Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
169
L A M A F I A .
Saga eftir REX BEACH.
(Frainh.).
Maruffi sneri sjer affur að Norvin. »Nú,
þjer þektuð þá vin yðar aftur. morðingja
Savignos? Madonna mia! Hvílíkt minni,
er þjer hafið! En voruð þjer ekki
hræddur?*
»Hræddur, við hvað?«
»Ó! Þjer eruð Ameríkumaður eins og
jeg sagði áðan; þjer hræðist ekki neitt. En
það var Belisario Cardi, sem drap greifann
af Martinello.«
»Belisario Cardi er aðeins nafn,« mælti
Norvin gætilega.
»Það er satt!« mælti Maruffi. »Þar sem
jeg er sjálfur frá Palermo, þá finst mjer
hann muni vera bráðlifandi, en eins og
þjer hafið sagt, þá veit enginn neitt.«
Hann stóð á fætur og kvaddi með hlýju
handtaki. Þegar hann var sestur við ann-
að borð hjá nokkrum ítölum, mælti
Donelly:
»Þelta er heiðarlegasti ítalinn í allri
borginni. Mjer datt í hug að skeð gæti
að hann væri »Sá sem veit,« en jeg held
við nánari athugun að mjer haíi skjátlast.
Hann gæti hjálpað mjer, ef hann þyrði.«
»Hefir þú trúað honum fyrir nokkru?«
»Nei! Jeg trýi ekki ekki neinum fyrir
neinu. Heyrðu, því meir sem jeg hugsa
um brjefið, því líklegra finst mjer, að það
sje gabb.«
»Þú ætlar þó ekki að lítilsvirða aðvör-
unina?«
»Auðvitað ekki. Jeg ætla að setja
O’Connell og annan lögregluþjón á vörð
utan við húsið á fimtudaginn og vita hvort
þeir verða nokkurs varir, en jeg ætla að
borða miðdegisverð annarstaðar.«
Þeir voru nýbúnir að borða, er Bernie
Dreux kom labbandi inn og settist í sæti
Maruffis.
»Nú, hvernig gengur með leynilögreglu-
þjónsstarlið, Bernie?« spurði Norvin.
»Uss-ss! hvíslaði litli maðurinn. Hann
drap titlinga á dularfullan hátt og þeir
sáu, að hann var kominn að því að rifna
af mikilsvarðandi frjettum. »Gáið að ykkur!
Þið megið ekki gera- manninn minn þarna
tortrygginn. Hann er í fjelaginu! Þessi
við hlið Maruffis.«
»Er það víst!«
»Já. Það er hann!«
»Hver er hann?«
»Jeg veit það ekki.«
»Hvað í-----------.«
»Jeg veit einungis það eitt, að hann er
einn þeirra. Jeg hefi elt hann á röndum
síðustu viku. Hann á sjer meðsekan mann
— konu!«
Lögreglusfjórinn varð skrítinn á svipinn.
»Eruð þjer viss um það?« spurði hann
hvíslandi.
»Alveg viss. Hann kemur í ávaxtabúð-
ina á hveijum degi. Jeg held hann fáist
eitthvað við fjárkúgun, en veit það þó
ekki.«
»Ágætt!« hrópaði Donelly.
»Jeg ætla að biðja yður, að elta hann,
hvert sem hann fer, en umfram alt, gáið
vel að honum. Flýlið yður nú aftur í
bananabúðina yðar, annars missið þjer ef
til vill af einhverju. En fáið yður fyrst dá-
litla hressingu.«
»Jæja, kannske! Þetta reynir á taugarn-
ar. Jeg er afskaplega æstur.«
22