Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 6
164
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
og löngum út í fjósi og gambra við Magn-
ús. Varð svo að vera, sem prestkona vildi,
og líkaði þó hvorki prestsdótfur, nje Magn-
úsi vel. Bar nú fundum þeirra sjaldan
saman. Herti preslur mjög að Magnúsi
með að læra kverið. Leið nú fram eftir
vefri og bar eigi til tíðinda. En þá bar svo
við, að brúðkaup var haldið í sveiíinni og
sátu þau það presthjónin. Var eigi efiiilit
sem skyldi með þeim Magnúsi og Jórunni
heima og gerðust þau all-óþörf, bundu þau
kýrnar í fjósinu saman á hölunum að göml-
um draugasið, hræddu lífið úr vinnukonun-
um, er þær fóru gegnum fjósrangalann til
að mjalta, og riðu húsum, seinna komst
það upp, að þau oft um veturinn höfðu
mælt sjer mót í fjósinu í rökkrunum, á
meðan fólkið svaf, og höfðu þá haft sjer til
skemtunar að segja hvort öðru drauga-
sögur. —
Heimilisfólkið hafði margt að kæra, þeg-
ar húsbændurnir komu heim aftur. Prest-
konan gekk fram í eldhús og batt sjer vönd.
Jórunn Iitla mundi best hafa gefað borið
um til hvers hann var ætlaður.......... Og
það varð ekker't úr því, að Magnús yrði
fermdur það vorið. Talaði prestur alvarlega
við foreldra hans, og kvaðst vilja, að þau
tækju við honum aftur, en fyrir bænastað
þeirra, lofaði hann þó að halda hann annað
ár tii og reyna að gera sitt ýtrasta til að
kenna honum guðsótta og góða siðu.
Magnús varð því kyr hjá presti fram-
vegis, sat hjá ánum, mokaði fjósið og lærði
kverið.
Einn sunnudag, þegar komið var undir
vor, árið eftir, bar svo við að fermingar-
börn voru inni hjá presti til spurninga eftir
messu. Jórunn var nú fjórfán vetra að
aidri og átti að fermast um vorið. Var hún
og inni.
Magnús kunni nú fræðin og fyrstu kafl-
ana í Helgakveri, svo að eigi varð að fund-
ið, en er lengra dró aflur í kverinu, dapr-
aðist honum flugið, og í »siðalærdómi« síra
Helga sáluga strandaði hann alveg og varð
eigi komið af grunni (og hefir það slys
reyndar hent fleiri), Rann presli all-mjög í
skap, og sagði hann sitt af hverju um
heimsku, leti og ónytjungsskap lærisveins
síns. Magnús sat eins og hann átti að sjer,
svo að hvorki datt af honum nje draup,
þangað til presfur gerðist svo meinyrtur, að
aðkomubörnin fóru að brosa og Jórunn
prestsdóttir skellihló og fjekk ávítur fyrir,
þá stokkroðnaði hann og hafði enginn sjeð
honum bregða fyr.
Um kveldið gekk prestur út. Pað var
eins og áður er getið komið fram undir
vor og var því albjart, þýður höfðu geng-
ið lengi undanfarið, og fór síra Jóhannes
að huga að flagi, sem rist hafði verið ofan-
af um haustið, hvort eigi mundi vera hægt,
að fara að gera því til góða. Stendur hann
þar um stund, svipast um og sparkar í
flagið; en er hann á sjer einskis ills von,
kemur maður þjótandi að honum eins og
örskot, hleypur undir hann, hefur hann á
loft og keyrir niður, veltir honum upp úr
mo'dinni og leikur hann talsvert hart. Prest-
ur brýst um fast, kemur fótum fyrir sig og
þrýfur til flugumannsins, var það Magnús.
Stendur hann nú sem steini lostinn og gláp-
ir á prest stórum augum.
— Ó, mikil lifandi skelfing, stundi hann
upp um síðar, voruð það þá þjer, blessað-
ur presturinn — og jeg sem hjelf, að þetta
væri skömmin hann Jói. (Á staðnum var
vinnumaður, sem var nafni prests og var
kallaður Jói. Allir vissu, að þeir Magnús
stundum eltu grátt silfur).
— Sýnist þjer, að við vera svo líkir?
Prestur var hinn reiðasti, en stilti sig þó.
— Ó, ekki eiginlega — ja — jú — þið
eruð nú annars gróflega Iíkir, stamaði
Magnús — þú — þjer eruð bara helmingi
hærri og með skegg.
— Enda þótt það hefði verið 'nann Jói
— en þú vissir vel, hver það var, sem þú