og lengri sálarkvölum. Svo hnitmiðaða og gerhugsaða fúlmennsku bjóst hún ekki við, að hann ætti í fórum sínum. Fjar- vera hans jók henni afl og hugrekki. Bara að hann kæmi ekki, fyrr en Ahmed væri kominn! Því að hún treysti því hiklaust, að hann myndi koma. Bara að hann kæmi nógu snemma! Það hlutu að vera margar klukkustundir liðnar, síðan ráðist var á þau úr launsátrinu. Það hafði verið að af- liðnu hádegi, og nú sá hún, að komið var kvöld, því að búið var að kveikja á lampa. En hve langt var liðið á kvöldið, vissi hún ekki: Nú hlutu menn að hafa orðið vísari hvarfs hennar og Gastons og fylgdarliðs þeirra. Og höfðinginn myndi þegar skilja, hve þau væru í hættu stödd. Og hún var alveg sannfærð um, að hann myndi koma! Hún var ekki í minnsta vafa um það, þrátt fyrir breytta framkomu hans. Jafnvel þótt hann ef til vill væri orðinn afhuga henni, myndi þó afbrýði- semi Austurlandabúans, sem var svo rót- gróin í eðli hans, ekki leyfa honum að láta hana sleppa sér svo auðveldlega úr greipum. Sjálfum gæti honum ef til vill dottið í hug að losa sig við hana, en eng- inn annar mundi óhegnt fá að ræna henni frá honum. Hið næma kveneðli hennar hafði greinilega skynjað afbrýðisemi þá, er stjórnað hafði gerðum hans alla hina gleðisnauðu daga, síðan Saint Hubert kom til þeirra. Afbrýðisemi, sem bæði var til- efnislaus og óréttmæt, en hún þó varð að pínast undir að ósekju. Og þótt ekki væri um neitt annað né meira að ræða, þá myndi þessi stjórnlausa afbrýðisemi, sem sat svo djúpt í honum, keyra hann áfi'am til hennar. Hann myndi koma! Þrátt fyr- ir allt myndi hann koma! Og hún hvísl- aði orðunum upp aftur og aftur, eins og jafnvel hljóðið eitt væri henni til hug- hreystingar og huggunar. Allt í einu hrökk hún við, er hún heyrði karlmannsraddir í tjaldinu, sem var áfast við litla tjaldið, sem hún var í. Hún greip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.