Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 16
174 NYJAR KVÖLDVÖKUR HÖFUÐBORGIR. 12. Budapest. Hún er höfuðborg i Ungverjalandi, sem að nafn- inu til er konungsriki, en er stjórnað eins og lýð- veldi af ríkisstjóra. Borgin hafði við síðasta mann- tal um 880,000 íbúa. Par af eru 600,000 Magyarar, 200,000 Gyðing'ar og hitt blendingur: Króatar, Ser- bar, Rúmenar, Rússar og fleiri jojóðflokkar. Fáar borgir i Evrópu hafa vaxið eins ört og Budapest eða hefir eins sjerkennilegt pjóðarútlit, enda hljóð- ar máltæki svo : í „Budapest byrjar Asía.“ Borg- in stendur við Doná, sem skiftir henni i tvo hluta: Buda hægra megin og Pest vinstra megin. Pester langtum tilkomumeiri. Fimm stórar brýr eru yfir fljótið og í ])ví er Margrjetar-eyja með mörguin skemtistöðum og fögru landslagi. Hálfgert Asíu- útlit, sein er á ibúunum, er einnig yfir sjálfri borg- inni, og skrautið á opinberu byggingunum er næst- um pví hrottalegt, eins og t. d. konungshöllinni. Vinstra megin fljótsins eru skrautlegir skemtistígar meðfram höllum, minnisvörðum yfir listamenn, skáld og hetjur frá frelsisstriðinu 1848. Par leika Zigena- hljómsveitir á hljóðfæri sín og f>ar er lifað glæsi- legu lífi. í Buda er hið gamla vígi Var, sem mjög varð frægt í orustununi 1848 milli Magyara annars- vegar og Rússa og Austurríkismanna hins vegar. Yfirborgarstjóri, sem stjórnin velur, borgarstjóri og 400 manna fulltrúaráð fer með málefni borgarinnar. Pingið, sem er viðfrægt fyrir, hve fjörugt par er á fundum, er haldið i borginnl og ríkisstjórnin og ríkisstjórinn sitja jiar. Bæði nöfnin, Buda og Pest, þýðir ofn (eftir því hvort það er slavoniska eða magyirska) og er nafnið dregið af heitum lauguin, sem eru skamt frá borginni. Á 13. öld voru báðir borgarhlutarnir eyðilagðir af Mongólum. 1361 gerði Matthías Corvinus borgina að höfuðborg Ung- verjalands. 1526 var borgin rænd af Tyrkjum og til 1686 sat tyrkneskur pasha þar. Er ennþá hægt að finna þar tyrknesk musteri frá þeim tíma. 1848 — 49, þegar Magyarar gerðu uppreist gegn Aust- urríkismönnum, voru blóðugir bardagar háðir þar. Eftir'að Ungverjar fengu sjálfstæði 1867 varð hún höfuðborg landsins og hafði mikil áhrif meðan bæði löiidin, Austurriki og Ungverjaland, voru undir sama stjórnanda og þeim áhrifum hjelt hún þang- að til rikið sundraðist. 13. Melbourne. Melbourne er höfuðborgin í hinu ástralska ríki, Viktoria. og auk þess síðan 1901 aðsetursstaður sambandsstjórnarinnar fyrir alla Ástralíu, „The Australean Commonwealth." Ekki verður hún þó til lengdar höfuðborg í fimtu heimsálfunni. í ríkinu Ný-Suður-Wales er mælt út stórt svæði, sem á að vera bandalagsland, og þar á stjórnin og miðstjórn umboðsstjórnarinnar að sitja í hinum nýja bæ Canberra. En sem stendur er Melborne höfuð- borg Ástraiíu. Hún hefir (eftir manntali 1921) um 783,000 ibúa og er því stærst borg í Ástralíu eftir Sidney. Pað voru gullnámurnar, sem fundusi 1850, er gerðu hana fræga. Töluverð gullsýki gekk yfir heiminn, þegar menn heyrðu um guliið, og aðeins á nokkrum árum (frá 1850—1860) stækkaði borgin næstum þvl 10 sinnum. Strax er hægt að sjá, að Melbourne er tiltölulega ný borg : Allar götur eru beinar, eins og þær væru lagðar eftir reglustiku, og jafnt bil milli allra skemtigarða. Einnig sjer maður, að borgin er auðug. Bæði opinberar bygg- ingar, eins og t. d. bústaður landstjórans og þing- húsið, og einkabyggingart. d. bankar og sölubúðir, eru afarskrautiegar og núkið í þær borið. Pjóðir af öllum kynflokkum hittast þarna, Malajar og Þjóð- verjar, Norðurlandabúar og Kínverjar. Par er af- bragðs höfn, sem getur rúmað slærstu skip, og verslun er mikil, einkum með áslralska ull af mil- jónum og aftur miljónum af sauðfje, sem alið er upp í Ástralíu. Loftslag er eitthvert hið heilnæm- asta í hcimi. Par er aðsetur fyrir hin sjerstöku áströlsku herskip. — Melbourne var bygð fyrst 1835 og fjekk hún nafn eftir fyrsta ráðgjafa Vikt- oríu drotningar, Melbourne lávarði.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.