Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 28
62 SVEINN SKYTTA N. Kv. það sjálíur að ég hef ekki einu sinni byssuna mína meðferðis.“ „Stundum borgar sig að fara gætilega. Eg kannast nú enn við hvellinn í minni eigin byssu, sem ég var svo ólánssamur að gefa þér.“ „Það hlýtur að hafa verið einhver annar, sem skaut,“ svaraði Ib, sem leið strax betur, er hann fann, að Sveinn var ekki eins erfið- ur viðureignar og hann lrafði gert ráð fyrir. „Ég fór út í skóg í dag til þess að tína dálít- ið af einiberjum, sem þessi fróði læknir í Præstö, notar í smyrslin sín.“ „Elvað á þetta að þýða?“ spurði Sveinn um leið og hann benti á blóðblett í laufinu, þar sem ráhafurinn hafði fallið. „Nú trúir þú mér víst áreiðanlega ekki, en ég fékk svo miklar blóðnasir áðan, að ég er varla búinn að jafna mig ennþá.“ „Og þessi laufhrúga þarna!“ hélt hinn áfram í því að hann benti á þann stað, þar sem ráhafurinn lá falinn. „Úr því að þú ert búinn að reka augun í hann líka, þá sé ég mér ekki annað vænna en gangast við glæp mínum,“ sagði Ib, og hann brosti um leið dálítið kankvíslega. „Ég hef skotið pínulítinn rádýrskálf. Það er minn glæpur.“ Sveinn gekk að laufhrúgunni og ýtti nokkrum laufblöðum til hliðar með byssu- skaftinu. Horn ráhafursins komu von bráð- ar í ljós. Ib sá nú fram á, að hann gæti ekki sloppið án þess að spila fram sínu síðasta trompi. Hann tók kjark í sig, breytti um tón og hrópaði: ,, Jæja þá, ég skaut þennan rákálf, en hvers vegna óskapast þú svona út af því, Sveinn minn? — Þú ert mágur minn og þekkir vel þau lífskjör, sem fátæklingur eins og ég verð að búa við. Það er þröngt í búi hjá mér og einhvern veginn verð ég að reyna að fleyta fram lífinu.“ „Þú getur sjálfum þér um kennt,“ svarði Sveinn í ásökunartón. „Ef þú hefðir reynzt maður til þeirrar vinnu, sem ég kom þér í í maí, þá hefðu húsbændurnir á J ungshöfða ráðið þig sem skyttu og þá hefði hag þínum verið borgið, en þú straukst í burtu og varst á flækingi með óþokkum og öðrum misindismönnum.“ „Það er hverju orði sannara," svaraði Ib með meiri alvöru en áður,“ en mér nú samt nokkur vorkunn. Æi, Sveinki litli! Þú get- ur ekki gert þér í hugarlund, hvernig mér verður innanbíjósts í hvert sinn sem líður að vori, þegar sólin skín og lævirkinn syng- ur á grein. Þá líður mér eins og fuglinum, sem vei'ður að flúgja um loftin blá. Ég eiri ekki heima, og verð að leita til manna, sem eins og ég hafa fengið flökkueðlið í vöggu- gjöf. Þannig liefur það verið frá því ég man eftir mér, og ég hygg ég hætti ekki að flakka fyrr en ég má til með það. En við skulum ekki orðlenga það meir, því að við getum hvort sem er aldrei hugsað á sama máta. Lof- aðu mér nú að hafa rákálfinn, þar sem þú veizt, að ég hef ekki úr of miklu að moða og snúðu aftur til vina þinna inni í skóginum, sem eru víst áreiðanlega farnir að ókyrrast út af þér.“ „Hvað áttu við?“ „Heldurðu, að ég hafi ekki séð systur hallarfrúarinnar og þig, þegar þið riðuð á veiðar inn í skóginn. Sól og vindar hai'a gert vanga þinn rauðan, Sveinn Gönge, en hann varð samt enn rauðari í návist hennar, þegar þið riðuð þarna samhliða og svo nálægt hvort öðru, að hestar ykkar snertust næstunr því. En það er þó ekki nema sanngjarnt, þú ert ástfanginn í henni og hún stendur ennþá í þakkarskuld við þig fyrir þann greiða, sem þú gerðir henni.“ „Hvað veizt þú um það, Ib? Ég hélt, að þetta mál væri ekki í vitorði nokkurs manns." „Já, sem betur fer er það á fárra vit- orði, Sveinn minn! En ég veit samt svo mikið, að það var einu sinni komið að þér, þegar þú sazt við fætur stúlkunnar og svo snerir þú þig út úr því með því að þykj-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.