Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 37
ARABAHÖFÐINGINN 31 -hinna síðustu höfðingja — þeirra, er báð- ir báru hið gamla ættarnafn — hafði hann eflst og aukist svo mjög að áliti og virðingu, að til þessa höfðu engar aðrar kynslóðir árætt að bjóða þeim byrginn né véfengja yfirburði þeirra og yfirráð. Og árum saman hafði afburða her- mennska þeirra aldrei þurft neitt á sig að reyna. - Raoul skildi nú, að þessi leiðang- ur hafði aðeins eitt markmið: Stríð —það stríð, sem menn þessir höfðu stundað eftir alla sína ævi, og nú loksins bar að höndum, af óvæntri tilviljun, er nú veitti dálitlum hóp þeirra tækifæri það, sem félagar þeirra hundruðum saman höfðu þráð alla ævi og nú olli því, að þeir fylgdu höfðingja sínum gagnteknir af vígahug og hrifningu, kærulausir um það, hvort liðsauki sá, sem var boðsendur, kæmi í tæka tíð eður eigi. Hið skammvinna rökkur var nú horfið, og glæsilegur máni stóð hátt á lofti og varpaði skærri, hvítri birtu út yfir landið. Venjulega myndi Raoul hafa notið þessar- ar dýrðlegu austrænu næturreiðar af öllu hjarta, þessari þeysireið í hópi hrikalegra vopnaðra manna. Hin listræna og næma skapgerð hans, æðruleysi hans og ævin- týraþrá myndi hafa gert leiðangur þenn- an að ógleymanlegum atburði, er hann alls eigi vildi hafa farið á mis við. En hin geigvænlega orsök þess, að þeir höfðu lagt af stað í för þessa, hætta sú er vofði yfir hinni ungu stúlku, sem hann svo óvænt var orðinn ástfanginn í, lagðist þungt á hann, og alvöruþrungin eftir- vænting greip köldum höndum um hjarta hans. Og úr því honum sjálfum var þannig farið, hvernig myndi þá manninum líða, er reið samhliða honum? Spurning sú, er Ahmed Ben Hassan hafði neitað svo hæðnislega fyrir viku síðan, hafði nú í hvöld hlotið annað svar í svipbrigðum þeim, sem allra snöggvast hafði brugðið fyrir á andliti hans. Hann hafði ekki mælt orð af munni, síðan þeir lögðu af stað, og Saint Hubert hafði enga tilhneig- ingu til að rjúfa þögnina. Nú voru þeir komnir yfir flatneskjuna og inn á milli bylgjumyndaðra sandhóla í löngum röð- um. Kollar þeirra voru silfurhvítir í björtu tunglsljósinu, en skorurnar á milli þeirra skuggasvartar, eins og djúpar og dimmar tjarnir í logni. Niðri í einum þessara sandhólabotna nam höfðinginn allt í einu staðar og blót- aði í hljóði út á milli samanbitinná tanna. Hvítklædd mannvera lá á grúfu í sandin- um með útbreiddan faðminn, og er þeir nálguðust, snautuðu tveir mjódregnir skuggar burt og læddust út í myrkrið. Höfðinginn og Henri komu samtímis að og Saint Hubert því sem nær. Hann að- gætti manninn í skyndi og rannsakaði sár hans. Kúla sú, sem rotað hafði Gaston, hafði aðeins strokist við enni hans, en sært hann illilega, og aðrar kúlur, er höfðu hitt hann í sömu svifum, höfðu farið gegnum öxl hans, og hafði það sár blætt mikið. Hann hafði síðan dregist áfram í áttina heim á leið liðuga enska mílu, unz hann hafði hnigið niður af þreytu og blóðmissi. Saint Hubert gerði á honum lífgunartilraunir, og sem allra snöggvast kom hann til meðvitundar og leit sljóum augum upp á höfðingjann, sem kropið hafði á kné við hlið honum. „Monseigneur — madame — Ibrahim Ómair“, hvíslaði hann lágt og seig svo aftur inn í sama rænuleysis-mókið. Sem allra snöggvast litust þeir í augu, höfðinginn og Saint Hubert yfir líkama Gastons, svo reis Ahmed Ben Hassan upp. „Flýttu þér eins og þú frekast getur!“ sagði hann og gekk að hesti sínum. Þar stóð hann og studdist upp við Haukinn, og meðan fingur hans þukluðu vélrænt eftir vindlingi og kveiktu í honum, starði hann sljóum augum, eins og utan við sig,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.