Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 173 Frá æfagömlum tíma hafa svo nefndar »Spunastofur« tíðkast á Pýskalandi. Draga þær nafn af aðalverkinu, sem þar var unnið á meðan heimilisiðnaðurinn þýski stóð í mestum blóma, en það er talið að hafa verið um 1850—ÖO; en þá komu tóvjelarnar til sögunnar og hrifsuðu til sín iðnaðinn. Margir hjeldu þó trygð við »Spunastofuna«, og víðast hvar til sveita fylgja menn siðn- um enn, þótt lítið sje þar spunnið, en meira heklað, spjaldofið, saumað o. s. frv. Spuna- stofusiðurinn hefir allajafna þrifist best í sveitaþorpunum, þar er mest um fjör og framkvæmdir. Fólkið kemur saman í flokk- um eftir aldri, eitt kvöldið hjá þessum, annað hjá hinum. Mikið hefir verið ritað um þetta efni, en hjer er ekki rúm til að rekja það. — Jeg vil aðeins reyna að lýsa einu »Spunastofu- kvöldi« eins og það virðist hafa farið fram um aldamótin, að frásögn aldraðs Hessen- búa, ^enda bar honum saman við hinar prentuðu frásagnir. Kvöldsúpan er etin í flýti og varla er far- ið að rökkva, þegar ógiftu stúlkurnar fara að safnast til »Spunastofunnar«. í farar- broddi er »spunaráðið«. Er það stúlka í fagurlega skreyttum kjól og með linda um mittið í sterkum, áberandi lit. Pá koma þær, sem bera körfur með handavinnunni. Má þar sjá marga gersemi. Sumt er fullgjört og haft til fyrirmyndar, annað er hálfbúið, og enn nokkuð aðeins í byrjun. Altaf bæt- ist í hópinn, og er stefnt til hússins, þar sem j>Spunastofan« á að vera það kvöldið. En er þangað er komið, er óðara lekið til starfa. Sex til fimtán stúlkur sitja við hengi- lampann, Handbrögðin eru snör og verk- leg. En engin spunastofa þekkist án söngs eða sögu. Ein stúlknanna byrjar að raula þjóðkvæði og samstundis taka allar hinar undir, stofan glymur af háværum söng. Er nú spjallað og sungið í gleði og eindrægni, eins og sæmir ungum meyjum, sem áhyggj- ur Iífsins eru ekki farnar að beygja. Pó finst ef til vill meðal þessara ungu meyja ein eða önnur, sem farin er að kenna á alvöru lífs- ins, en söngur og gleði jafnaldranna tvístr- ar öllum raunablæ. Um klukkan 9 koma svo ungu piltarnir, og affur er sungið og aftur eru sagðar sög- ur, er nú sungið um ást og trygð og sárs- auka og skilnað. Brátt er öll feimni horfin og eitt lagið rekur annað, ein sagan aðra. Klukkan 10 hættir vinnan. Pá stendur heimasætan í húsinu upp og kyssir hvern pilt sinn koss á hvern vanga, og fylgja allar stúlkurnar dæmi hennar. Fólk safnast í »Spunastofunni« frá i>Kirch- messe« (Allra heilagra messa?) í nóv. og fram til sjöviknaföstu. En á svo nefndri »löngunótt« (um miðjan des.) er unnið af kappi þangað til Ijómar af degi. Föstudags- kvöldið næsta fyrir jól er kallað »silkikvöld«. Þýskir sagnaritarar segja, að þegar »Spuna- stofan« var í sem mestu gengi, þá hafi hún verið einn aðal-þátfurinn í menningarlífi þjóðarinnar. Pangað komu »meistararnir« og frömdu listir sínar. Par voru sagðar sögur, sem voru gripnar úr daglega lífinu. Margar þeirra voru barnslega látlausar, en þó sannar. Hafa þær yfir sjer sjerstakan blæ og iýsa hversdagslífinu, háttum þess og siðum í einfaldri mynd. Pannig varð til viss grein bókmenta, sem þjóðin stöðugt hefir miklar mætur á, og sem ber nafnið »Spunastofan«. 5. J

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.