Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 34
68
SVEINN SKYTTA
N. Kv.
höfðinu. í tunglsljósinu mátti sjá vanga
hennar fölna og alvörusvip færast yfir andlit
hennar á meðan hún starði ögrandi á Kaj
með sínurn dimmbláu augum.
„Hvort hún gleymdi mér,“ svaraði Kaj,
„er óráðin gáta, sem verður víst aldrei leyst
eða ekki fyrr en ég kemst í kynni við konu,
sem ber eins mikið skynbragð á sálarlíf
kvenna og yðar hátign. Og mætti ég nú ger-
ast svo djarfur að spyrja yður, hvort ég ætti
að trúa hjarta mínu eða efanum í hug mín-
um, himnaríki eða helvíti?“
Á meðan Kaj talaði, hvarf hörkusvipur-
inn af andliti drottningarinnar. Þegar hann
svo þagnaði, virtist htin eiga í einhverju
stríði við sjálfa sig um stund, síðan rétti
hún honum hendina og sagði blíðróma:
„Nei, Kaj Lykke! Sú kona, sem þér talið
um, mun aldrei gleyma yður, það getið þér
verið viss um. í lífi voru rekur einn atbnrð-
urinn annan, en svo rennur allt í einu upp
einn dagur, þegar sérhver ljúf og sæl minn-
ing endurhljómar í hjarta manns eins og
gömul vögguvísa, sem við lærðum á bernsku-
árunum. Hún gleymdi yður ekki,“ bætti
drottningin við næstum því hvíslandi, „því
að seinna tneir þá fann hún mikla fróun í
því að eyða tómleika nútíðarinnar með end-
urminningum um liðna sælu.“
Kaj tók í hönd drottningarinnar, laut
áfram og þrýsti henni upp að brennheitum
vörum sínum.
í sama mund heyrðist hófadynur bak við
þau. Drottningin dró höndina að sér, sneri
liöfðinu við og sá Körbitz koma á harða
stökki. í tunglskininu hafði riddarinn
loksins komið auga á þau.
„Jæja,“ sagði drottningin ljörlega. „Eruð
það þér, minn kæri herra Körbitz? Þér hafið
sannarlega tekið lífinu með ró og ekkert
verið að flýta yður að liafa upp á okkur.“
„Því fer nú verr og miður,“ svaraði Kör-
bitz, „en ég átti minnsta sök á því, og yðar
Iiátign sá með eigin augum ófarir mínar í
ánni.“
„Og þeirra vegan hafið þér ekki náð okk-
ur fyrr en nú?“
„Yðar hátign myndi gera mér réttara til
með því að ætla, að það væri kappi mínu að
þakka, að ég væri hingað kominn. Eftir að
ég varð viðskila við hina veiðimennina, þá
hef ég leitað yðar um allan skóginn til þess
að vera sá fyrsti til þess að færa yður fréttir
af komu konungsins til Jungshöfða.“
„Jæja þá, riddari! Þá dugar ekki annað en
spretta úr sporinu til þess að ná til hallar-
innar sem fyrst. En þér, herra Lykke, megið
til með að halda aftur af gæðing yðar, til
þess að við getum verið örugg um að ekkert
ólán hendi yður.“
Með þessum orðum gaf drottningin hesti
sínum tauminn og hleypti lionum á brokk
eftir veginum, sem lá niður að höllinni.
Kaj skildi ástæðuna fyrir þessu endur-
tekna hrósi ttm hest sinn. Fyrir nokkrum ár-
um ltafði drottningin látið mörg aðdáunar-
orð í svipuðum dúr falla um vagnhesta
Gttnde Rosenkrantz í ríkisráðinu, og það
varð til þess, að hann gaf ltenni þegar í stað
tvo afbragðs vagnhesta. Er hann færði henni
þessa höfðinglegu gjöf, þá komst hann þann-
ig að orði: „í gær þóknaðist yðar hátign að
láta í ljós aðdáun yðar á hestum mínum.
Upp frá því augnabliki eru þeir ekki lengur
í tninni eigu; því að það sæmir ekki heið-
virðum þegn að vera drottningu sinni fremi
um nokkurn lilut.“
Drottningin tók gullhömrum hans ntjög
blíðlega. Kaj svaraði engu til núna, og
stundu síðar riðu þau inn í Jttngshöfða.
Hallargarðttrinn var upplýstur með tjöru-
kyndlum og fullur af átthagafjötruðu
bændafólki, sem var þarna samkvæmt fyrir-
skipun ráðsmannsins til þess aðeins að votta
konungi og drottningu hollustu sína.
II. Dagur í höllinni.
Eftir að drottningin hafði heilsað kon-
unginum og haft fataskipti, tók lntn sér
sæti í einum af þeirn hægindastólum, sem