Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Page 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Page 22
G8 SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI N. Kv. inn, sem fylgdi honum fast á hæla, hélt, að enn væri ný hindrun í vegi. Hann skalf eins og lauf í vindi af ótta, ef nokkurt hik kom á félaga hans. Þó þorði hann ekki að spyrja neins, en byrgði sig grafþögull nið- ur, þangað til Gomez rétti sig upp á ný og skreið niður að vatninu. Þá sá hann, hvað vakið hafði athygli félaga hans: Fast við bakkann, í skjóli sefsins, lá- bátur með þremur árum og nokkrum ullartepþum. Báturinn var sýnilega eign indíánanna, hann var með eikjulagi, eintrjáningur, högginn í sveran trjábol. Þótt von þeirra glæddist að nýju við þenna fund, þá voru engar líkur til, að þeir væru búnir að yfirstíga allar hættur. Rauðskinnarnir, sem héldu sig í grendinni, mundu vafalaust heyra til þeirra, er þeir settu bátinn á flot. „Flýtum okkur! flýtum okkur!“ hvíslaði Gomez og steig upp í bátinn. Er þeir höfðu vafið ullarteppunum um árarnar, stjökuðu þeir honum frá og settust undir árar. Bát- urinn skreið hljóðlega frá landi. Ekki voru þeir þó komnir nema fáa faðma undan, er reiðiöskur indíánanna kvað við úr skógar- jaðrinum. Þustu þeir fram á bakkann og sendu kúlna- og örvadrífu á eftir flótta- mönnunum, sem hertu róðurinn eftir mætti. Var ekki annað sýnna en að þeir myndu þá og þegar verða fyrir skotum fjandmanna sinna, því að kúlurnar skullu á vatninu allt í kringum þá. Er þeir höfðu þannig róið lífróður nokkra stund, lenti báturinn í frálandsstraumi, sem bar hann óðfluga út á fljótið. Þegar þeir töldu sig vera úr mestu hætt- unni, gátu þeir ekki stillt sig um að reka upp siguróp, en indíánarnir svörðu því með geigvænlegu öskri, svo að undir tók í frumskóginum. Þótt mesta hættan virtist vera hjá liðin, töldu þeir félagar hyggilegast að hraða flóttanum sem mest. Þrátt fyrir þreytuna, sóttu þeir róðurinn af kappi, svo að eikjan hentist eftir vatninu, eins og kólfi væri skotið. Fljótið var á þessum slóðum hálfa mílu á breidd, svo margt gat hent, áður en þeir næðu hinum bakkanum. Straumur var þungur og bar þá stöðugt nokkuð af leið. Allt í einu sáu þeir hvar stór indíána- eikja með sjö manna áhöfn veitti þeim eftirför og nálgaðist óðfluga. Án þess að mæla orð frá vörum hertu þeir félagar róð- urinn yfir að bakkanum. Svitinn bogaði af þeim, og þeim fannst mátturinn óðum þverra. Rauðskinnarnir stefndu í veg fyrir þá, og sýnilegt var, að óðum dró saman. Flóttamennirnir gátu nú greint andlit þeirra, sem í bátnum voru. „Þetta er þýðingarlaust!" stundi Banderas og kastaði frá sér árinni, „þeir munu 'ná okkur áður en við komumst yfir fljótið". „Það virðist svo“, svaraði Gomez þung- búinn. Banderas greip nú til skammbyssu sinnar. Rauðskinnamir sáu, að þeir félagar hættu róðrinum. Þeir ráku upp óp mikið og bjuggust til að veita þeim atlögu. „En að við reynum að róa upp í straum- inn?“ hvíslaði Gomez. „Það er gagnslaust", svaraði Banderas og hristi höfuðið, „enda er eg orðinn alveg uppgefinn“. „Gerðu síðustu tilraun“, mælti Gomez, „fljótaþokan er nú að detta á, og rétt fyr- ir sólaruppkomu verður hún ennþá dimm- ari, svo ekki er með öllu vonlaust, að okk- ur takist að komast undan í skjóli hennar" Banderas greip aftur árina og nú beindu þeir eikjunni upp í strauminn og neyttu síðustu krafta sinna, til þess að komast undan á þann hátt. Indíánarnir breyttu samstundis urU stefnu og héldu eltingaleiknum áfram, móti straumi og öldu. Gekk svo nokkra

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.