Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 51
BARNANNA VEGNA 45 kom að Baggers, var Henry einn hinna íyrstu, sem varð fyrir barðinu á óláninu. .Forstjórinn sagði, að sér þætti mjög fyrir, «n hvað skal segja? Er þau höfðu áttað sig og náð sér nokk- 'urnveginn eftir þetta mikla áfall, ræddu J>au málið og ákváðu, hvernig þau skyldu snúa sér við framtíðinni. Þau gátu ekki hugsað sér annað, en að Henry hlyti inn- an skamms að ná sér í eitthvað — og enn betra. Og þangað til gætu þau vel komist af. Þau höfðu ekki sparað neitt -saman, en Elísabet átti dálítið fé á vöxt- um, og þau höfðu gott lánstraust. Þau ■ áttu húsið sjálf og voru skuldlaus. Er reikningarnir síðar tóku að streyma að, urðu þau alveg hissa. Börnin máttu eigi verða vör við neinar breytingar. Þessvegna mátti aldrei minn- ast neitt á peninga, og ekki drepa á, að eigi væri allt eins og áður. Henry sagði ;,að þau gætu ekki látið þetta bitna á börnunum. Auðvitað yrðu þau sjálf að ■spara — yrðu ef til vill að láta sér nægja eina þjónustustúlku o. þ. h. En bílinn gætu þau ekki selt. Það myndi skerða lánstraust Henry’s, ef sannleikurinn yrði heyrum kunnur. Þau gáfu því í skyn — -án þess þó að segja það berum orðum — • að Henry hefði sjálfur sagt lausri stöðu sinni hjá Baggers, af því að hann ætti betri stöðu í vændum, og eiginlega hefði hann aldrei verið fyllilega ánægður þar. En hann hitti ekki á neitt betra. Hann vildi ekki lítillækka sig til að sækja um stöður þær, sem hann hefði getað fengið. Dg þær, sem hann sjálfur óskaði að fá, fékk hann ekki. Engin verzlunarhús sótt- ust eftir hálaunuðum auglýsingastjóra, sem Baggers hefði eigi þótzt hafa brúk fyrir. — Smámsaman tók að kvisast, hvernig í öllu lá. í fyrstunni keyrði Henry út í bílnum á hverjum morgni, brosandi '°g vongóður. En er dagar og vikur liðu árangurslaust, kom hann fyrr og fyrr heim aftur — áður en börnin komu úr skóla — ráfaði um stofurnar og hleraði eftir að hringt yrði í talsímann. En það hringdi aldrei, og hann reykti hvern vindlinginn eftir annan. Fyrrum hafði það verið hrein hátíð, er Henry kom heim á daginn. Hann opnaði hurðina upp að vegg og var sem vindsvali léki um allt húsið. Elísabetu var því þung- bært að þurfa að kvíða komu hans núna — kvíða því að heyra þungt og þreytu- legt fótatak hans á garðstéttinni og sjá vonleysið í svip hans og hreyfingum. Og ást hennar og meðaumkun voru honum þyngsta og bitrasta raun sökum stærilætis hans og mikilmennsku. Þau særðu og móðguðu hvort annað á víxl, sökum þess, að þau voru alltaf af reyna að forðast það. Þau urðu kveistin og smásmugleg hvort við annað. „En í guðanna bænum, Henry, úr því að Dybers hefir boðið þér stöðu, hvers- vegna í ósköpunum þiggurðu hana þá ekki? Það er þó betra heldur en ekki neitt“. „Viltu þá, að Pétur segi frá því í skól- anum, að faðir hans hafi orðið að þiggja skrifstofuvinnu hjá Dybers?“ Og öðru sinni: „Skollinn hafi það, Lísa, þú þarft þó ekki að ausa svona peningum í hárgreiðslukonuna“. „Þú veizt að Kentholmshjónin aka Betu heim úr skólanum og líta þá inn til okkar um leið. Ég verð því að líta al- mennilega út, þegar þau koma“, sagði Elísabet hvassyrt. Það strandaði ætíð á börnunum. Börn- unum, og öllu því, sem þau þurftu með. Henry og Elísabet gengu í gömlu fötun- um sínum. Þau sögðu upp eldhússtúlk- unni, og Elísabet þynnti og saltaði súpuna með tárum sínum. Þau tóku veðdeildar- lán út á húsið, notuðu peningana og tóku lán út á annan veðrétt. Þau báðu skuld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.