Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Side 8

Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Side 8
166 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. væri nú nær að fara að læra að slá, svar- aði Magnús. — Hið glaðlega viðinót þessa nýja vinar hans gerði hann öruggan og honum þótti vænt um að fá mann tii að tala við í einverunni. — En presturinn vill nú hafa þetta svona, bætti hann við og andvaipaði. Tiúboðinn brosti blíðlega. — Nú, þú ert hjá prestinum — sá held ieg geti nú kent þjer eilthvað meira en fræðin! — Og það gengur nú hálfillla, mælti Magnús einlæglega — en maður verður að læra þetta til þess að verða fermdur. — Ertu þá ekki fermdur ennþá? spurði tiúboðinn. Magnús roðnaði við og þóttist nú hafa mælt of mikið. Trúboðinn sá það og brosti ennþá blíðlegar en áður. — — Pað er nú líka mesti óþarfi með þetta kver, sagði hann svo til teynslu — mesti óþarfi! Magnús iðaði í skinninu — þarna var þó loksins maður sem talandi var við ! — Og með ferminguna kannske líka? áræddi hann að segja. — Og rneð ferminguna líka, mælti hinn, — þeir eru bara fullir af hjátrú og hindur- vitnum þessir lúthersku prestar! Magnús vissi nú reyndar ekki hvað »lútherskur« var en hann brosti samjciykkjandi. — Pú ættir heldur að taka okkar trú hjelt trúboðinn ræðu sinni áfram — þar er ekkert kver. — Pú ert þó aldrei einn af þessum — þessum Mormónum? Magnús hopaðt ó- sjálfrátt eift skref aftur á bak. Mormóninn sat kyr og brosti sínu blíðasta brosi. — Finst þjer það svo voðalegt? — Nei, ó-nei — ekki eiginlega, svaraði Magnús, en hvað heldurðu að presturinn segði? — Ef þú fekur okkar trú og fyllist heilögum anda, verður þú í öllu meiri mað- ur en presturinn, sem lifir í myrkri og fjötrum vantrúarinnar, mælti trúboðinn. — Parf maður þá ekkert að læra til þess að fá ykkar trú ? spurði Magnús. — Nei, þegar þú verður skírður og heil- agur andi kemur yfir þig, kennir hann þjer alt, sem þú þarft að vita, svaraði hinn hátíðlega. — Á nú líka að skíra mig upp — það væri annars nógu gaman að reyna, hvern- ig ler! Magnús hló. — Og þú segir að jeg verði yfir prestinum, honum síra Jó- hennesi? — Sá, sem trúir og er fullur af heilög- um anda, er alt af yfirmaður hins, sem ráfar í villu vantrúarinnar. — Og jeg get gert alt, sem mjer sýnist? — Pú getur gert það sem þjer sýnist — eða rjettara sagt eins og andinn býður þjer að gera. — Jeg get skírt þig hjerna í læknum núna strax, eí þú vilt. — Getur þú skírt mig? Jæja, gerðu það þá — ekki jaykir mjer svo gaman að rorra yfir rollunum hans síra Jóhannesar! sagði Magnús. Mormóninn Ijet ekki segja sjer það tvis- var. Hann leiddi Magnús niður á lækjar- bakkann, Ijet hann fara úr fötunum og draslaði honum svo út í lygnan poll. Eftir hæfilegan tíma dró hann strák upp úr, en í því hann kom upp, sá hann mynd sjálfs srns í vatninu, var hún æði kvikul og óskýr, því að vatnið var í hreyfingu. í sama bili spurði trúboðinn hátíðlega, hvort andinn eigi kæmi yfir lrann. Magnús mintist nú sögunnar um kerlinguna, sem eigi hafði sjeð heilagan anda og því verið dýft í, þangað til hún var komin að dauða. Hann starði á mynd sína í vatninu og flýlti sjer að svara: — O, það held jeg nú — hann er víst að fluksast hjerna! Trúboðinn Ias nú bæn eftir sið sinnar trúar og söng sálm á er- lendu máli. Magnús klæddist á meðan; svo spurði hann, hvort það væri nú öldungis víst, að hann væri fullur af heilögum anda

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.