Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Page 10

Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Page 10
168 NÝJAR KVÖLDVÖKUR yfirdrepslaust í Ijós álit sitt á atferli Magn- úsar. Samt gleymdi hún ekki að bjarga því, sem eftir var af sælgætinu, leit hún á skaðann og þótti Magnús hafa verið ærið stórvirkur á jafn stuttii stundu. Magnús reyndi að leiða henni fyrir sjónir, að hann væri ekki lengur óbreyttur smalaslrákur, en heldri maður — maður með rjettri trú og þar af leiðandi yfirmaður allra á heimilinu — já, í sveitinni. En er hann eigi fjekk annað en skæting fyrir fortölur sínar, þagn- aði hann um síðir, rixaði upp á baðstofu- Ioft og lagðist til svefns. En húsfreyja hjelt raunamædd út á tún til þess að skýra manni sínum frá málavöxtum. — O, svei, sagði hún meðal annars, hann þykist hafa meðtekið heilagan anda þetta ófjeti — og svo er hann nú búinn að gera stelpubjálfan alveg vitlausa iíka. Pú varst til nokkurs að taka strákskrattann að þjer. — Láttu mig um það, heillin. Æíli jeg reki ekki andann út af honum! svaraði prestur stuttur í spuna. Hann sendi ann- an ungling til að vitja urn ærnar, en ljet að öðru leyti, sem ekkert helði ískorist. Pegar síra Jóhannes nokkru seinna sá Magnús koma út á hlaðið, f'ýtti hann sjer heim, tók ofan fyrir honum og spurði hæversklega, hvort sjer væri rjett hermt, að hann hefði meðtekið heilagan anda. Pessu hafði Magnús eigi búist við, og varð hann sneiptur, þó kvað hann það ijett hermf. Prestur Ijet vel yfir því og bað hann að koma með sjer út í kiikju. Magnús var nú eiginlega ekki upplitsdjarfur, en fór þó með. — Jeg skil það svo sem, að þjer hæfir ekki að vinna nokkurt verk, sagði prestur, þegar þeir komu inn í kirkjuna — það var nú annars bagalegt, því að jeg var búinn að hugsa mjer að láta þig ganga að slætti, þegar ekki þyrfíi að sitja hjá ánum lengur. Þeíía var of mikil freisting fyrir Magnús. — Ætlið þjer virkilega að lofa mjer að slá! hrópaði hann. Prestur hristi höfuðið. — Ekki með heilögum anda — mikil ó- sköp, nei, sagði hann. — Ef jeg bara hefði vitað þetta! sagði Magnús. — Ef þú vilt læra að slá, verður þú að láta mig reka andann út af þjer, mælti presfur. — En r.ú var Magnús búinn að ná sjer aftur. — Jeg er nú hræddur um að hann aldrei vilji fara fyrir svo lítið, sagði hann og brosti hrekkjalega. -- Jeg var nú líka að hugsa urn að ferma þig með haustinu, sagði prestur, en auðvitað gelur það nú ekki komið til mála núna, úr því að andinn er yfir þjer, og held jeg nú samt, að foreldrum þínum sárni. — Ætlið þjer þá að lofa mjer að fara að slá núna og svo ferma mig í haust, ef andinn verður rekinn buttu? spurði Magn- ús ofboð einfeldnisiega. — Já. jeg hefi hugsað mjer það. — Nú fór hann! — Hver? — Nú, en andinn! — Jæja, geyið mitf, sagði prestur góð- látlega, þú ert brellinn, og þetta var reynd- ar óþarfa spaug. — En jeg sfend við það, sem jeg hefi lofað. 27h> — ’28.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.