Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 21
N. Kv.
LÁNIÐ
55
„Þau komu hingað til sveitaþorpsins
fyrir hér um bil tuttugu árum. Ég var
þá miklu yngri og önnum kafinn; ég varð
þeirra því lítið var og veitti þeim litla at-
hygli. Stafaði það meðal annars af því, að
í fyrstu komu þau aðeins öðru livoru og
dvöldu liér aðeins fáa daga í einu. Þau
gistu þá ;í „Rádýrinu". Seinna keyptu þau
fornbýlið „Meyjarnar“ rétt utan við þorp-
ið á Hróftúnavegi. Er þau höfðu setzt að,
heimsótti ég þau. Og aldrei áður á allri
ásvi minni hef ég orðið jafn-snortinn af
neinum tveimur manneskjum.
Eg vildi, að ég gæti lýst þeim fyrir þér,
eins og þau þá voru, svo að þú sæir þau
fyrir þér og gætir gert þér ljóst, hvað það
hafi verið í fari þeirra, er svo algerlega
hreif hjarta mitt í einni svipan. En jafn-
vel með orðleikni þinni gæti ég ekki lýst
þessu — og er því tilgangslaust fyrir mig
að reyna það. Þessi töfrandi yndisleiki
'þeirra fólst ekki eingöngu né sérstaklega
í Ííkmalegum eiginleikum og ytra útliti.
Hún var mjög fögur kona, mjúkvaxin og
þýð í hreylingum, dökk á brún og brá,
Ijómandi af heilbrigði — og lífsfjöri! Þú
gazt séð hana lifa!
Þegar hún fyrst kom hingað að Heiðar-
móum, var hún þrítug að aldri. Hann var
eldri, um fjörutíu og fimm ára, mjög álit-
legur maður, gráhærður nokkuð, grann-
vaxinn og seigur og nijög lteilsugóður. Þau
voru þær gáfuðustu manneskjur, sem ég
hef nokkru sinni fyrirhitt á ævi minni.
Að tala við þau var unun og ánægja —
hreinasta nautn.
Eg furðaði mig mjög á því, livers vegna
þau giftu sig ekki. Mér er ekki kunnug
nein ástæða fyrir því. Eg var helzt þeiri'ar
skoðunar, að hann ætti — eða liefði átt
konu — en ég spurði hann aldrei um það.
Oll þessi ár — í mjög náinni vináttu—spurði
hann aldrei um þetta. Enda virtist það
ekki skipta neinu máli.“
Afi minn fyllti aftur í staup sitt, og var
senr talaði hann við sjálfan sig.
„Það er svo margt, sem við skiljum alls
ekki — læknar sérstaklega. Eg veit eigin-
lega ekki, hvers vegna ég er að segja þér
þessa sögu. Ekki get ég látið þig kynnast
þessum hjónaleysum — og þó eru þau sag-
an öll. Allt það sem raunverulega skeði,
gæti ég sagt þér í tiltölulega fáum orðum,
og þú mundir ekki trúa því. Eg er heldur
ekki viss um, að ég trúi því sjálfur. En
þetta er allt til fánýtis nema þvi aðeins,
að þú getir séð fyrir þér Finching-hjóna-
leysin, eins og ég sá þau — einstæðan per-
sónuleika þeirra og óviðjafnanlegan, og hið
afburða sterka og óvenjulega band þeirra
á nrilli."
Afi spurði mig, hvort ég hefði nokkurn
áhuga fyrir þessu, og lézt ekki búast við
því. Síðan sat hann hugsi um hríð.
„Eg var áðan að segja, að mig skorti orð,
en orð eru óhentug tæki og oft bæði vill-
andi og blekkjandi. Skoðanir manna breyt-
ast og verða úreltar, ganga úr sér. Eg er
einnar skoðunar, þú annarrar. Tökum til
dæmis ástina — ást manns á konu. Hvað
hyggur þú, að ástin sé?“
Hann beið ekki eftir svari.
„Ást er nú samt sem áður hið sígilda
orð. Eg held, að það sem fyrst hreif mig
við þessi Finching-hjónaleysi og vakti hjá
mér bráða og innilega vinsemd til þeirra,
er síðan óx með ári hverju, hafði verið ást
sú, er þau báru hvort til annars. Hún var
svo djúp og hljóðlát. Hún birtist ekki í
ástaratlotunr né blíðmælum eða útvortis
staðfesting ástar þeirra. Astin aðeins heyrði
þeim til og fylgdi þeim. Þú varðst hennar
Var á áþekkan hátt, og þú verður var við
ilm blóma. Hún bjó í þeim sjálfum. Þau
voru á sinn liátt blátt áfram venjulegt og
íallegt par að því undanskildu, að ástin
unrsveipaði þau svo greinilega, að hún virt-
ist nærri bæði sýnilegt band og áþreifan-
legt. Hún umkringdi þau eins og ljómi —