Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 48
42 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sem kenndur er við Neanderdal í Díissel- dorfhéraðinu á Þýzkalandi en þar hafa fundist ríkulegustar minjar umþjóð þessa. Hér skal þá leitast við að bregða upp lítils háttar mynd af þjóð þessa-ri eftir því sem hinar jarðfundnu minjar gefa efni til. Vér bregðum oss nokkrar árþúsundir aftur í tímann. Hinn síðasti fimbulvetur ísaldarinnar er að ganga í garð. Víðlend- ar jökulbreiður þekja hálendi Alpafjalla, og skriðjökulstungur teygja sig niður í hvern dal og jökulfossar falla hvarvetna niður um snarbrött fjallaskörð. Jökul- breiða er að teygja sig yfir norðurströnd Þýzkalands. Það er suðurbrún hins víð- lenda jökulflæmis, sem þekur Skandi- navíu alla og fyllir Eystrasalt allt. Sunn- an megin jökulsins, þar sem nú liggja akurlendi og laufskógar Mið-Evrópu, ásamt stórborgum hennar eru víðlendar mýraflatneskjur eða mosaþembur með strjálum gróðri lyngs og smárunna. Stór- ar skellur eru þar litaðar af gulum hrein- dýramosa en hin hreinhvítu blóm holtasól- eyjarinnar eru helztu skrautblómin, sem fegra hina tilbreytingarsnauðu auðn. All- ur þessi gróður er með líkum hætti og nú gerist á öræfum íslands eða í heimskauta- löndunum. Á einstöku stöðum eru krækl- óttir birki- eða víðirunnar, og fjalldrapi er þar víða. Fátt er um dýr þar norður undir ísbreiðunni, mest ber þar á vað- fuglum ýmsum, en einnig eru þar stórar hjarðir hreindýra, sem virðast una hag sínum vel. Nokkru sunnar hittum við fer- líkön mikil, kafloðin það er mammútinn, ísaldarfíllinn frægi. Ef til vill hittum við þarna ullaða nashyrninga, og síðast en ekki sízt, þá eru þarna stórir flokkar sauðnauta. Undan jökulröndinni falla vatnsmiklar jökulár. Þær grafa sér alldjúpa farvegu, þar sem bergið er gljúpt. En þær falla sjaldnast lengi í sömu rás, svo að margir farveganna eru nú þurrir og tómir. Inn undir bergið hafa grafizt hellisskútar, sem margir eru djúpir og veita þannig nokk- urt skjól fyrir næðingum þeim, sem standa af jöklinum. Inni í hellisskútum þessum eru híbýli Neanderdalsmannanna. Ekki myndi oss þykja þeir glæsilegir á~ sýndum. Þeir eru lágir vexti, varla yfir 150—160 cm. á hæð, en þrekvaxnir. Út- limir þeirra eru stórir, einkum eru þeir handleggj alangir, svo að af ber, minnir vaxtarlag þeirra mjög á Gorillaapa. Þeir ganga uppréttir að kalla má, en eru kið- fættir og fremur stirðlegir í hreyfingum. Andlitið er' dýrslegt á svip. Mest ber á því að þeir eru geysiframmyntir og kjálk- ar og tennur sterklegt með afbrigðum. Hakan er næstum engin, og yfir augun- um eru háir beingarðar en ennið lágt og aftursneitt. Heilabúið er lítið. Erfitt er að gera sér fulla grein fyrir gáfnafari þeirra, þó er líklegt, eftir gerð heilabúsins að dæma, að sjónin hafi verið skörp og þef- vísin næm. Þeir eru klæddir skinnum og kunna til eldkveikju. Þeir lifa á dýraveið- um, og hafa einskonar klunnalegar kylf- ur að vopni, dýraskrokkunum sundra þeir með lítt tilhöggnum tinnuflísum. En bæði mun það hafa verið, að engin gnótt er þarna af veiðidýrum, og eins hitt að þeim hefir verið tornáð með tækjum þeim, sem fyrir hendi voru, því þess þykjast menn sjá merki, að mannát hafi átt sér stað. Þessa hugmynd, sem nú hefir lýst verið, hafa menn getað gert sér af beina- og verkfæraleifum, sem fundizt hafa. Þegar fyrstu beinagrindurnar fundust í Nean- derdal, voru það ýmsir, sem báru brigður á að hér væri um slíka frumstæða menn að ræða. Seinni fundir .draga þar af allan vafa. Minjar um þennan þjóðflokk hafa síðar fundizt í flestum löndum Mið- og Vestur-Evrópu, og meira að segja hafa beinaleifar skyldra manntegunda fundizt austur um Asíu, jafnvel alla leið austur á Java og í Rhodesíu í Suður-Afríku. Lík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.