Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 43
N. Kv.
SVEINN SKYTTA
77
þá eruð þér mesta göfugmenni, og ég æski
einskis frekar en að komast í hóp vina yðar.“
„Ekkert er því til fyrirstöðu,“ sagði þessi
gamli aðalsmaður, um leið og hann dró
lianzkann af sér og rétti Kaj höndina. „Ver-
ið þér nú sælir, höfuðsmaður, og ég þakka
yður fyrir þá ánægju, sem þér hafið veitt
mér í kvöld.“
„Strax í fyrramálið fer ég að hitta kon-
unginn,“ svaraði Kaj af tilfinningu. „Ég fæ
ekki frið, fyrr en ég hef meðgengið allt fyrir
honum."
„Það er hreinasti óþarfi, herra I.ykke. I
fyrramálið fer hver sína leið og það má
drottinn vita, hvort við eigum eftir að vera
á vegi livor annars seinna.“
Brokkenhuus kvaddi og fór, Kaj fylgdi
honum að ytri hallarstiganum og vottaði
þessu göfuga gamalmenni meiri lotningu en
hann hafði nokkru sinni auðsýnt yfirboðara
sínurn. Að svo búnu fór hann til þess að gefa
varðmönnunum síðustu skipanir sínar.
„Ef ég man rétt,“ sagði hann í skipunar-
tón, „þá sagði ég honum, herra Wolf. að fara
við áttunda mann til austurálmu hallarinn-
ar, þar sem vistaverur drottningarinnar eru.
Þar á hann að vera á verði og sjá um, að allt
verði þar með kyrrum kjörum. Brennivín
er stranglega bannað og varist um fram allt
að hafa j^essa bannsettu jurt um hönd, sem
þið hafið flutt með ykkur inn í landið. Þið
munið eitra loftið í herbergjum hennar há-
tignar með reyknum af henni!“
Með þessari umræddu jurt átti Kaj auð-
vitað \ið tóbak, sem hermenn Karls
fimmta höfðu komið með frá S]rán i til
Þýzkalands, og í tíð fyrrverandi konungs
höfðu hermennirnir flutt hana með sér frá
Þýzkalandi til Danmerkur og gefið almenn-
ingi smjörþefinn af henni.
Riddararnir fóru til varðstöðva sinna, að
undanskildum Jjessum umrædda I iðjijálfa,
Wolf.
„Hefur liðþjálfinn skilið skipun mína?“
spurði Kaj.
„Já, herra höfuðsmaður!" svaraði Wolf.
„Eftir Iiverjum fjáranum er hann þá að
bíða?“
„Mínum göfuga herra þóknast að
gleyma því, að hann gaf mér leyfi til þess að
reka erindi mitt í þorpinu. Félagar mínir
segja, að við munum ríða af stað í bítið á
morgun, jrví mun mér, aumingjanum, ekki
gefast tími til þess að ljúka erindi mínu áð-
ur en ég fer.“
„Það er víst alveg rétt,“ svaraði Kaj eins
og hann myndi nú fyrst eftir loforði sínu.
„Hann á kærustu í einhverjum kofanum
jvirna niðri í þorpinu."
„ Já, Jrví verður ekki neitað. í hvern bæ
sem við komum, þá lendum við í smá ástar-
ævintýrum, en stúlkan, sem ég hef áður
kynnzt lrér, ber af öllum, sem ég hef áður
þekkt, enda er það ætlun mín að ganga að
eiga hana, svo framarlega sem það er guðs
vilji.“
„Já, en hvað getum við gert? — Ég hef
gefið honum loforð mitt og sannur aðals-
rnaður verður að efna gefin loforð; en her-
manni ber fyrst og fremst að rækja skyldu
sína og það er liðþjálfanum fvllilega ljóst! “
„Minn göfugi herra er strangur maður,“
sagði liðþjálfinn með kökk í hálsinum.
„Mætti ég ekki aðeins skreppa frá í rúma
klukkustund? Eitt mannslíf er í veði, minn
göfugi herra! Því að stúlkan mun ráða sig af
dögum, ef hún fær ekki að sjá mig. Aðeins
eina klukkustund — og að þeim tíma liðn-
um verð ég aftur kominn á minn vettvang."
„Og hver ætti svo sem að leysa hann af á
meðan. Fjarvera hans yrði fallegt fyrirdæmi
fyrir hina, eða hitt Jró heldur.“
Örvæntingarfullur á svipinn sneri lið-
þjálfinn sér á hæli. Orð Kajs stöðvuðu
hann aftur:
„Heyrið, liðþjálfi! Mér dettur nokkuð í
hug. Ég skal halda vörð í staðinn fyrir hann,
í þetta skipti, Jdví að ég veit, að hann er góð-
ur og vandaður drengur. Hann verður þá að
lána mér skikkju sína og hatt, við erum um