Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 37
N. Kv.
SVEINN SICYTTA
71
þekktur fyrir að skerast undan að hjálpa til,
þegar ættjörðinni er svona mikil bætta bú-
in?“
„Þeir leggja okkur til riddara, eins og
þeim ber skylda til, ásamt úreltum vopnum,
sem fáir kunna að fara með, enda er hávað-
inn af hermönnunum hlaupasveinar, sjó-
menn og matsveinar. Já, það veit trúa mín!
Við þorum naumast að hugst né tala, og
aldrei breytum við öðruvísi en eftir geð-
þótta aðalsins."
Gabel hafði hingað til fylgzt með samtal-
inu af greinilegum áhuga. Oft var hann
kominn fram á fremsta hlunn með að segja
eitthvað, en hann þorði ekki að láta í ljós
álit sitt í nærveru drottningarinnar án þess
að vera ávarpaður að fyrra bragði. Við síð-
ustu orð konungsins lék óljóst bros um varir
hans. Konungurinn tók eftir því.
„Þér brosið, Gabel!“ sagði hann.
„Eg brosi að mínurri eigin hugsununr, yð-
ar hátign.“
„Út með það, jrér eruð vanir að leggja
eitthvað gott til málanna.“
„Mér finnst, að úr því að hinum danska
aðli hefur áskotnazt þau hlunnindi, sem
liann er aðnjótandi nú meira fyrir göfug-
uglyndi konungs en fyrir verðleika sakir, þá
sé það einungis undir yðar hátign komið að
setja skorður við því.“
„Við hvort áttu?“ spurði konungurinn,
„hlunnindi aðalsins eða göfuglyndi vort?“
„Ég á við hvort tveggja, yðar hátign.“
„Vitið þér, að þér ráðið okkur Jrar með að
ganga í berhögg við aðalinn og ríkisráðið.“
„Yðar hátign mun ekki þurfa að ganga í
berhögg við aðalinn, heldur við frumlög-
mál lífsins. Ogyðar hátign mun vera viss um
sigur, ef Jrér aðeins vinnið rétta bandamenn
til fylgis við yður.“
„Og hverjir skyldu þeir nú vera?“
„Hinir grófu eiginhagsmunir."
„Það þýðir það sama og kollvarpa bæði
aðlinum og ríkisráðinu.“
„Það þýðir að stjórna í stað þess —“
„Áfram með það!“ sagði konungurinn.
„I stað þess að láta stjórnast af öðrum.“
„Gleymið þér þeim meðulum, sem þarf
til slíkrar baráttu?“
„Vissulega ekki,“ svaraði Gabel með
sömu stillingu sem áður.
„Vopnið, sem jrarf til þess er þegar fund-
ið, og maður með jafnmikla snilldargáfu og
yðar hátign, mun hafa einhver ráð með að
láta sér hugkvæmast hvernig á að beita því
vopni.“
Konunginn setti hljóðan, hann hallaði
sér aftur á bak í stólnum og starði beint
fram fyrir sig, án þess þó að beina augunum
að nokkrum sérstökum hlut.
„Hvernig myndi Jrað svo vera seinna
meir?“ spurði drotningin, „eftir að þessari
ráðagerð, sem Gabel telur svo auðvelda, hef-
ur verið hrundið í framkvæmd? Hver mun
vera æðsta stétt ríkisins ,eða viljið þér ef til
vill, að allir verði gerðir jafn-réttháir?“
„Fyrir lögum og rétti, yðar hátign, en
framúrskarandi hugvit og gáfur mun samt
einatt skipa mönnum í æðri sess.“
„En aðferðina," sagði konungurinn, „að-
ferðina, sem slíkur snillingur sem ég ætti að
geta fundið fyrirhafnarlítið. Hvernig ætti
ég annars að finna hana? Hver ætti að gefa
mér innblástur?"
„Sá sami, sem samkvæmt Jrjóðsögunni gaf
Mattheusi innblástur, J^egar liann ritaði
sínar kennisetningar og færði fólkinu hinn
guðdómlega boðskap.“
„Við hvern eigið þér?“ spurðu konungs-
hjónin undrandi og í einu.
Hirðritarinn beygði sig áfram og skaut
sínum gáfulegu augum til drottningarinnar
og svaraði í lágum og auðmjúkum tón:
„Ég á við engilinn, sem sést afskræmdur
við hlið hans.“
Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en
mikil liáreysti heyrðist frá anddyrinu. Rétt
á eftir var dyrunum hrundið upp, og dyra-
vörðurinn kom inn. Konungurinn, sem