Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 36
30 NÝJAR KVÖLDVÖKUR heift, er jókst í sífellu og knúði hann að lokum heim aftur löngu áður, en hann hafði ætlað sér það. Og hann hafði þeyst hest-djöfli sínum svo ákaft og óvægilega, að jafnvel menn hans höfðu furðað sig á því. Hinn illi grunur hans hafði þó dvínað að mun, er hann kom heim og hitti Raul við skrifborðið niðursokkinn í ritstörf sín, og hann hafði því gengið inn í hitt her- bergið og búist við að hitta Díönu þar, og er hann kom þar að tómum kofum, hafði kaldur kvíðahrollur gagntekið hann all- an. í þessu tóma herbergi varð honum skyndilega ljóst, hvers virði þessi unga stúlka var honum, og augu hans fylltust kvíðafullri örvæntingu, er settist þar að og mótaði svip hans. Hann gekk út undir sóltjaldið og klapp- aði í hendurnar, og á svipstundu var einn þjóna hans þar kominn. Honum gaf hann fyrirskipanir sínar og beið svo kyrr, stakk höndunum inn undir vestis-felling- ar sínar, og milli samanbitinna tannanna hafði hann nýjan vindling, sem hann hafði gleymt að kveikja í. Saint Hubert kom út til hans. „Hvað heldurðu um þetta?“ spurði hann, og var dálítill áhyggjublær í röddinni. „Eg veit varla, hvað halda skal!“ svar- aði hinn stutt. „En er raunverulega nokkur hætta á ferðum?“ „Það er alltaf hætta á ferðum í eyði- mörkinni, og sérstaklega þegar þessi djöfull er á kreiki!“ Hann kastaði til höfði í áttina til landamæra Ibrahim Ómairs þar suður frá. „Hamingjan góða! Þú heldur þó ekki—“ Höfðinginn yppti aðeins öxlum og sneri sér að Yusef, sem kominn var með hálfa tylft manna. Spurningum og svörum var skiftst á í skyndi, síðan gefnar stuttar fyrirskipanir, og mennirnir þeystu af stað í ýmsar áttir, en Ahmed Ben Hassan sneri sér aftur að Saint Hubert. „Þrír varðmanna vorra hér fyrir sunnan sáu þau fyrir hádegið, en auðvit- að var ekki þeirra hlutverk að hafa gætur á ferðum þeirra, og hvort þau kæmu aft- ur. Ég fer þegar af stað, eftir svo sem tíu mínútur. Viltu fara með mér? Ágætt! Ég hefi boðsent liðsauka, ef við skyldum ekki vera komnir aftur að tólf stundum liðnum“. Rödd hans var róleg og köld. Það var því aðeins Raoul, er hafði þekkt hann frá æskuárum, sem gat lesið hin snöggu svipbrigði hans, um leið og hann gekk inn aftur í tjaldið. Greifinn dokaði við stundarkorn, en honum skildist fyllilega, að á þessu augnabliki var jafnvel ekki hans nær- veru óskað þarna inni í tóma tjaldinu, og hryggur í huga og með ofurlítilli gremju varð honum hugsað til þeirrar innilegu og sjaldgæfu vináttu og trúnaðartrausts, sem í full tuttugu ár hafði tengt þá saman, en myndi nú aldrei framar verða hið sama á ný. Hann tók það sárt að hugsa til þess, en nú virtist einhverjar ófærar tálmanir vera komnar þeirra á milli. En nú ráku áhyggjur hans út af Díönu allar aðrar hugsanir á dyr, og honum var þungt um hjarta, er hann gekk til tjalds síns. Tíu mínútum síðar þeysti Ahmed Ben Hassan út á eyðimörkina með Saint Hu- bert við hlið sér og all stóran hóp þögulla manna. Enginn mælti orð af vörum, og Raoul, sem var vanur hávaða og gaura- gangi Araba, brá nú við. Geigvænlegur grunur greip hann, er honum varð litið á þessa alvarlegu og þungbúnu riddarasveit. Hin næma skapgerð hans skynjaði þegar, að þetta var annað og meira en venjuleg- ur hjálpar-leiðangur. Orðstírr sá fyrir af- burða hermennsku og hugprýði, er gert hafði ættkvísl þess alkunna og skotið óvinum hennar skelk í bringu í marga mannsaldra, hafði stöðugt haldist ár frá ári, og undir stjórn og forustu tveggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.