Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 38
32 NÝJAR KVÖLDVÖKUR á þyrpinguna umhverfis. Gaston. Hin fáu ógreinilegu orð, sem þjónninn hafði getað hvíslað, höfðu staðfest ótta þann, er hann hafði barist við að bæla niður frá þvi augnabliki, er hann varð þess var, að Dí- ana var á brott. Hann hafði séð Ibrahim Ómair aðeins einu sinni á ævinni fyrir tíu árum síðan, er hann hafði fylgt Ahmed Ben Hassan eldri til Algeirsborgar, þar sem hinir voldugu höfðingjar áttu að hittast undir umsjá hinnar frönsku stjórnar, en endur- minningin um ræningjahöfðingja þennan hafði síðan staðið honum skýrt fyrir hug- skotsjónum. Enn þann dag í dag sá hann hann fyrir sér stórvaxinn, feitan og þung- lamalegan með þrútið andlit og svipinn mótaðan og merktan af löstum og óreglu. Ibrahim Ómair og hin grannvaxna fín- gerva litla kona, sem hann hafði metið svo lítils. Díana! Hann beit saman tönn- um gegnum vindlinginn í munni sér. Hin átsæðulausa afbrýðisemi og reiði-ofsi, sem gagnrýni Raouls hafði vakið hjá honum kvöldið góða, hafði bitnað á hinni sak- lausu orsök þessa. Það var hún, en ekki Saint Hubert, sem hafði orðið fyrir bræði hans. Hinni grimmúðugu skapgerð hans hafði verið það nautn að sjá svipbrigðin á andliti hennar, undrun, hik og ráðaleysi, er skiftist á við óttann, er á ný hafði log- að upp í bláum augum hennar, sem í tvo mánuði höfðu horfst í augu við hann með djarmannlegu trúnaðartrausti, og með hörkulegum ruddaskap hafði hann gefið henni í skyn óánægju sína, Síðast í gær- kvöld hafði nærgætnisleysi hans og óbil- girni og óvenjulegt önuglyndi gert hana óttaslegna hvað eftir annað, og er Saint Hubert var farinn til tjalds síns, hafði hann horft á hana og lesið í augum henn- ar, er störðu á hann í forviða undrun, og í því illa skapi, er hann þá var í, vaknaði hjá honum djöfulleg fýsn til að pína hana og kvelja enn betur. Hin þögula ásökun, er hann las í augum hennai’, hafði gert hann ákaflega æstan, og vakið í honum alla þá bræði og vonsku, sem hann hafði barist við að bæla niður alla síðastliðna viku. Og samt sem áður — er hann hélt henni magnlausri og bjargarþrota í fangi sér, og hún skalf og nötraði og kveið fyrir faðmlögum hans, sem engin blíðuhót voru, heldur aðeins útrás ofsa hans og bræði, og er ásökunin í augum hennar breyttist í þögula og auðmjúka bæn um vægð, vildi það til á ný, að hann varð ekki var þeirrar fagnaðarþrungnu sigur-vímu, sem hann hafði búist við að finna til við að sjá angist hennar, og hafði hann því orðið enn óþolinmóðari og önuglyndari en áður. Sterkur hjartsláttur hennar, grát- hixti og andköf hennar, meðvitundin um vald það, er hann hafði yfir henni, veitti honum eigi þann djöfullega fögnuð, er hann hafði búist við, og hann hafði þeytt henni frá sér, formælt henni með hrotta- legu orðbragði, unz hún hafði flúið inn í hitt herbergið með hendur fyrir eyrum til þess að heyra ekki meira. Og nú í morgun hafði hann farið frá henni án þess að mæla við hana nokkurt orð eða gefa henni nokkurt merki, er ef til vill hefði getað útmáð endurminninguna um kvöldið áður. Að vísu hafði þetta ekki verið tilgangur hans, en er Saint Hubert færðist undan að fara með honum, visn- uðu allar blíðutilfinningar í brjósti hans, og bræði hans, sem blossaði upp á ný, hafði knúið hann út úr tjaldinu án þess að líta fyrst inn til hennar, eins og hann hafði ætlað sér. Og nú? Nú brann í hjarta hans eldheit þrá eftir að halda henni í faðmi sér og kyssa tárin af augum hennar og roðann fram á bleikar varir hennar, og hann var svo eirðarlaus, að hann gat varla beðið. Á þessari stundu myndi hann glaður hafa látið líf sitt til að sópa hverjum skugga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.