Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 14
172 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hann á dreng einn við götuhornið, sem hnipraði sig saman í hússkugganum, í Ramportgötunni hitti hann Donelly og O’ConnelI. »Jeg kem beint frá þjer,« mælti hann við Donelly. »Jeg ætlaði að líta inn og reykja einn af hinum slæmu vindlum þínum. Hef- ir nokkuð nýtt skeð?« »Ekki mikið! Jeg hefi heyrt að Narcone sje kominn til Sikileyjar og er þá hans æfi brátt Iokið. Eftir nokkra daga get jeg ef til vill sagt þjer dálítið annað — dálítið um Cardi vin þinn.« »Nei, er það!« »Ef grunur minn reynist á rökum bygð- ur, mun það vekja hina mestu eftirtekt. Jeg er enn vantrúaður sjálfur, svo að jeg vil ekki ræða málið nánar. Jeg er allsendis forviða.« Stuttu síðar skildu þeir og Blake gekk heimleiðis, En orð lögreglustjórans höfðu truflað rólyndi Norvins. Hugsanir hans snerust nú um annað. Endurminningin um harm- Ieikinn á Terranova kom nú að nýju. Mar- tel hafði verið sá besti og heiðarlegasti maður, sem hann hafði þekt og framtíðin brosti við honum. Pað fór hrollur um hann. í huganum sá hann veginn til Martinello eins og ömurlega gjá og myrkrið biksvart beggja megin, hann heyrði fótaburð hest- anna, söng hins ástfangna unga manns og svo----------- Blake staðnæmdist alt í einu og hlustaði. Sama hljóðið heyrðist aftur skamt frá! það var skot, sem heyrðist ver vegna þokunnar og rigningarsallans. Hann sneri við. Hann heyrði það í þriðja skifti og þegar hann hafði áttað sig á því, hvaðan hljóðið kom, hrópaði hann í skelfingu: »Donelly! Donelly! Guð minn góður!« Svo fór hann að hlaupa hart eins og nóttina hræðilegu fyrir 5 árum og hann kvaldist af sömu voðalegu hræðslunni. En nú hljóp hann á hljóðið — ekki frá því. Meðan hann hljóp á hljóðið, dundu skot- in í sífellu. Par sem hann hafði kvatt Donelly sá hann mann koma hlaupandi á móti sjer og sá að það var O’Connell. Saman hlupu þeir niður Gairdstræti, Gatan fyrir framan skóverkstæðið var full af reyk og hávaða. skamt f.á sáu þeir manninn á gúmmíkápunni kijúpa á knje og skjóta, svo stóð hann á fætur og hvarf út í rnyrkrið. Aðrir komu út úr búð Larubios og eltu hann. Einn þeirra leit um öx! sjer eins og honum þætti miður að þurfa að ganga frá hálfnuðu verki. Blake og O’ConnelI hlupu báðir saman til lögreglusfjórans, sem reikaði á götunni. Lögreglumaðurinn bölvaði en Blake snökti. Donelly var hniginn niður, þegar þeir náðu honum, skammbyssan hans var tóm og lá við hlið hans. Norvin lyfti honum upp. »Ertu hættulega særður, gamli vinur?« stundi hann upp. »Það — það er úti um mig,« svaraði Donelly í veikum róm. sPað voru þorp- ararnir.« — Kona ein tók að hrópa skerandi röddu: »Morð! Morð!« Ópið var endurtekið af öðrum og hljóm- aði um alla götuna. Dyr voru opnaðar og skelt í Iás. Menn komu hlaupandi út í hráslagalegt nætur- veðrið og spurðu hver annan um hinn hræðilega atburð, en púðurreykurinn og lyktin var þeim nægilegt svar. Hann smá- eyddist samtímis og Iífið fjaraði út úr sund- urtættum líkama Donellys. Pað var komið undir dögun, þegar Nor- vin Blake kom út úr spítalanum, sem Don- elly hafði verið færður á. Hann var mjög harmþrunginn, því að hann hafði sjeð hug- rakka sál kveðja lífið og skilnaðarorð vin- arins hljómuðu f eyrum hans.« »Láttu þá ekki sleppa, Norvin. Pú ert eini maðurinn sem jeg treysti.« (Meira).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.