Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 22
56 LÁNIÐ N. Kv. ljósblik. Þú varðst þess greinilega var, að án allrar viðleitni og orða gerði ást þeirra þau að raunverulegri einingu. Hljóðlát, ánægjuleg og örugg varpaði hún á þau svo laugandi hita, að þú hlauzt að finna til hans. Eg drap á það áðan, að þau gáfu aldrei í skyn né þættust vera gift. Eftir að ég hafði kynnst þeim, var eg samt einu sinni svo líðilegur að hnísast í gestabók „Rán- dýrsins". Þar höfðu þau leigt tvö herbergi og skráð sig Finching og ungfrú þetta eða hitt — ég er búinn að gleyma nafninu. En eftir að þau höfðu keypt „Meyjarnar“, bjuggu þau saman algerlega og opinber- lega. Það var mjög eftirtektarvert, þar sem Jiorpsbúar eru ætíð sjálfum sér líkir — og þér er kunnugt, hvernig þeir geta verið — að Finshing-hjónaleysin skyldu sleppa með þetta. Þau gerðu það heldur ekki í fyrstu. Sumir Jrorpsbúa voru nærgöngulir og ruddalegir í orðbragði. En hreinn máttur þessara glæsilegu persónuleika eyddi brátt allri andúð, og að ári liðnu voru þau orðin sem ein úr okkar hóp. Og nú hlýtur að vera orðið langt síðan, að nokkur minntist þess, að þau væru ekki gift. Hvað þau höfðust hér að? O! Þau settust hér að sveitalífi eins og efnafólk venjulega gerir. Þau höfðu ríkuleg fjárráð — bíl, veiðar — þau fóru í útreiðar og á fiskiveið- ar. Hún var fyrirtaks reiðkona. Þau voru mjög gefin fyrir garðrækt og breyttu jörð sinni brátt í glæsilegt skemmtisetur. Þau tóku mikinn þátt í sveitalífinu. Hún sagði mér, að hún hefði aldrei eignast barn, en hún var alveg dásamleg í viðmóti og um- gengni við börn. Hann hafði gaman af að tefla skák, og ég tefldi við hann tvö-þrjú kvöld í viku. Eg bakaði mig — það var einmitt rétta orðið — í hamingju-geislum þeirra! Þau bjuggu hér áfram, og vinátta okkar óx með ári hverju. Einstöku sinnurn fóru þau bæði á brott og voru þá stundum all- lengi burtu. Eg veit ekki hvar. Þau minnt- ust aldrei á það né spjölluðu um sig sjálf og sína hagi. Eg hafði áhuga fyrir þeim sjálfum, en ekki hvað þau hefðust að. Við Stella vorum orðin gamlir og nánir vinir. Eg var læknir hennar, en hún var alveg stórkostlega lieilbrigð, og að undan- skildu einu smávægilegu tilfelli af kven- legum lasleika vissi ég aldrei af neinum alvarlegum veikindum hennar allt fram að jrví, er ég nú mun segja þér frá. Hún lagðist óvænt með kuldahrolli, er síðan snerist upp í inflúensu. Hún hresst- ist brátt, en sló niður aftur. Þar við bætt- ust ýmsir samkvillar, sem ég þarf ekki að lýsa fyrir þér, og loks snerist það upp í lungnabólgu. Eg iiélt að ég hefði gert allt, sem unnt var að gera. Guð minn góður! Nú veit eg, að ætíð er eitthvað eftir, sem hægt væri að gera. Okkur lærðist Jrað báð- um — og það af leikmanni. En eg hef enn ekki neina glögga hugmynd um, hvað það var, sem hann gerði. Eg sagði, við báðir, því að eg hafði þegar gert boð eftir sérfræðingi. Það var að vísu kjaftshögg á mig að verða að viðurkenna, að svona miklu yngri maður mér skyldi geta verið svo framúrskarandi fær í starfi sínu. En Jrað verð eg að segja, að þótt ung- ur væri, kunni hann starf sitt til fullnustu. Sjúkdómsgreining hans var rétt og frábær. Eg var afar liræddur um hana, og við tækifæri skýrði eg Finching frá því, í hverri hættu kona hans væri. Dögum saman hafði hann ráfað fram og aftur aðgerðalítill, og aðeins til óþæginda fyrir hjúkrunarkon- urnar. Eg vildi reyna að rnýkja og draga úr áfalli því, sem ég vissi að væri í vænd- um. En er eg nefndi, að Stella mundi sennilega deyja, hló hann hátt. „Nei! Nei, góði gamli vinur,“ sagði hann. „Gerðu þér engar áhyggjur út af J)ví. Stella mun ekki deyja. Eg vil ekki heyra

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.