Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 19
N. Kv.
ÞAÐ, SEM ALDREI VERÐUR ENDURHEIMT
53
„Þér verðið að koma aftur,“ sagði eigin-
konan.
„Ekki býst ég við því,“ sagði Tína. Fleyt-
an litla skoppaði af stað eftir ólgandi fljót-
inu. Einmana api skrækti einhvers staðar
upp á ströndinni. Og aftur gægðist sú lrugs-
un upp hjá Bendham, að þessar tvær konur
væru táknmyndir af tvennri ævi hans. Önn-
ur var nú farin áleiðis yfir fljótið, í áttina
til þorpsins, fjarlægðist stöðugt meir og
meir og kæmi aldrei aftur. Hin, við hlið
hans, væri þar að eilífu, unz hann dæi.
Hann losnaði aldrei við hana.
Og í síðasta sinn heyrði hann gullna rödd
Albertínu Robb. Hún kallaði hátt og skært
„góða nótt“ og hvarf.
Honum flaug skyndilega í hug, að réttast
væri að hrinda konunni sinni út í straum-
bólgið fljótið. Það væri svo auðvelt nirna.
Það suðaði í höfði hans, og hann heyrði
hana segja:
„Jim! Hvað ertu að, gera? í guðanna
bænum, hvað er að þér?“ og hljómur radd-
arinnar vakti hann, svo að hann áttaði sig.
Hann hafði gripið heljartaki um báða hand-
leggi hennar.
Hann sleppti henni skyndilega og greip
höndum fyrir augun.
„Jim. Aumingja Jim minn. Komdu nú
ofan og háttaðu. Þú ert orðinn svefns þurfi.
Þú hefur ekki sofið í margar nætur.
Hún fór að strjúka blíðlega um höfuð
lians, en hann færði sig frá henni og fann til
þess, að hann hataði hana með óbærilegum
ákafa. Snerting hvítu liandanna fallegu
fylltu hann viðbjóði.
„Farðu burt,“ sagði liann sljór og viðut-
an. „Farðu burt!“
Hún reyndi að telja um fyrir honum, en
hann hratt henni frá sér með slíkum hrana-
skap, að hún hörfaði spölkorn frá honum og
stóð þar og horfði á hann.
„Heyrirðu ekki, hvað ég er að segja?“
kallaði hann upp æstur. „í Guðs bænum
farðu burt frá augunum á mér, — og sjálfrar
þín vegna. Láttu mig ekki sjá þig. F.g þarf
að fá að vera aleinn í friði.“
Hún fór hægt og hljóðlega ofan aftur, og
er hann leit við, sá hann að blaktandi ljósið
var komið að landi. Hundarnir tóku aftur
að gelta í fjarska. Ljósið hvarf, og hann var
aleinn. Eftir var nú ekkert nema skordýrin,
milljónir þeirra, suðandi og hvínandi um-
hverfis hann. Hann gat ekki einu sinni dreg-
ið andann.
Þegar Mason og skipverjar komu út aftur
um morguninn, hittu þeir frú Bendham
uppi á þilfari ásamt Malaja-þjóninum. Hún
var afar taugaæst, og leið yfir hana, er þeir
sögðii henni, aðBendham hefði ekki komið í
land í þorpinu. Og hann fannst hvergi í
skipinu.
Lík hans varð aldrei fundið.
Blöð Norðurálfu fluttu æviminningar
James Bendhams og langar lofgreinar um
ævintýralega frægð hans og frama. Þau
skýrðu frá því, að hann hefði farið til Aust-
urlanda á drengsaldri og stofnað þar til
liinna miklu gúmmí-ekra, sem nú birgðu
hálfan lieiminn gúmmi. Haldið var á lofti,
hvílíkur ævintýralegur frami og frægð þetta
væri, að úr fátækum flökkustrák skyldi hafa
orðið stórfrægur auðjöfur og mikilmenni.
Hann hefði horfið af lystisnekkju sinni
nokkrum vikum áður en ákveðið hefði ver-
ið að aðla hann.
En engin þessara lofgreina fjallaði neitt
uin sál Bendhams.
Meðal innlendi'a í þorpinu spratt upp
kynlegur orðrómur og kviksögur. Þar var
sagt, að madame de Jongh, „kvenmaður
landshöfðingjans“, sem nú væri horfin, væri
galdrakerling og hefði farið út um hánótt
til að fyrirfara hinum mikla Túan Bendham
úti á skipi hans. Sín á milli sögðu menn
einnig, að Bendham hefði gert henni órétt
mikinn fyrir tólf árum, og að nú hefði hún
hefnt sín rækilega.