Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 41
N. Kv. SVEINN SKYTTA 75 „Til allrar hamingju er auðvelt að ganga úr skugga um það,“ sagði lénsmaðurinn, „þar sem ritari minn, sá hinn sami er færði höfuðsmanninum skipun konungs, er hér á næstu grösum. Hann mun geta sannfært yðar hátign um þessa ófyrirleitnu ósann- sögli höfuðsmannsins.“ Kaj brosti að þessum heiftyrðum. Hann stóð þarna hinn öruggasti og lét engan bil- bug á sér finna. „Lénsmaðurinn virðist alveg gleyma sér í návist konungsins, annars neita ég því ekki, að hann kunni að hafa sent þessa margumræddu skipun, en aðeins því, að ég Itafi tekið á móti henni.“ Eftir þessar vífilengjur, sem sýndu svo greinilega þá klípu, sem Kaj var kominn í, leit hann biðjandi til drottningarinnar, eins og hann væri að leita sér liðs hjá henni. Og Soffía Amalía brást heldur ekki gæð- ingi sínum. Htin lagði hvíta hönd sína á hönd konunginum, brosti til lians og leit á hann nreð sínum fögru augum, en út úr þeim Ijómaði öll sú töfrandi viðkvæmni og blíða, sem bjó í brjósti þessarar tígulegu konu. Þetta angurværa augnaráð drottning- arinnar mýkti skap konungsins að mun. Hún sagði: „Ég vona að yðar hátign fyrirgefi mér þótt ég blandi mér í þetta mál. Jafnvel þó að Lykke höfuðsmanni hafi yfirsézt lítils- háttar, sem lénsmaðurinn hefur þó varla sannað, þá á hann svo auðvelt með að af- plána fyrir vanrækslu sína, að ég geri ráð fyrir að yðar hátign muni standa í æfilangri þakkarskuld við hann. Kaj Lykke hefur í dag bjargað lífi mínu.“ „Lífi yðar! Hvernig má það vera?“ Drottningin lýsti í nokkrum orðum við- ureigninni við villisvínið. Hún minntist að vísu á flækinginn, en hún gerði samt meira úr frammistöðu höfuðsmannsins en hann átti í raun réttri skilið. Kaj stóð rólegur og lotningarfullur við enda borðsins og studdist við sverð sitt. „Það var ljóti leikurinn," stundi konung- urinn. „En Körbitz riddari," bætti hann við, „hvar var hann á meðan?“ „Körbitz!“ . endurtók drottningin hlæj- andi, um leið og hún sneri sér við og virti riddarann fyrir sér með augnatilliti, sem minnti eitthvað á grimmd kattarins. Við þessa hreyfingu datt vasaklúturinn hennar á gólfið. Körbitz gekk eitt skref áfram og tók vasaklútinn upp og lagði hann á stól- bríkina á hægindastól drottningarinnar, í sömu andránni hvíslaði hann þessu eina orði: „Miskunn!“ Og hann var svo biðjandi á svipinn, að drottningin virtist næstum komast við út af því. „Körbitz riddari,“ endurtók drottningin var vant við látinn annars staðar, þegar þetta gerðist. En mér finnst að við bæði, yðar hátign og ég eigum Lykke höfuðsmanni miklar þakkir að gjalda.“ „Já ,sannarlega,“ svaraði konungurinn og ég ætla að láta mína smekkvísu drottningu eina um það, hvernig þetta afrek verði bezt launað. Hvað yður snertir, herra lénsmað- ur, þá munum við láta þetta mál niður falla. Ef eitthvað hefur verið gert á yðar hlut, þá skuluð þér fá rétting yðar mála seinna." „ Yðar liátign sýnir mér of mikla misk- unn,“ svaraði Brokkenhuus hrærður. „Eftir það ,sem ég hef bæði heyrt og séð, þá álít ég að Lykke höfuðsmaður hafi haft á réttu að standa, þegar liann bar mér það á brýn, að sjón mín og minni væru álíka sljó.“ Þessi ósérhlífni lénsmannsins vakti aðdá- un allra viðstaddra. Sérstaklega féll hún í góðan jarðveg hjá drottningunni, sem sneri sér til Brokkenhuus og brosti til hans í við- urkenningarskyni fyrir þessa drengilegu framkomu hans. III. Nótt í höllinni. Þegar hallarklukkan sló tíu, bjóst kon- ungurinn að ganga til náða. Hann lét vísa sér og drottningunni til herbergja 10*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.