Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 171 kunni bijefritari er hinn sami og sa, er kom upp um Narcone.« »Jeg hefi spurt sjflfan mig hins sama,« mælti Donelly í vandræðum. Jeg veit enga lausn á þessu, nema ef það væri þá per- sónuleg hefnd. Pú skalt sjá til. Innan 10 daga fæ jeg aftur brjef.« Svo varð sem Donelly spáði. Á 10. degi fjekk hann enn viðvörun. Par stóð, að ó- vinir hans hefðu enn einu sinni breytt ráða- gerð sinni, en að þeir myndu nota hvert tækifæri til hefnda. Pað var ekki upplýst hvar og hvenær sú hefnd yrði framkvæmd. Lögreglustjórinn var beðinn að fara burt úr bænum. Auðvitað skoðaði Doneily þetta sem fullnaðarsönnun fyrir því, að alt þetta væri gert til þess eins að hræða hann. Póst- stjórnin gat ekkert sagt um, hvaðan brjefið væri sent og O’Connell upplýsti, að papp- írinn væri mjög almennur brjefapappír. Pað virtist því vonlítið, að geta fundið hinn óþekta brjefritara og Donelly hætti því, að hugsa nokkuð frekar um þetta, en gengdi öðrum skyldustörfum eins og ekkert hefði ískorist. En Norvin Blake átti verra með að taka þessu með jafnaðargeði. Hann þekti La Mafia af eigin reynd, og því meir, sem hann hugsaði málið, því áhyggjufyllri varð hann. Hann skammaðist sín, að láta Donelly vita um hræðslu sína, en var á hinn bóginn mjög illa við, að lögreglustjórinn legði sig í ónauðsynlega hættu. Hann reyndi því, að vera eins mikið með honum eins og hann gat, enda þótt hann með því tæki á sig mikla hættu. Pað var komið fram í október. Sumar- hitinn var um garð genginn og menn hrestu sig að nýju í hinu milda vetrarveðri. Menn yfirgáfu baðstaðina og vetrarskemtanirnar hófust. Undirbúningurinn undir grímudansleikinn í febrúar var bráðum um garð genginn og Blake hugsaði með gleði um það, að nú fengi Myra Nell uppfylta innilegustu ósk sína. Hann hafði neytt Bernie til þess, að taka hjá sjer lán, sem var svo hátt, að hvaða dansleiksdrotning sem var hefði lát- ið sjer þá upphæð nægja, og nú hafði hann verið hjá henni mörg ánægjuleg kvöld og skemt sjer yfir ráðagerðum hennar. Honum var ánægja að því, að vera'hjá henni. Hann var ætíð í góðu skapi, þegar hann fór frá henni — hugsaði hvorki um hætlur nje ótfa. Næsti dagur leið fyrir honum eins og skemtilegt æfintýri fult af draumsýnum. Miðvikudagskvöld eitt var hann einmitt í slíku skapi eftir heimsókn hjá henni. Hann raulaði glaðlega eins og berfættur drengur að vorlagi á heimleiðinni. Pegar hann nálgaðist heimili Donelly’s, ákvað hann að líía inn til hans og fá sjer vindil. Víðskifti höfðu hindrað hann frá, að heimsækja Iögreglustiórann og hann fann til samviskubits. En annaðhvort var D■ eily háttaður eða ókominn heim af lögreglusföðinni, því að það var hvergi Ijós í g'ugga há honum, svo að Norvin gekk sömu leið til baka aftur. Hinum megin götunnar stóðu nokkrir menn og töluðu saman fyrir framan skó- verkstæði eitt, og rjett um leið og hann leit yfir göfuna, opnuðust dyrnar á bak við þá, og í birtunni sem lagði út, þekti hann Larubio, gamla ífabka skósmiðinn. Hann var rjett að því kominn að spyrja, hvort Donelly myndi vera kominn heim, en hætti við það. Larubio og fjelagar hans sáust greinilega í birtunni úr verkstæðisdyrunum og Blake tók sjerstaklega eftir manni í gúmmíkápu. Honum datt alt í einu í hug, að þessir menn væru ítalir og því meðlimir La Mafia, en þetfa kvöld var engin smuga til í höfði hans fyrir tortryggni. Hann brosti að orðunum, sem hann heyrði Myru Neli segja um afleiðingu of mikils súkkulaðsáts. í sömu andránni rakst 22*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.