Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 8

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 8
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI N. Kv. 5t Klerkurinn í Möðrudal. Eítir Stefán irá Hvítadal. í andvökuheima mig eitthvað dró. — Nú kveð eg mig sjálfan í kyrrð og ró. Frá öldunum liðnu eg efni fékk, er svartidauði um sveitir gekk. Hann stráði lýðnum í stóran val. — Hann mátti sín nokkurs í Möðrudal. Hann heilsaði staðnum sem hula grá. — Og fólkið klerksins þar féll í strá. Frá „plágunni miklu“ slapp prestur einn. Og kyrrð féll á staðinn; þar kom ei neinn. Unz haustdag nokkurn einn höldur gekk að gista klerkinn með gjaldasekk. Hann kom á staðinn og klerkinn fann. í kirkju hann leiddi þann komumann. Unz rökkrið var fallið þeir ræddust við; — þá gengið í skála að gömlum sið. I>á hrópaði klerkur á heimalið: — í skálanum dundi — „— Nú skemmtið þið!“ Og kveðandi hófst og kynjadans. — En gripinn hrolli var gestur hans. Hann kunni því illa í klerkasal, hve myrkrið var leikfullt í Möðrudal. Og stiginn var dansinn við stefjaklið. — Ur undirheimum var allt það lið. Þar gnötruðu húsin, sem gömul brú, unz klerkurinn mælti: „Þið kveikið nú!“ Hans skipan var þegar í skyndi hlýtt, og brennandi ljósum var borðið skrýtt Og fyrir þá báða var fæði sett. — Á hjúum klerksins var hula þétt. Og geigur illur þá gestinn stakk. — Hann mataðist lítið en minna drakk. Og klerkurinn mælti til komumanns, að reidd til hvílu sé rekkja hane. Hann háttaði í skyndi, og hræddur þó, og lagðist fyrir, — en ljósið dó. Þá reikuðu innar að rekkju hans tvær yngismeyjar með ærsl og dans. Þær hrifsuðu í klæðin, — þær hugðu hann mann. Þær langaði ákaft í leik við hann.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.