Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 42
88
FRÁ AUSTFJÖRÐUM TIL EYRARBAKKA
N. Kv.
Drengur einn ferjaði og reri einni ár. í
fyrstu ferðinni fór frúin ásamt börnum sín-
um. Drengurinn dró ferjuna fyrst upp með
bakkanum, en eftir að hann lét frá landi,
dansaði ferjan yfir öldur og iðuköst undan
straumi, unz þau loks náðu landi í lygnri
vík. Þótti frú Th. sem Jökulsá ætti að heita
Skjálfandafljót, því að engu væri líkara en
árstraumurinn væri æstur upp af einhverj-
um dularöflum, sem í djúpinu byggju. Bát-
urinn skylfi í vatninu, og þeir, sem í honum
sætu, skylfu af hræðslu.
Þegar yfir ána kom, hlúði frúin sem bezt
hún gat að veika barninu. Sat hún síðan
á bakkanum hjá börnum sínum meðan
samferðafólkið og farangurinn var ferjað
yfir, en var allan tímann gagntekin af
skelfingu við tilhugsunina um, hvað um
hana yrði, éf ferjunni hlekktist á og hún
sæti þar alein inni á reginöræfum ásamt
þremur smábörnum.
Allt gekk þó slysalaust, en 3 klukku-
stundir tók það að koma öllu yfir um. Var
ferðinni síðan framhaldið í áttina til Mý-
vatns. Segir frú Th. svo frá: Við fórum nú
framhjá hinum furðulegustu stöðum á Is-
landi. Náttúra þeirra er með þeim hætti,
að hún töfrar hvern þann, sem þar fer um.
Árum saman hafði ég þráð að koma á
þessar slóðir, en nú fór ég þar um án þess
að veita umhverfinu athygli, eða sýna
nokkurn vott aðdáunar. Þarna er þurra-
baðið, hellir eða hola, þar sem heitar gufur
stíga upp úr iðrum jarðar, svo að hver, sem
þar kernur getur fengið sér gufubað. Sums
staðar, heyrast sífelldir brestir í jarðskorp-
unni, og koma þeir hver eftir annan, og
fylgif reykjargusa neðan úr jörðunni
hverjum bresti. Á einum stað er þarna
hringmyndað svæði ámóta stórt og Kon-
gens Have í Kaupmannahöfn, þar sem gos-
brunnurinn er. Hér er einnig gosbrunnur,
sem gýs vatninu marga faðma í loft upp,
en vatnið er leirblandið og þegar það féll
aftur niður í hverinn með háum þyt slett-
ust leirgusur á götuna þar sem við riðum.
Eitt andartak var allt kyrrt, en brátt reis
annar vatnsstrókur upp og svo koll af
kolli. Fylgdarmaðurinn reið á undan og
áminnti okkur um að feta í slóð sína, svo
að við brenndum ekki fætur hestanna.
Við og við gaus á móti okkur reykjarsvæla
með ógurlegum óþefi. Guli sandurinn, sem
við riðum um, var hreinn brennisteinn.
Allt þetta sá ég og heyrði, en ég var sljó og
tilfinningalaus, því að allur hugur minn
dvaldi hjá veika barninu. Loks leið daguf
að kveldi, og þegar við þá af fjallsbrún
einni sáum yfir hinn fagra dal umhverfis
hið yndislega Mývatn, þökkuðum við guði,
að hafa leitt okkur aftur til mannabyggða
án fleiri slysa.
Þau stefndu nú heim í Reykjahlíð. Þaf
höfðu ferðamenn slegið tjöldum og í tjald-
inu sat miðaldra maður og las í biblíunni-
Maður þessi var dr. E. Hendersen, sem þá
ferðaðist hér á vegum biblíufélagsins
brezka. Heima í Reykjahlíð komust þau
að raun um beinbrot Agötu. Þótt lítil værU
hjálpartæki tókst hjónunum að binda um
brotið með aðstoð Hendersons og leið barn-
inu, sem þjáðist mikið meðan verið var að
koma brotinu saman, bærilega um nóttina-
En bæði aðgerð þessi og undirbúningur
undir ferðina næsta dag olli því að nætuf'
hvíldin varð stutt.
Daginn eftir fóru þau frá Reykjahlíð-
Um Agötu litlu var búið á fjöl, sem stú'
dentinn reiddi. Miðja fjalarinnar hvíldi á
þófanum en úr báðum endum hennar lágu
bönd upp um axlir manninum. Teymt var
undir honum, svo að hann þurfti einski5
annars að gæta en láta fjölina halda jafU'
vægi. Vegurinn mátti kallast greiðfær.
hann fyrst yfir hraunbreiðu, en síðan uU1
sandauðnir (Hólasand). En hins vegaf
þjáði mývargurinn ferðafólkið mjög. Mý'
flugurnar voru stórar, gráloðnar með siU'
urgljáandi vængi. Mergð þeirra er ótrúle§
og í hitum er mýbitið óþolándi bæði fyr*f