Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 43
ARAB AHÖFÐIN GINN 37 andann á lofti og kreppti hnefana. Þessi hranalega rödd með óviðfeldna kokhljóð- ið yfirgnæfði hinar og virtist útiloka hverja von um frelsun og bjargráð. Hún var óþægilega glymjandi og lét illa í eyr- um, er henni varð hugsað til hinnar þýðu og hljómdimmu raddar, sem hún þráði að heyra. Ibrahim Ómair! Hann kom þá fyrst! Hún beit saman tönnunum og dró andann djúpt, og það fór hrollur um hana. En hún hleypti í sig kjarki til að rnæta því, er nú myndi að höndum bera. Arabiska konan sneri sér við og horfði á hana og brosti háðslega. Það spáði engu góðu, en Díana leit varla við henni. Hún stóð á miðju gólfi og trampaði fætinum órólega ofan í mjúkt gólfteppið, og radd- irnar í hinu tjaldinu nálguðust í sífellu, og óskaði hún að lokum, að þetta ógnþráða augnablik væri komið. Þessi óþolandi eftirvænting var öllu öðru verri. Og augnablikið kom! Fortjaldið var aftur dregið til hliðar, og sami risavaxni svertinginn og áður kom inn. Hann kom beint til hennar, og hún greip aftur and- ann á lofti með djúpu, blístrandi sogi milli samanbitinna tannanna. —- En áður en hann var alveg kominn til hennar, hafði Arabakonan hent. sér í veg fyrir hann og varnaði honum að komast lengra, í æstum ástríðu-tryllingi, og vitfirrt æði bálandi í augum. Hún rausaði og skvaldr- -aði í ógurlegum æsingi og vissi tæplega, hvað hún sagði. Núbíu-svertinginn sneri sér önuglega að henni og fleygði henni hranalega til hliðar, og er hann kom fram til Díönu, rétti hann út höndina til að þrífa í handlegginn á henni, en hún hörf- aði snöggt undan, leit á hann leiftrandi augum og bandaði honum frá sér með hendinni, og hann hlýddi. Hjartað lamdist í brjósti hennar, eins °g það ætlaði að spi’engja það, en til að sjá var hún róleg og stillt. Það voru að- eins hendur hennar, sem titruðu ákaft, og hún stakk þeim því djúpt niður í reið- buxna-vasa sína, svo að þær skyldu ekki sjást. Svo gekk hún hægt yfir að for- tjaldinu og bandaði höfði til svertingjans, að hann skyldi draga það frá, og síðan gekk hún ennþá hægara inn í hitt tjaldið, sem var öllu stærra en það, sem hún hafði verið í, og jafn tómt og eyðilegt og það. Hún sá allt þetta og sá það þó ekki: augu hennar og öll athygli beindist ómótstæðilega að manninum í miðju tjaldinu. Ræningjahöfðinginn Ibrahim Ómair lá letilega á geysimikilli svæflahrúgu á miðju gólfinu. Hann var stór vexti og feitlaginn. Við hlið hans stóð greyptur set-skemill, og á honum kaffibolli, og að baki honum sá hún enn tvo Núbíu-svert- ingja, hreyfingarlausa, eins og þeir væru steyptir í eir, og svo nauðalíkir þeim, sem inn hafði komið, að þeir minntu helzt um þrjár standmyndir, steyptar í sama mót. Díana staðnæmdist augnablik innan við forhengið og stóð þar ung og beinvaxin og bar við dökkt forhengið. Svo lyfti hún höfði og gekk borginmannlega á stráka- vísu yfir þykkt gólfteppið og nam staðar frammi fyrir höfðingjanum og horfði ósvífnislega á hann með hálf-lygndum augum og hæðnisglott um munninn. Það var henni ægileg raun að látast vera róleg og kaldgeðja. Hún stóð tein- bein, en kreppti hnefana í vösunum, svo að neglurnar sukku inn í lófana. Hana langaði mest til að hljóða hátt upp yfir sig, snúa við og hlaupa í spretti út úr tjaldinu og reyna að forða sér eitthvað út í myrkrið. En henni var ljóst, að það var algerlega vonlaust. Þótt hún kynni að komast út úr tjaldinu, myndi hún verða tekin aftur til fanga, áður hún hefði tek- ið mörg skrefin. Einasta bjargarvonin var að leika yfirlætisfullan gortara og bera sig borginmannlega. Það eitt gat haldið henni uppi. Hún varð að fá þá til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.