Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 36
70
SVEINN SKYTTA
N. Kv
Grárautt strý þakti vanga hans og niður-
andlit.
Hennar liátign virtist ekki hafa neinn sér-
stakan áhuga á þessum samræðum. Nú hafði
lénsmaðurinn þagnað einu sinni enn og
drottningin notað sér þá tækifærið til þess
að sleppa í burtu. Hún reis á fætur og gekk
í áttina til borðsins, þar sem konungurinn
og Gabel sátu.
„Geri ég yður ónæði?“ spurði hún um
leið og hún hallaði sér upp að bakinu á
stólnum, sem konungurinn sat í.
Alls ekki,“ svaraði konungurinn vingjarn-
lega, ,,það er öðru nær, okkur langar til að
tala við fólk.“
„Jæja,“ sagði drottningin og lagði hönd
sina á enni konungs. „Segið mér þá ástæð-
una fyrir þessum djúpu hrukkum. Hefur
yðar hátign fengið fréttir af nýjum óför-
um?“
„Já, ófarir eru það vissulega, en ástandið
er ekki enn orðið svo slæmt, að við treystum
okkur ekki til þess að vinna bug á þeim tor-
færum, sem verða á vegi okkar.“
„Og hvers konar galdrarúnir hyggst yðar
hátign rista til þess að sigrast á öllum þess-
um ófögnuði?“
„Ég treysti á guð, já, aðallega á guð, og
lítið eitt á sjálfan mig, því að ég veit, að
viljaþrekið eitt getur sigrast á öllu. Og þó
að þessi bréf hérna færi mér ekki nein
gleðitíðindi, þá veit ég, að ég mun koma úr
ferð minni sigri hrósandi."
„Segið þér mér þá frá því,“ sagði drottn-
ingin hvatlega um leið og hún tók sér sæti
við lilið konungsins. Því næst bætti hún við,
er hún leit á Gabel: „Svo framarlega sem
yðar hátign finnst það viðeigandi á þessari
stundu.“
Konungurinn skildi skensið og brosti.
„Gabel er rninn trúnaðarvinur, og ég er
löngu hættur að fara í launkofa með þau
mál, sem ríkið snerta eða mig varða, þegar
hann er viðstaddur," sagði hann. „Auk þess
mun hann fá að vita það, sem bráðum verð-
ur gert heyrurn kunnugt, að flotaforingi
okkar, Henrik Bjelke, sem hafði aðeins 30
skip til umráða, vann sigur á 79 skipa flota
Karls konungs hjá Falsterbo núna fyrir
skemmstu, þeim flota, sem sænski konung-
urinn ætlaði að senda til Jótlandsstranda.
Orrustan var bæði löng og tvísýn, en svo fór
að lokum, að Svíarnir urðu að hörfa undan
og nú liggja þeir í leyni fyrir utan Riga. Ég
vildi verða fyrstur til að færa minni fögru
drottningu þessi fagnaðartíðindi, og við
gætum átt von á eins góðurn fréttum í fram-
tíðinni, ef við ættum fleiri vaska drengi á
að skipa.“
„Mig minnir samt,“ sagði drottningin, að
danskir hermenn hafi getið sér góðan orð-
stír áður fyrr. Og ennþá er fjöldinn allur af
hermönnum í Þýzkalandi, sem eftir þessa
langvarandi styrjöld reika um landið í mesta
úrræðalevsi. Yðar hátign barf aðeins að
skera upp herör til þess að fá þá alla hing-
að.“
„Til þess er tíminn allt of naumur, og
allt fram að þessu héldum við, að við þyrft-
um ekki á þeirn að halda. Bæði Pólland og
Brandenborg, og meira að segja Þýzkalands-
keisari sjálfur hétu stuðningi sínum, þegar
þessi hörmulegi hildarleikur hófst, en þegar
við áttum svo í vök að verjast, þá var engrar
hjálpar von, og síðan hafa þessir góðu herrar
ekki látið til sín heyra. Nú verðum við að
bjargast eins og bezt gengur, og allt myndi
ganga vel, ef aðallinn okkar sem einn hefur
vald til þess að ákveða stríð, hefði ekki einn-
ig vald til þess að neita þátttöku sinni í því,
já, og jafnframt að koma í veg fyrir það, að
synir landsins veiti því aðstoð, þegar hætta
er á ferðum.“
„)á, hinn ágæti aðall,“ sagði drottningin
og svörtu augun hennar leiftruðu af bræði.
„Yðar hátign og ég eigum honum svo óend-
anlega mikið upp að unna, og við erum svo
oft minnt á það, að okkur langar einna helzt
að gera upp skuld okkar við hann hið bráð-
asta. Hvernig getur annars aðallinn verið