Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 7
Jí. Kv.
53
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
Hrappsstöðum í Vopnafirði og víðar. Móð-
lr hennar var Guðlaug Þorsteinsdóttir hins
sterka, bónda í Krossavík, Guðmundssonar
sýslumanns Péturssonar. Þau höfðu gifzt
stuttu eftir aldamótin (1904) og hófu þá
búskap í Víðidal, en ári síðar tóku þau
húsforráð í Möðrudal, er faðir Jóns fór í
Vesturheimsförina, sem fyrr var sagt. Er
Þau létu af staðfestú sinni þar ári síðar,
Þegar Stefán kom úr Vesturheimsförinni,
fluttust þau að Rangalóni, með því að þau
v°ru búin að binda ábúðina í Víðidal til 5
ura. Að Rangalóni bjuggu þau aðeins eitt
ar og fluttust þaðan að Arnórsstöðum á
Jökuldal og bjuggu þar í 3 ár, en fluttu
Svo aftur að Víðidal, er ábúðin losnaði, og
Þar bjuggu þau þangað til þau fluttu að
•^öðrudal, sem fyrr var sagt. Hafa þau bú-
þar síðan.
Kaupin á Möðrudal urðu Jóni þung
hyrði, með því að þá kcm þegar á eftir
Þið mikla verðfall á búsafurðum.
Búskaparsaga Jóns og Þórunnar verður
hér ekki rakin, með því að það er fremur
^utíðarsaga en fortíðar. Aðeins skulu hér
fúfaerð nokkur ummæli úr bréfi frá Jóni
hl höfundar, dags. 30. jan. 1940.
»Eg keypti Möðrudal vorið 1919 fyrir
þús. krónur, tvo þriðju úr jörðinni, og
varð að borga það allt á 2 árum, auðvitað
^oð því að safna skuldum ánnarsstaðar.
a atti eg 140 ær og fáeina gemlinga, og
örengir mínir fáeinar kindur.
A 10 árunum fyrstu eftir minnkuðu
skuldirnar um helming, og bústofninn tvö-
aldaðist. Nú eru hér 700 kindur, 40 hest-
ar> 14 nautgripir og 30 geitur. Heyfengur
Var í haust 1200 hestar.
Krn aldamótin voru hér litlar engjar,
^est melengi, lítið eitt mýrengi. í sumar
Var heyskapurinn allur grashey, ekkert
Jh®lhey og hefði mátt heyja aðra 1200
hesta“.
Lýsingin á engjunum sýnir glögglega,
ersu stórfelldum breytingum gróðurfar-
ið hefir tekið og getur hafa tekið á Möðru-
dalshásléttunni fyrr á tímum.
Því skal svo bætt við til skýringar um
gripaf jöldann, að nú búa í Möðrudal tveir
synir þeirra Jóns og Þórunnar, Stefán og
Vilhjálmur; dóttir þeirra Jóhanna er gift
Jóni bónda Jóhannessyni í Fagradal á
Hólsfjöllum. Þriðji sonurinn, Þórhallur, er
heima í Möðrudal, ókvæntur.
Jón hefir nú í smíðum steinsteypuhús
með vikursteypueinangrun innan á út-
veggjum og allmikinn hug mun hann hafa
á að endurbyggja kirkjuna; svo á og að
byggja rafstöð við bæjarlækinn.
Orðlögð eru þau Möðrudalshjónin,-Jón
og Þórunn, fyrir gestrisni og greiðasemi
Jón er hagleiksmaður mikill; hefir margur
ferðamaðurinn „orðið fyrir því“, að finna
reiðskap sinn endurbættan að morgni, er
úr lagi var genginn að kvöldi.
IV.
Sögur og sagnir.
. Annarstaðar er þess getið, að á byggð-
inni í Möðrudal hafi verið löngum nokkur
æfintýrablær í hugum landsmanna. Á
það bendir allmikil sagnaauðgi frá byggð-
inni þar og búendum. Margra þessara
sagna hefir verið að nokkru getið hér og
þar í frásögninni hér að framan.
Flestar eru þessar sagnir skráðar og í
bækur settar, ýmist sérstakar, eða í sam-
bandi við sögulega atburði.
Freistandi væri að skrá hér í einu lagi
allar þjóðsögur og sagnir um Möðrudal,
sem kunnar eru, en því verður þó sleppt
að mestu. Þó verða hér tekin upp ljóð
Stefáns frá Hvítadal, sem getið hefir ver-
ið, og skráðar þær fáu óprentuðu sagnir,
sem höfundi eru kunnar, einnig skrá yfir
prentaðar sagnir.