Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 42
76
SVEINN SKYTTA
N. Kv.
sinna. Drekariddararnir áttu að halda vörð
um höllina.
I sama mund og Ólafur Brokkenhuus
gekk í gegnum anddyrið, þar sem Kaj Lykke
var í óða önn að skipa riddurum sínum fyr-
ir verkum, lieilsaði hann höfuðmanninum
eins og ekkert hefði í skorizt. Kaj var ennþá
að hugleiða þá atburði, sem höfðu komið
fyrir um daginn, og notaleg unaðskennd-fór
um hann allan, er hann hugsaði um velvild
drottningarinnar í sinn garð. Þegar Brokk-
enhuus heilsaði honum, þá viðurkenndi
liann fyrir sjálfum sér þau rangindi, sem
hann hafði haft í frammi, og fannst ver i til
þess knúinn að bæta fyrir þau. Þess vegna
fór hann til lénsmannsins, kom við öxl lians
og sagði:
„Herra lénsmaður Má ég segja við yður
tvö orð?“
Brokkenhuus sneri sér við, og þeir gengu
saman út í eitt gluggahornið á anddyrinu,
þar sem riddararnir voru úr heyrnarfæri
við þá.
Kaj sagði: „Ég hef haft yður fyrir rangri
sök, lierra lénsmaður. Því að nú man ég
greinilega eftir því að hafa fengið þessi bréf
á þeim tíma, sem þér tiltókuð.“
„Og er það ætlun yðar að halda áfram að
móðga mig?‘ ‘spurði Brokkenhuus stillilega.
„Nei, ég legg þar við drengskap minn að
gera það aldrei framar. Ég viðurkenni þá
óhæfu, sem ég lief gert mig sekan um. Ég
fel mig yður á vald.“
„Hvað eigið þér við?“
„Ég býð yður alla þá leiðrétting, sem
sannur aðalsmaður á rétt á.“
„Minn kæri höfuðsmaður!" svaraði
Brokkenhuus með sorgblandið bros á vör,
„lítið bara á mig, ég er orðinn gamall og
gráhærður og auk þess vesældar krvppling-
ur. Lítinn hróður myndi ég hafa af því að
heyja einvígi við yður. Áður fyrr var ég
ávallt reiðubúinn að útkljá illdeilur mínar
með vopnum, en það er mjög langt síðan.
Einn af fjandmönnum mínum hjó hægra
augað úr mér og skildi eftir þetta ör á enn-
inu. Annar, sem var öllu klaufafengnari en
sá fyrri, mölbraut annað hnéð á mér með
byssukúlu. Væru óvinir mínir enn á lífi, þá
gætu þeir sagt yður, að það mætti bregða
mér um allt annað, en hugleysi, en þeir voru
komnir undir græna torfu löngu áður en þér
komuð í þennan heim. Nú er ég næstum
því búinn að missa sjónina, en ég verð að
reyna að breiða yfir þennan ágalla, eins vel
og mér er auðið. Til þess að koma í veg fyr-
ir, að ég verði rekinn úr embættinu og sett-
ur á húsgang. Ellin sækir mig heim, Lykke
höfuðsmaður! Ég verð að láta mér það lynda
að verða fyrir aðkasti annarra — og ég þakka
þeim, sem móðga mig minnst.“
„Ó, herra lénsmaður! Þér gerið mig svo
auðvirðilegan. Á hvern hátt gæti ég bætt yð-
ur þetta? Ég skal fara strax í fyrramálið á
fund konungs, nei, ég skal fara þegar á
stundinni og játa sekt mína fyrir honum.
Ég bið yður að trúa því, að ef mér hefði
verið kunnugt uin þetta áður, þá hefði mér
aldrei komið til hugar ag afsaka mig með
því að skella skuldinni á yður.“
„Já, ég trúi yður, herra höfuðsmaður,“
svaraði lénsmaðurinn með angurværu brosi,
sem gæddi þetta afskræmda andlit einhverri
annarrlegri fegurð, „ég hef of mikið álit á
yður sem riddara til þess að geta ímyndað
mér, að þér munduð skaprauna varnarlaus-
um manni, en engu að síður hefur það lík-
lega hvarflað að yður að skora mig á hólm,
en hvorugur okkar, og sízt þér, hafið tíma
til slíkra athafna.“
„Jæja, kæri vinur!“ svaraði Kaj hlæjandi.
„Því ekki það? Hvers vegna ætti ekki hug-
aður aðalsmaður að berjast þegar tækifæri
gefst?“
„Því að huguðum aðalsmanni ber fyrst og
fremst að vera í þjónustu ættjarðarinnar,
þegar óvinaherir dveljast í landinu.“
„Ég sé fram á það, að ég mun alltaf hafa
á röngu að standa, þegar þér eruð annars
vegar,“ svaraði Kaj; „en hvað sem því líður,