Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 13
N. Kv. ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 47 duft, svo sem eina teskeið um leið og ég bæri á mig áburðinn. Með þetta fór ég síðan sama daginn heim aftur í Ingjaldsstaði. Notaði ég svo dyggilega smyrslin eftir fyrir- sögn Hólmfríðar í eina viku, en varð ekki var neins bata. Fór ég þá að taka inn brenni- steinsduftið, og eftir tvo daga fóru útbrotin að hverfa, og kláðinn að minnka. Viku síð- ar varð ég albata og öll sárin gróin. Fyrst ég arinars fór að geta um lækningar Hólmfríðar á Hjalla, held ég að ég verði einnig að geta um tvö önnur tilfelli, sem hún læknaði alveg dásamlega. Það var einu sinni að vorlagi, að ég sat heilan dag við sil- ungsveiði með dorg gegnum ís á Engivatni, sem er á Fljótsheiði. Snjór var á allri heið- inni, svo að ekki sá á dökkan díl. Hafði ég enga hlíf fyrir augum, en steikjandi sólskin var allan daginn. Þegar ég kom heim um kvöldið, hafði ég óþolandi kvalir í augun- um af snjóbirtu. Ég sofnaði ekki dúr um nóttina, og daginn eftir var ég engu betri. Á heimilinu var þá kona, sem var með barn á brjósti. Ráðleggur þá Hólmfríður mér það að láta konuna mjólka sig í opin augarn á mér, og var það gert. Og aldrei hef ég vit- að sneggri umskipti frá sárustu kvölum til fullkomins bata. Því að á sömn stundu voru kvalirnar horfnar, og ég albata. Þá var það annað sinn, að ég fékk ristil. Hann byrjaði framan á kviðárholinu með smábólu, og síðan kom hver bólan af ann- arri út hægra megin, og þannig hélt hann áfram þvert yfir bakið og á vinstri hlið. Var þá leitað ráða Hólmfríðar. Þótti þetta mjög alvarlegt, því að gömul trú var þá sú, að ef ristilendarnir næðu saman, væri bráður bani vís. Vissi Hólmfríður ráð eitt, sem tal- ið væri óbrigðult; en það var að skera kross- skurð við báða enda ristilsins. En vandinn var sá að skera krossana nákvæmlega rétta. En til þess sagðist hún ekki treysta sér, þar sem hún væri orðin svo skjálfhent. Vildi nú enginn skera krossana. Ég var mikið veikur og hafði háan hita. Þegar ekki voru eftir nema 2—3 þumlungar milli ristilend- anna, tekur Hólmfríður rakhníf og segir: „Jæja þá, í herrans nafni, drengurinn er bráðum dauður, hvort sem er.“ Og síðan ristir hún tvo krossa á milli rist- ilendanna, svo að ofurlítið blæðir úr skurð- unum, og síðan bindur hún vandlega utan um mig með léreftsræmu. Daginn eftir var ég hitalaus og nokkuð frískur. Voru þá um- búðirnar teknar af, og reyndist þá hver ein- asta bóla uppþornuð, og þann sarna dag fór ég á fætur og var albata eftir skamman tíma. Fyrir nokkrum árum sagði ég lækni ein- um frá lækningaaðgerðum þessum, og sagði hann, að þetta hefði verið heillaráð. Því að oft dygði það vel að hleypa út blóði til að hefta útbreiðslu ristils. En auðvitað væri ekkert aðalskilyrði að skorinn væri kross, heldur hitt að spretta í skinnið, svo að blæddi. Vík ég nú aftur að veru minni á Ingjalds- stöðum. Þetta haust settist veturinn snemma að og var allharður. Þurfti því snemma að taka fé í hús, en sjálfsagt var að beita því svo lengi, sem það gat krafsað í jörð. Ég þurfti því allt- af að fylgja fénu eftir í hagann, og þegar vont var veður, varð ég að standa yfir því frá morgni og fram í myrkur. Væri veður gott, rak ég féð í hagann á morgnana, og kom það þá vanalega sjálft heim, þegar dimma tók á kvöldin. En hverja stund, senr afgangs var fjárliirðingunni, var ég látinn vinna við tóskap. Húsbóndi minn var öðru livoru með mér við féð fram yfir nýárið, en eftir það settist liann alveg að heima. Var þá búið að spinna í einn vef. Jóhannes var vefari góður, enda sat hann í vefstólnum alla daga og óf af miklu kappi. Unr haustið var tekin kerling til að spinna, og spann hún allan veturinn. Var hlutverk mitt að kemba fyrir lrana, og mátti ég aldrei láta standa á kembum, lrvað mikið sem ég hafði að gera úti. En nú hafði ég einn alla fjárhirðinguna og hafði því sannarlega nóg að gera. Svo átti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.