Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 24
58
LÁNIÐ
N. Kv.
sveiflur, áþekkt og þegar segljaðri er beitt
of nærri vindi. Skyndilega hætti hristing-
urinn, og líkami hans slaknaði allur.
Eg heyrði Thurston taka andann á.lofti.
En ég hafði einnig séð það, sem gerðist. Á
marmara-hvítar kinnar Stellu brá daufum
roða — nei, ofurlítið endurskin af blædökk-
um hörundslit þeirra var að hefjast. Ljós-
blik kviknaði á ný í augum hennar, sem
verið höfðu þokudökk og lífvana, og er eg
starði á liana vantrúaður og skelkaður, sá
eg varir hennar titra.
Þegar eg skömmu síðar, gagntekinn og
ruglaður, f-ylgdi Thurston út að vagni hans,
hristi hann höfuðið. „Eg trúi þessu ekki,
skal eg segja yður, þetta er eins konar ó-
sjálfráð hreyfing - blakitir á skari. Hún
mun fuðra upp rétt sem allra snöggvast.
En Stella fuðraði ekki upp. Að viku lið-
inni var hún orðin jafn hress og nokkru
sinni áður, eftir að ég kynntist henni. Það
lá við, að gleði Finchings og þakklæti væri
átakanlegt. Hann vék aldrei að þeirri ein-
kennilegu hlutdeild, er liann sjálfur virt-
ist hafa átt í bata hennar. Þau héldu áfram
lífinu eins og áður, nærri breytingalaust
— og þannig liðu fimmtán ár. Það var á
þessu seinna tímabili, ef svo mætti segja,
að vinátta mín og þeirra náði hámarki
sínu. Eg var bálskotinn í Stellu. Á sextugs-
aldri er það ekki mjög alvarleg ásökun.
Stundum er liún hafði kysst mig, hélt eg
heim og naut minningarinnar. Skringilegt
— eða finnst þér jrað ekki, að maður skuli
aldrei verða raunverulega gamall innan-
brjósts."
Afi hringdi og bað um rneira kaffi og
bætti við í staup sitt. Hann rétti flöskuna og
hristi höfuðið, er ég hafnaði boðinu. „Sorg-
legt,“ sagði hann. „Fínasti metall í heimi
— koníak. Nú hef ég fyllt áttrætt og aldrei
hafnað staupi.“
Síðan liélt hann áfram sögunni.
„Nei. Maður verður ekki gamall — raun-
verulega ekki innanbrjósts. En líkaminn
slízt §mám saman, alveg sama, hve vel þú
smyrð liann. Hraðara hjá sumum, en hæg-
ara hjá öðrum. Veikindi, þreyta og áreynsla
geta hraðað slitinu. En allir líkamir, og
níutíu og níu sinnum af hundraði skeður
sú breyting smátt og smátt.
Og í þessu sögu-rugli, sem eg var að
reyna að segja þér, komum við nú að ó-
hrekjandi lífseðlisfræðilegri staðreynd. Og
frá læknissjónarmiði mínu er þetta áreið-
anlegt. Frá því augnabliki er Stella dó —
frá því augnabliki er Stella var nærri dáin,
— tók Finching að eldast með ægilegum
hraða og alveg ótrúlegum. Áður en ful'ur
mánuður var liðinn frá algerum bata
Stellu, hafði liann breytzt úr fimmtugum
manni í hálf-sjötugan mann, eða jafmel
enn eldri. Það var ekkert furðulegt við
þetta svo sem með hárið „alhvítt á einni
nótt,“ o. s. frv. en á mánaðar-tíma virtust
fimmtán ár líkamlegrar ævi hans hafa
runnið framhjá honum. Hér sagði allt
sína sögu. Yfirborð hörundsins og áferð,
rýrnun vöðvanna, svo að hann varð áber-
andi beinaber, og blóðæðarnar á yfirborði
líkamans, allt sagði sína sögu. Og er eg
skoðaði liann, var sömu sögu að segja um
öll iunvortis líffæri. Eg reyndi alls ekki
að gera mér neina hugmynd um, livað
valclið hafi þessu hraðfara líkamssliti hans
og hrörnun. En það var staðreynd. Elann
hafði verið fimmtán árum eldri en Stella,
en þrátt fyrir fæðingarvottorð hans var
aldursmunur þeirra á líkamlegan mæli-
kvarða nú orðinn full þrjátíu ár.
Stellu varð auðvitað ljóst — og eg býst
við Finching líka — að hann hafði skvndi-
lega elzt rnjög mikið, en það virtist engin
áhrif hafa á samvisrir þeirra og viðvarandi
hamingju. Ástúð hennar og itmhyggja vai
takmarkalaus, en eftir þetta ovcnjulega
aldursstökk eltist Finching aðeins eðlilega,
en Jiá varð því ekki ýkja lengi þörf fyrir
Jressa sérstöku umhvggj tisem 1 og nærgatni.
Er tímar liðu, var eg tíðar og tíðar beðinn