Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 45
N. Kv. FRÁ AUSTFJÖRÐUM TIL EYRARBAKKA 91 Kí til kirkju að Silfrastöðum. Næsta.dag höfðu Vötnin minnkað svo, að þau héldu afram ferð sinni seinni hluta dagsins. Svo Var vatnið þó djúpt, að frúnni sýndust hestarnir hvað eftir annað grípa sundtökin, en hún horfði upp í loftið, svo að hana sundlaði ekki. Þau voru fimm stundar- fjórðunga að komast yfir Vötnin, enda var staðnæmzt við og við á eyrum til þess að ^áta hestana blása. Seint um kvöldið náðu Þau í náttstað undir fjallinu, sem lagt skyldi á að morgni. Fjallferðin hófst 30. ágúst. Tvo fyrstu ^agana var kyrrt og bjart veður. Ferða- fólkið var í góðu skapi, spjallaði og söng. Við og við var farið af baki og safnað Þvannarótum, sem komið gátu að góðu kaldi, ef þau lentu í þoku og yrðu að dvelja ani kyrrt uppi á fjöllunum. Á kvöldin tjolduðu þau þar, sem hagi var, kveiktu ^jás, mötuðust og hvíldust, meðan hest- arnir voru á beit í kringum tjaldstaðinn. riðja morguninn var enn bezta veður, en • er kom fram á daginn tók að hvessa og aður en varði var kominn stormur. Sandur- lan rauk upp, svo að ferðafólkið sá varla °rt til annars, og hann lamdist í nef, augu og eyru. Það var bundið um barnanna, til að verja þau gegn Sandfokinu. Frúnni tók nú að verða órótt höfug ltlrianbrjósts, og hugmyndaflug hennar jók h^ttr le, runa mjög, frá því sem hún raunveru- §a var. Hún óttaðist mest, að lestin mundi na sundur, og þau missa hvert af öðru, 1 að enginn fékk litið upp fyrir sand- 0g grjóthríð, en samt treysti hún á ratvísi nzku hestanna, sem reyndir eru í hvers v^ns örðugleikum. Stundum, segir hún, , r sandfokið þykkt sem snjódrífa og sá g Þá í þann, sem næstur mér reið, þess á I 1 k var það svo svart, að ekki sá niður ^rir fætur hestanna. En í hættunni verð- s ^aður sterkur, hversu hrædd og veik ég var, stýrði ég þó alltaf sjálf hesti ^aaum. Nokkrar klukkustundir lá leiðin yfir hraun. I því voru brattir og hvassir kamb- ar, sem hestarnir stildruðu yfir mðe aðdá- unarverðri fótvísi. Þegar þeir stóðu hjá slíkum kömbum, settu þeir fyrst gætilega annan framfótinn upp á hraunkambinn. Þegar hann hafði náð fótfestu, fluttu þeir hinn framfótinn upp, en jafnframt stóðu þeir með afturfæturna fast við kambinn. Þá renndu þeir framfótunum ofan af kambinum, en hoppuðu samtímis með aft- urfæturna upp á hann, og við næstu fót- mál voru þeir komnir ofan í dældina. Mað- ur finnur að það fer sem allra snöggvast titringur um líkama dýrsins, en jafnskjótt heldur það áfram hinum örðuga gangi. Eftir nokkurra stunda reið komust þau út úr hrauninu og sandauðnin hófst á ný. Frúin var veik og lémagna og þarfnaðist hvíldar, en ekkert viðlit var að reisa tjald í lausum sandinum, þar sem ekki var unnt að festa tjaldhælana. Nokkru síðar komu þau að grjótbyrgi einu eða vörðu,' og af- réðu að hvíla sig þar um hríð í skjólinu, því að ekki væntu þau þess að finna haga- blett fyrr en seint um kvöldið. Þegar þau komu að byrginu, vantaði stúdentinn og annan fylgdarmanninn ásamt nokkru af áburðarhestunum, sem báru tjaldið, mat- væli og fatnað. Hinn fylgdarmaðurinn vildi þegar í stað ríða á móti þeim. En frú- in varð þá gripin skelfingu, því að henni flaug í hug, að hann kynni einnig að villast frá þeim, og bað hún hann í guðs bænum að. yfirgefa þau ekki. í sáma bili heyrðu þau hrópað úti í sandbylnum og svöruðu þau þegar í stað. Brátt komu hinir týndu í ljós með sinn hluta lestarinnar. Eftir skamma hvíld var aftur lagt af stað. Þegar frúin kom út úr byrginu, varð hún skelfd af að sjá kolsvört óveðursský framundan. Hún féll um háls manni sínum og sagði: „Líttu á þetta, Guð er okkur reiður. Þegar óveðrið, sem í skýjum þess- um býr, skellur yfir okkur, munum við 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.