Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 27
N.-KV.
SVEINN SKYTTA
61
menn fóru á veiðar þennan dag í Jungs-
höfða- og Övremandsbæjarskógum sér til
afþreyingar.
Inn úr skóginum lá þröngur stígur í átt-
ina niður að grafartjörninni og þaðan inn
eftir fjöru hins mjóa fjarðar, sem áður er
getið og heitir Noretfjörður. Við þennan
stíg sat maður nokkur á hækjum sér bak við
gamlan eikarbol. Vöndulbyssa með óvenju
löngu hlaupi lá upp við tréð. Maðurinn
laut til jarðar og leit rannsakandi augum
ylir veginn fyrir framan sig. Litlu, fjörlegu
og kolsvörtu augun hans virtust sjá í gegn-
um holt og hæðir. Enni hans var hátt og
breitt og bar vott um kjark og ráðvendni,
en tvírætt bros lék um varir hans. Hann var
dökkur á hörund, hárið svart og huldi há-
rauð prjónahúfa það að mestu. Klæðnaður
hans var óbrotinn, ósútuð sauðskinnsúlpa,
og sneri ullin út, og stuttar léreftsbrækur.
Pjötlur úr nautshúð bar hann á fótunr sér
og batt þær saman með snæri. Gríðarstór
veiðihnífur hékk tir leðurólinni, sem hann
bar um sig miðjan.
Þessi maður hafði verið þarna tímunum
saman bak við eikarbolinn, án þess að
hreyfa legg né lið. Sólin gekk til viðar.
Kirkjuklukkan í Allerslev sló fimm. Maður-
inn sat enn þögull og hreyfingarlaus.
Þegar óljóst skrjáfur heyrðist í kjarrinu allt
í einu spratt hann á fætur, greip byssuna og
blés öskuna af kveikivöndlinum á byssu-
bógnum. Rétt í því kom ráhafur á hend-
ingsstökki út úr kjarrinu, lyfti upp höfðinu
og skimaði í allar áttir, því næst sneri hann
sér við og þaut bak við runnana, sem uxu
meðfram stígnum og hvarf veiðimanninum
með öllu.
Maðurinn reis á fætur, sleit blað af beyki-
grein og bar það upp að vörum sér og líkti
eftir því hljóði, sem hjartkollan gefur frá
sér á liaustin, þegar hún kallar á maka sinn
og sem einstaka afbragðs veiðimenn kunna
svo vel að stæla.
Það fór líka svo, að þetta bragð náði til-
ætluðum árangri. Ráhafurinn kom hægt og
gætilega að þeim stað, þar sem maðurinn
var falinn, og gekk fram hjá trénu. Það reið
af skot, og hvellurinn heyrðist bergmála
lengi á eftir milli hólanna niður við grafar-
tjörnina, og ráhafurinn féll til jarðar. Skytt-
an lagði fyrst byssuna frá sér bak við runn-
ana, hljóp síðan til ráhafursins og dró hann
af stígnum og faldi hann undir laufhrúgu.
„Þetta fór vel og gott er það,“ muldraði
hann. „Því að hvert mannsbarn þarf mat, og
fátæklingarnir geta ekki lifað á loftinu einu
saman. Ég hef nú grafið þig vel og rækilega
og þarna skaltu liggja, þangað til húsbænd-
ur þínir halda heim úr skóginum í kvöld.
Vonandi kemst hann Sveinn ekki á snoðir
um þetta, því að hann er strangur og harður
í liorn að taka.“
Hann kom byssunni fyrir í rauf í eikar-
bolnum og gekk svo af stað, en nam staðar
allt í einu og lagði hlustirnar við. Óðar birt-
ist maður á stígnum og gekk rakleitt til
hans.
„Æi!“ rumdi í skyttunni, „fjandinn eigi
mig, ef það er ekki hann Sveinn Gönge; ég
mátti svo sem vita það.“
Komumaður var þrekvaxinn allur og
klæddur úlpu úr dökkgrænu vaðmáli, gul-
um buxum úr hjartarskinni og stígvélum
úr brúnu leðri. Hann bar veiðihníf um
mittið, og á hægri öxl lians hvíldi byssan
hans.
„Gott kvöld, Sveinn!“ sagði skyttan eins
vingjarnlega og honum var auðið, um leið
og hann kom auga á komumanninn.
„Skrambinn hafi það, að þú eigir skilið, að
ég bjóði þér gott kvöld, Ib,“ svaraði Sveinn.
„Veiztu ekki, að það getur kostað þig lífið
að iðka launveiðar á þessum slóðum, sér-
staklega á sama tíma og hennar hátign,
drottningin, er á veiðum í skóginum?“
„Þú stekkur svei mér upp á nef þér,“
sagði Ib um leið og hann setti upp sakleys-
issvip. „Það var svo fjarri mér að iðka laun-
veiðar liér á þessum slóðum, þú getur þó séð