Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 49
FORFEÐUR MANNA 43 ur þykja benda til, að Neanderdalmaður- inn sé kominn af Java- og Pekingmönn- unum. Þannig virðast hauskúpur, sem ný- lega eru fundnar á Java, minna að sumu leyti á Java-manninn, en eru þó líkastar Neanderdalsmanni. Svo er talið, að Nean- derdals-þjóðin hafi setzt að í Evrópu á síðasta sumarskeiði jökultímans. Þeir hafa þá breiðzt allmikið út, enda mun loftslag þá hafa verið hlýtt og gnótt veiðidýra. Síðar, þegar kólna tók, og ástand það nálgaðist, sem fyrr var lýst, hafi þjóð þessari tekið mjög að hnigna, enda munu þeir varla hafa haft kunnáttu og getu til að verjast óblíðu náttúrunnar. Enda bætt- ist nú annar óvinur 1 hópinn. Þessi óvin- ur, sem skyndilega kemur fram á sjónar- sviðið er nýr þjóðflokkur, sem hefir verið nefndur Aurignak- (frb. Orinjak) -menn, og kenndir eru við hérað eitt í Frakk- landi. Aurignak-mennirnir eru svo miklu líkari nútímamönnum, að þeir eru taldir til sömu tegundar, þ. e. Homo sapiens. Enginn veit hvaðan þeir hafa komið, enda þótt haldið sé, að þeir séu að austan komnir úr Asíu. En um þær mundir, sem þeim tekur að fjölga fyrir alvöru, hverfa Neanderdals-menn úr sögunni, en svo virðist samt sem þjóðir þessar hafi búið hér samtímis um alllangt skeið. En síðan hverfa Neanderdals-menn með öllu, hvort heldur sem þeir hafa fallið í valinn í bar- áttunni við ís og kulda eða fyrir vopnum hinnar aðfluttu þjóðar, nema að þjóðir þessar hafi sameinazt og menning hinna þróttmiklu Aurignac-manna hafi smám saman afmáð merkin um hina frumstæðu Neanderdals-þjóð. Það eitt er víst, að Aurignac-mennirnir voru komnir á allhátt menningarstig um þær mundir, er þeir settust að í Evrópu. Á vöxt allan og svip líkjast þeir allmjög nútímamönnum. Þeir voru háir vexti og grannir. Ennið var all- hátt og kjálkar ekki meiri en góðu hófi gegnir, hakan var framstæð líkt og nú er á Evrópumönnum. Þeir hafa verið all- skartgjarnir. Hafa ýmsir skrautmunir, svo sem marglit steinasörfi og festar úr fag- urlitum skeljum og kuðungum fundist ásamt beinaleifum þeirra. Vopn þeirra og verkfæri sem ýmist eru gerð af steini eða beini, eru vel tilhöggvin og fáguð, oft oddhvöss og býsna beitt. Er sýnilegt að þau hafa verið allhættuleg vopn bæði dýrum merkurinnar og andstæðingum þeirra. Á suma beinhnífana eru ristnar myndir ófullkomnar að vísu, en bera samt ótvírætt vitni um glöggt auga og vaknandi listasmekk. Það þykir auðsætt að þjóð þessi hefir greftrað þá er dóu, og haft þar við ýmsa siði, sem að líkindum hafa átt að friða önd hins látna. Bendir þetta til vaknandi hugsunar um annað líf eða trúarbrögð. Að öllu samtöldu sverja Aurignac-menn sig tvímælalaust í ætt síðari tíma manna. Þeir eru augljóst tákn mannflokks, sem er á þroska- og framtíð- arskeiði. Hér hefir nú í stuttu máli verið skýrt frá nokkrum höfuðdráttunum í einkenn- um og lífi hinna fyrstu mannvera, sem víst er að byggt hafi jörð vora. Jafn- framt hefir verið á það bent hver furðu- verk jarðlögin geta sýnt þeim, er kunna að ráða rúnir þær, er þar eru ritnar. Þeg- ar vér lítum á þessar löngu liðnu, frum- stæðu þjóðir og berum þær saman við nútíma-manninn hlýtur oss að undra hví- lík feikna framför hefir gerzt. Vér sjáum þar, hvernig maðurinn hefir þó þrátt fyr- ir allt verið á framfara- og þroskabraut. Og þótt oss nú oft þyki svart í lofti, og mannkynið sem væri það haldið af illum anda, er leiddi það beina leið til glötunar, þá getur samt ekki hjá því farið, að hugs- unin um liðinn þroskaferil veki hjá oss von um, að enn séum vér menn á fram- faraskeiði, þrátt fyrir allt. Akureyri á Kyndilmessu 1939. 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.