Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 32
78
RU GGUHESTURINN
N. Kv-
Drengurinn sá, að hún trúði honum
ekki; eða öllu heldur gaf ekki gaum að full-
yrðingum hans. Þetta gramdist honum, og
það vakti hjá honum sterka löngun til að
knýja fram eftirtekt hennar.
Fálmandi og í barnslegri einfeldni, hóf
hann einn leitina að leiðinni til „heppn-
innar“. Hann læddist um með leynd í
þungum þönkum og gaf engan gaum að
öðru fólki, í stöðugri leit að heppninni.
Hann þráði -heppnina, hann þráði hana,
hann þráði hana. Þegar systur hans voru
að leika sér að brúðum í barnaherberginu,
sat hann á stóra rugguhestinum sínum og
hvatti hann áfram með svo æðisgengnum
tilburðum, að þær störðu óttaslegnar á
hann. Hesturinn tók stórar dýfur, svart
hárið á drengnum flaksaðist til, og það var
undarlegur glampi í augunum. Systurnar
þorðu ekki að tala til hans.
Þegar hann hafði riðið þessa æðis-
gengnu ferð á enda, fór hann af baki, stað-
næmdist fyrir framan rugguhestinn og
horfði fast framan í hann. Munnurinn var
rauður og opinn, augun stór og glergljá-
andi.
„Nú!“ sagði hann hátt og skipandi við
fnæsandi hryssuna. „Farðu nú með mig
þangað sem heppnin er! Hana nú!“
Hann sló á hálsinn á hestinum með
svipunni, sem hann hafði beðið Oscar
frænda um að gefa sér. Hann vissi, að hest-
urinn gat farið með hann þangað sem
heppnin var, ef hann aðeins hvetti hann
nógu mikið. Svo settist hann á bak aftur
og hóf djöflareið sína að nýju, í von um
að komast þangað að lokum. Hann vissi,
að hann mundi geta komizt þangað.
„Þú brýtur hestinn þinn, Poul!“ sagði
barnfóstran.
„Hann ríður alltaf svona! Það vildi ég,
að hann vildi hætta því,“ sagði eldri systir
hans, Joan.
En hann starði aðeins þegjandi á þau.
Barnfóstran gafst upp við hann. Hún gat
ekkert við hann ráðið.
Dag nokkurn kom Oscar frændi og móð-
ir hans inn, þegar ein af þessum djöfla-
reiðum stóð sem hæst. Hann talaði ekki
við þau.
„Halló, ungi knapi! Er það verðlauna-
hestur, sem þú ríður?“ sagði frændi hans.
„Ertu nú ekki bráðum orðinn of stór til
að leika þér að rugguhesti? Þú ert ekkert
smábarn lengur, það veiztu vel,“ sagði
móðir hans.
En hann gaut aðeins til þeirra bláum
augunum. Hann talaði aldrei við neinn,
þegar hann var á þessum ferðum sínum.
Móðir hans horfði á hann kvíðafull.
Að lokum stöðvaði hann hið vélræna
hlaup hestsins og fór af baki.
„Jæja, ég komst þangað!“ sagði hann
sigri hrósandi. Hann stóð gleiðfættur á
þreklegum fótleggjunum og blá augun
glömpuðu annarlega.
„Hvert?“ spurði móðir hans.
„Þangað sem ég ætlaði,“ sagði hann og
leit hvasst á hana.
„Það er rétt, drengur minn!“ sagði Osc-
ar frændi. „Hættu ekki fyrr en þú kemst
þangað. Hvað heitir hesturinn?“
„Hann heitir ekkert,“ sagði drengurinn-
„Og kemst áfram fyrir því?“ spurði
Oscar frændi.
„Já, hann hét ýmsum nöfnum. Hann hét
Sansovino í vikunni sem leið.“
„Ha? Sansovino? Sá, sem vann Ascot-
veðreiðarnar. Hvernig vissirðu um nafo
hans?“ .
„Hann er alltaf að tala um veðreiðat
við Bassett,“ sagði Joan.
Oscari þótti gaman að heyra að þessi litÞ
frændi hans hefði svona mikinn áhuga a
veðreiðum. Bassett, ungi garðyrkjumaðuf'
inn, sem særzt hafði á vinstra fæti í stríð'
inu, og fengið þetta starf sitt fyrir miu1'
göngu Oscar Cresswell, var lifandi frétta'
blað, hvað viðvék öllum veðreiðum. Hauí1