Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Page 39

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Page 39
N. Kv. RU GGUHESTURINN 85 Hægt, gagntekin af nístandi ótta, sneri hún snerlinum. Það var dimmt í herberginu. Þó heyrði hún og sá eitthvað sveiflast fram og aftur 1 nánd við gluggann. Hún starði á það með Undrun og skelfingu. Svo kveikti hún allt í einu ljósin og sá -°n sinn í grænum náttfötum sitja á rugguhestinum og vagga sér með æðis- §eugnum tilburðum. Ljósið lýsti hann upp, Þar sem hann sat á hestinum og hvatti hann ofsalega áfram, og hana, þar sem hún stóð í dyrunum, ljóshærð, í ljósgrænum kiól, settum perlum. »Poul!“ æpti hún. „Hvað ertu að gera?“ ..Það er Malabar!" hrópaði hann vold- annarlegri röddu. „Það er Malabar!" Hann leit andartak á hana með undar- IeSum og skynlausum augum, um leið og kann hætti að hvetja tréhestinn. Svo féll úann eins og steinn á gólfið. Hún hljóp til, e§ hin særða móðurtilfinning flæddi um ana eins og bylgja, um leið og hún tók Uaun upp. hann var meðvitundarlaus. Hann atði fengið heilabólgu. Hann talaði í óráði °g bylti sér fram og aftur í rúminu, og ^óðir hans sat hreyfingarlaus við hlið unns. ..IVlalabar! Það er Malabar! Bassett, assett, ég veit að það er Malabar!" Þannig hrópaði barnið í sífellu og ^eyndi að rísa upp og knýja áfram ruggu- fstlnn, sem blés honum í brjóst þessari Vlssu. >.Hvað á hann við með Malabar?" spurði ^óðirin. ”Ég veit það ekki,“ sagði faðirinn. ..Hvað á hann við með Malabar?“ spurði Un Oscar bróður sinn. _ »Það er einn af hestunum, sem taka á 1 Oerby-veðreiðunum,“ svaraði hann. ^ g Oscar Cresswell gat ekki stillt sig segja Bassett frá því,' og sjálfur Jaði hann þúsund pundum á Malabar, sem sigraði, og gaf fjórtán á móti einum í vinning. A þriðja degi leit út fyrir, að breyting mundi verða á líðan Pouls. Hann bylti höfðinu fram og aftur á koddanum, svo að langir, liðaðir hárlokkarnir breiddu úr sér í kring um höfuðið. Hann svaf ekki, en fékk heldur ekki meðvitund, og augun voru eins og bláir steinar. Móðir hans sat hreyfingarlaus og fannst eins og hjartað í sér væri orðið að steini. Oscar Cresswell kom ekki um kvöldið, en Bassett spurðist fyrir um það, hvort hann mætti koma inn til Pouls rétt sem snöggvast. Móðir Pouls reiddist í fyrstu þesari frekju, en við nánari íhugun féllst hún á það. Drengurinn var eins. Ef til vill gæti Bassett vakið hann til meðvitundar. Garðyrkjumaðurinn var lágur vexti, með lítið brúnt yfirskegg, og lítil, brún, stingandi augu. Hann læddist á tánum inn í herbergið, heilsaöi móðurinni með því að bera hendina upp að enninu, gekk yfir að rúminu og starði með litlum, glampandi augum á barnið, sem bylti sér í sífellu. „Poul!“ hvíslaði hann. „Poul! Malabar vann, hann var fyrstur, lang-fyrstur! Ég gerði eins og þú sagðir mér. Þú hefir grætt yfir sjötíu þúsund pund, þú átt meira en áttatíu þúsund pund. Malabar varð fyrst- ur, Poul!“ „Malabar, Malabar! Sagði ég Malabar, mamma? Sagði ég, Malabar? Heldurðu að ég sé heppinn, mamma? Eg vissi, að Mala- bar mundi minna, var það ekki? Meira en áttatíu þúsund pund! Það getur maður kallað heppni, finnst þér það ekki, mamma? Meira en áttatíu þúsund pund! Ég vissi það, vissi ég það ekki? Malabar varð lang-fyrstur. Ef é,g rið hestinum mín- um, þangað til ég er alveg viss, þá get ég sagt þér það, Bassett, að þér er óhætt að fara eins hátt og þú vilt. Veðjaðirðu öllu, sem þú áttir, Bassett?“ v

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.