Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 10
515
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
N. Kv,
í einni slíkri ferð varð hún úti. Fannst
lík hennar í skútanum undir klöppinni í
Vegaskarðinu. Hefir klöppin borið nafn
stúlkunnar síðan.
Guðrún fann ekki eilífðarró í gröf sinni,
sem oft ber við um menn, sem verða úti.
Þóttust menn sjá svip hennar á reiki þar
í skarðinu, helzt á undan hríðarveðrum,
en engum gerði hún mein.
Allt fram á þenna dag hafa menn þótzt
verða svips stúlkunnar varir öðru hvoru.
Fyrir þremur árum (1937)bar sviphennar
fyrir þrjá menn, er voru á ferð í bíl. Sýnd-
ist þeim hún standa í klofanum á Gunnu-
klöppinni og hallast upp við klettinn öðru
megin klofans.
Mennirnir voru Sveinbjörn Helgason
bílstjóri á Húsavík, Baldur Öxdal og kona
hans, frá Sigtúnum í Öxarfirði.
Möðrudalur eyðist aí ágangi bj'arndýra.
Munnmæli eru það, að bæði Möðru-
dalur og Kjólsstaðir hafi lagzt í auðn af
ágangi bjarndýrs eða bjarndýra. Sögnin
um Kjólsstaði er óákveðin, en sögnin um
Möðrudal er á þessa leið:
Ferðamann utan af Hólsfjöllum bar að
garði í Möðrudal. Þegar hann kvaddi dyra,
kom enginn út. Gekk hann þá til baðstofu.
Var þar heldur en ekki ömurleg aðkoma:
Lík allra heimamanna lágu á baðstofugólf-
inu, öll rifin og tætt. Menn vissu til þess, að
bjarndýragegnd hafði verið mikil um f jöll-
in; gat maðurinn strax til, að þessi verks-
ummerki væru af þeirra völdum, en ekki
voru dýrin þó í bænum, og ekki hafði hann
orðið þeirra var. Baðstofunni var þá svo
háttað, að íbúðin var á gólfi, en við báða
stafna var þó loft yfir og lítil herbergi þar
sitt við hvorn gafl. Var annað smíðaher-
hergi, en hitt var notað til geymslu. Tré-
brú lá um endilanga baðstofuna á milli
þessara loftherbergja, og stigi af gólfinu
upp á brúna.1) Maðurinn tók nú það ráð,
að fara upp í smíðaherbergið og bíða svo
átekta, — þótti sér það óhættara en að
fara frá bænum og mæta e. t. v. dýrum.
Bjóst hann við að dýrin mundu vitja leifa
sinna, þegar frá liði. í smíðaherberginu
var allmikið af hefilspónum. Þegar skyggja
tók, komu dýrin í baðstofuna, eins og mað-
urinn gat til. Tók hann nú það til bragðs,
að hlaða hefilspónum á bryggjuna framan
við herbergisdyrnar og kveikja í þeim, en
hann hafði tinnu og stál við hendina eða
fann þarna á loftinu. Þegar spænirnir voru
vel farnir að loga, velti hann hrúgunni
niður yfir dýrin. Varð þeim felmt við og
ruddust til dyra. Er svo sagt, að þau hafi
ekki komið aftur, og komst maðurinn við
það á braut næsta dag.
Engar sönnur er hægt að færa á þessa
sögn, en tvennt er þó, sem þykir styðja
það, að einhver hæfa kunni að vera fyrir
henni, sem nú skal frá sagt:
í annál Eiríks prests Sölvasonar i Þing-
múla er þess getið, að árið 1621 hafi verið
mikill ís við Austfirði; hafi þá 25 bjarn-
dýr í hóp gengið upp um heiðar og um
byggð á Fljótsdalshéraði.
Hitt atvikið er það, sem með vissu er
sannsögulegt, að árið 1916, er tekin var
gröf í Möðrudalskirkjugarði að líki Stefáns
bónda Einarssonar, komu 9 höfuðkúpur
og mikið af öðrum beinum upp úr gröfinni.
Var það sett í samband við hið mikla '
mannfall af völdum bjarndýranna eftir
sögn þessari.
Prestur í Möðrudal 1621 ætti að hafa
verið Gunnlaugur Sölvason, eða annar
prestur ókunnur. Telja einmitt sumir, að
Gunnlaugur tæki ekki kallið strax eftir
föður sinn, en Sölvi lét af kallinu 1619.
Má vera, að þetta sé sama sögnin og sú
um eyðing Kjólsstaða, en hafi síðan flutzt
') Þannig var byggð baðstofan, sem rifin varr-
þegar steinhús var byggt.