Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Page 9
N. Kv.
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
55
Hann svitnaði af hrolli,
°g sál hans brann;
þær klöppuðu að lokum,
— þær kysstu hann.
Þó kyssti hann ekki
það kvennaval.
.... Eg mundi hafa skemmt mér
í Möðrudal.
Nann reyndi að verjast
°§ rak upp hljóð,
■— svo klerkur hastaði
á kvennaslóð.
Hann skreiddist á lappir,
er skímu naut,
-— og felmtri sleginn
hann flýði á braut.
En veturinn kvaddi
°g vorið leið,
Þar glæstur flokkur
garði reið.
En margs var ekki
í Möðrudal spurt.
• • . . Kofarnir eyddir
og klerkur burt.
]~n veiztu þá afdrif
hlns vígða manns?
konurnar komu
eitt kvöld til hans.
Hann svifti þeim upp í
við sængurstokkinn
°g lék úr sér lífið
og'leið inn í flokkinn.
^ödntdalspresturinn og Mjóafjarðar-
stúlkan.
í annál Halldórs prests Gíslasonar á
e|jarmýri (óprentuðum) er þessi' sögn:
i°k 15. aldarinnar gekk plágan síðari
^Ir Austfírði. Þá gjöreyddist svo byggð í
u asýslum, að ekki lifðu eftir nema tvær
manneskjur, presturinn í Möðrudal og
stúlka ein í Mjóafirði. Þau náðu saman og
urðu samferða suður um land að leita
annarra manna. Fundu þau ekki fólk nema
á Síðu, 7 menn, og 11 undir Eyjafjöllum.
Landið byggðist svo aftur af Vestfjörð-
um, því að þar kom plágan ekki.
Þessi sögn á við sama tíma og sögnin
um Þorstein Jökul, sem fyrr er getið. —
Reyndar vilja sumir láta sögnina um Þor-
stein Jökul heimfærast til fyrri plágunnar
á 15. öldinni (1402), en ættfræðingar
telja, að hann hafi ekki verið á dögum
fyrr en síðar á öldinni, og hlýtur þá sögn-
in um hann að eiga vjð pláguna síðari
(1494). Ekki virðist þó þessi sögn um
Möðrudalsprest hafa þekkt sögnina um
Þorstein Jökul.
Þó að þessi sögn sé eflaust mjög ýkt um
hinn gjörsamlega mannfelli í Múlasýslun-
um, utan þessar tvær manneskjur, þá fer
hún samt nærri því, sem sögnin um Þor-
stein Jökul hermir um það atriði, og kem-
ur heim við sögulegar staðreyndir um, að
sóttin hafi ekki náð til Vestfjarða.
Eftir prestatalinu hefir þá átt að vera
prestur í Möðrudal, Sigurður Jónsson, eða
prestur, sem verið hefir á milli hans og
Guðmundar Jónssonar.
Gunnuklettur.
(Sögn Jóns A. Stefánssonar.)
í Víðidalsfjöllum, á leiðinni milli
Möðrudals og Víðidals, er skarð, sem
nefnist Vegáskarð. Þar kemúr fram úr
skriðunni í hlíðinni öðrum megin skarðs-
ins klöpp, klofin og skúti inn undir; hún
heitir Gunnuklöpp. Að nafni hennar er
þessi sögn.
Einu sinni fyrir langa löngu var ung
stúlka-á Sótastöðum, fremur en í Víðidal,
sem átti vinfengi við karlmann í Möðru-
dal. Segja sumir, að það væri sjálfur prest-
urinn. Stúlkan hét Guðrún. Hún átti af
greindum ástæðum tíðförult í Möðrudal.