Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 45
ARABAHÖFÐINGINN 39 Jþerraði hann hnífinn vandlega á fötum konunnar, með kuldalega grimmd afmál- aða í svip sínum, og stakk hnífnum á sig, og þá fyrst fleygði hann konunni frá sér, svo að lík hennar valt niður á gólfteppið milli hans og Díönu. Andartaksstund var dauðahljótt í tjald- inu, og Díana heyrði — eins og langt að -— dauf, reglubundin högg eins og tif í stórri klukku, en varð þess vör, að þetta voru hjartaslög hennar sjálfrar. Hún stóð sem steini lostin, lömuð og dauða-skelfd af hinum ægilegu viðburðum síðustu mínúturnar. Það var eins og hún gæti ekki slitið augun frá hreyfingarlausri konunni, sem lá á gólfteppinu fyrir fram- an hana, með hið djúpa sár á bi'jóstinu, ■sem blóðið rann ört úr og blettaði hinn dökka búning konunnar og rann síðan hægt út yfir gólfteppið. Hinar fáranleg- ustu hugsanir flugu gegnum höfuð henn- -ar. Hún hugsaði sljólega, að það væri -Ijótu leiðindin, að blóðið skyldi setja flekki í teppið — þetta var svo fallegt teppi. Hvað skyldi það annars kosta mik- ið í Biskra? — auðvitað minna heldur en í Lundúnum. Svo gleymdi hún teppinu, er henni var litið á andlit konunnar. Munnurinn stóð opinn og blóðrákin var farin að storkna, en Díana kom loksins til sjálfrar sín aftur, er hún athugaði augu hinnar dánu konu, sem voru eins og sprengd út úr höfðinu og spegluðu enn dauðaangistina og skelfingu þá, er á und- an hafði gengið. Það var eins og að Díönu yrði skyndilega ljóst, í hverri hættu hún var stödd. Hún bældi niður hjá sér hina megnu velgju, er brauzt upp í háls henn- ar, lyfti höfðinu hægt og varð þess vör, að Ibrahim Ómair starði á hana yfir lík konunnar á gólfinu. Díana horfðist djarflega í augu við hann — og hló! Hlátur eða óp, það vissi hún ekki! Hárið kfesstist svitstorkið ofan í ennið á henni, °g hún var að velta fyrir sér, hvort hún myndi nokkuru sinni framar geta opnað harðkreppta hnefana. Hún mátti ekki láta á því bera, að hún væri hrædd, og hvorki hljóða né láta líða yfir sig, fyrr en Ah- med kæmi. Ó, Guð minn góður, sendu hann_fljótt, fljótt! Rödd hennar brást al- gerlega, og hún beit á vörina. Hún varð að hafast eitthvað að til þess að vera ekki að hugsa um þessa hræðilegu, lífvana konu, sem lá fyrir fótum hennar. Nærri ósjálfrátt tók hún upp vindlingahylki sitt, sem skjálfandi fingur hennar rákust á í vasa hennar. Og nú sleit hún augu sín af þessari ægilegu sjón, sem hafði haldið þeim föstum, valdi sér góðan vindling í hylkinu, kveikti hægt og letilega í honum og fleygði svo logandi eldspýtunni kæru- leysislega fyrir fætur svertingjans, sem næstur stóð, og hafði ekki hreyft sig úr sporum, frá því er hann hafði reynt að stöðva Arabakonuna, en ekki tekist það. Hinir svertingjarnir tveir höfðu einnig staðið grafkyrrir eins og myndastyttur og varla litið við hinum hræðilegu at- burðum, sem fram höfðu farið fyrir aug- um þeirra. En nú kinkaði höfðingi þeirra kolli, og þá tóku þeir konulíkið og báru það út. Einn þeirra kom að vörmu spori inn aftur með nýhitað kaffi — svo hvarf hann hljóðlega út aftur. Þá laut Ibrahim Ómair fram á við og brosti ægilega ísmeigilega, og með því að klappa á koddann við hliðina á sér gerði hann Díönu það skiljanlega, að hún skyldi koma nær. Án þess áð láta nokkur svipbrigði lýsa andstyggð þeirri, er gagn- tók hana settist hún niður eins rólega og kæruleysislega, og henni var framast unnt. Henni varð flökurt af návist hans. Af honum var megnasti svita- og fitu- þefur og sterkja af illa hirtum hestum, — þessi megna og óþægilega lykt, sem alltaf loðir við þarlenda menn. Hún gat ekki lát- ið vera að minnast annars manns — and- stæðan var ægileg!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.